Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1932, Síða 11

Bjarmi - 01.08.1932, Síða 11
BJARMI 1?3 Lögberg' skýrir frá því 7. júlí, að dr. Björn B. Jónsson hætti ritstjórn Samein- ingarinnar, sem hann hefir haft á hendi um aldarfjórðung, oftast einn, en stund- um, eins og' undanfarið áf, með einum eða tveim öðrum prestum, og unnið þar mikið og vandasamt verk, alveg endurgjalds- laust. Bjarmi hefir ekki frjett, hver við blað- inu tekur, því vafalaust heldur það áfram, enda þótt það beri sig ekki fjárhagslega. Kristullx:(lsli.ióiiin i'rá Japan, sr. Oktavíanus S. Thorlaksson og Carólína frú hans, sem hjer voru á ferð í fyrra sunVar, hafa dvalið vestan hafs síðan og' flutt fjölda erinda, bæði í Bandaríkj- um og Canada. Síðan um áramót hafa þ.iu ferð- ast mest meðal Vestur-Islendinga, til að vekja hjá þeim áhuga á kristniboði. Var þeim vel fagnað og þakkað, eins og nokk- uð má sjá af umsögn, sem G. J. Olesen í Glen- boro birti í Lögbergi í júlí s. L, er kristniboðs- hjónin voru nýfarin jjaðan, Niðurlagsorð þeirrar greinar eru ])essi: »Fðlk hjer hafði hina mestu ánægju af komu þeirra hjóna, og fylg'ja þeim hugheilar hamingju- óskir fólks hjer á framtíðarbrautinni. Með ein- lægni og prúðri framkomu hafa þau unnið hug og hjarta allra þeirra fslendinga, sem kunna að meta fórnfýsi þá, sem þau hafa sýnt í orði og verki í starfinu, sem þau hafa helgað líf sitt. Pau hafa yfirgefið ættjörð, ættingja og vini og alt, sem þeim var kært, til þess að geta þjónað, til þess að líkna, til þess að geta látið gott af sjer leiða, til þess að kveikja ljós í myrkrinu, svo aðrir gætu sjeð það ljós, sem þau sjálf eiga í hjarta sínu. fslendingar ættu ekki að gleyma ]>eim, þó þau sjeu í fjarlægð, handan við hið mikla haf, í landi sólaruppkomunnai- og morgun- roðans. Guö og gæfan fylgi þeim og gefi þeim sigur.« Börnin þeirra 3, Margrethe, Octavius og Erik, voru fermd af Steingrfmi afa sínum, 3. júlf s. 1. í kirkju Víkursafnaðar á Mountain í N.-Dakota. En lútherski söfnuðurinn í Winnipeg kvaddi fjöl- skylduna með veglegu samsæti. Munu þau hafa lagt af stað frá Manitoba til Japan um miðjan júlí, en vestur um Kyrrahaf í byrjun þ. m. fslendiiigar í Itamlarík.iuin. Til skamms tima bafa Islendingar verið taldir með Dönum, þegar Bandaríkin hafa talið aðkomufólk. Arið 1930 var ])essu loks breytt, að tilhlutun Hon. O. B. Burt- ness, þingmanns í N.-Dakota, og fulltrúa Banda- ríkja á þúsund ára hátíðinni Manntalsskýrslan aðgreinir þá, sem fæddir eru á íslandi frá hin- um, sem eiga föður eða móður fædda á íslandi, en eru.sjalfir fæddir veslra. Sýnir hún, að fs- lendingar eru í öllum fylkjum Bandaríkja, nema 4, í 16 fylkjum eru þeir ])ó færri en 10. Flestir eru þeir í þessum fylkjum: Norður- Dakota 724 fæddir á fsl., en 1545 fæddir vestra, í Washington, vestur við Kyrrahaf, 741 og 772, í Minnesota 226 og 724, í Kalíforníu 276 og 304, í Utah 97 og 296, í Illinois (Chicago o. v.) 123 og 156, í New York 114 og 74, o. s. frv. Alls lelur skýrslán 7413 af fslcnskum ættum í Banda- rikjum; eru 2764 fæddir á fslandi, en 4649 fædd- ir vestan hafs. »Þriðja kynslóðin«, sem á afa eða önnnu frá fslandi, er talin »amerísk«, og engin sjerstök skýrsla um hana, en henni fjijlgar óðum í elstu nýlendunum. fslendingar eru mikið fjölmennari í Canada, en í Bandaríkjum, en Bjarmi hefir enga skýrslu sjeð um tölu þelrra þar. Meirl vitle.ysa frá öniliiiiguiii. Frímann í Winni- peg, ekki »Jón í Ameríku, hefir sent frá öndungafjelaginu »Vörn« nýtt hefti »Varnar- mála«. Eru þar margir kaflar »skrifaðir ósjálf- rátt« og eignaðir merkum mönnum. Eru þar settir hlið við hlið: Egill heitinn á Borg Skalla- grímsson, Haraldur Nfelsson, Jón Vídalín, Gunn- laugur sálugi Ormstunga, Hallgrímur Sveinsson, Guðmundur góði, Gunnar á Hlíðarenda, Guðrún Búason, Hallgrímur Pjetursson o. fl o. fl. Einn fornmanna skrifar á móti skfrninni minnir það sje Egill Skallagrímsson, og annar móti frið- þægingunni. En alt er það aumasti þvættingur f únftarfskum trúaranda og framsetning og orð- færi svo ólíkt þeim, sem þetta er eignað, að þeir hefðu ekki þolað, sumir, bótalaust, að sjá nafn sitt tekið undir annað eins. En alt at þegir Morgunn, eins og aðstandend- ur hans |>ori hvorki að fallast á nje vara við þessari vitleysu. Ritsmíðar þessar stefna að því einu, aö hafna guðdómi og hjálpræði Krists. En ofboð eru þeir einfaldir, sem láta sannfær- ast við þetta bull, - og ofboð eru þeir hjá- trúarfullir, sem »borga brúsann«, svo að unt sje að dreifa þessu ókeypis og óbeðið »út um veröldina«. Skaminagrein hefir Frfmann hnoðað sarnan f Heimskringlu, út af þvl, að jeg skuli hafa fund- ið að þessum varnarmálum, en jeg býst ekki við að breyta skoðun fyrir því. S. A. GíslaNon.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.