Bjarmi - 01.08.1932, Blaðsíða 14
126
BJARMI
Hvað á að kenna?
Rceða efiir sr. Öfeig Vigfússon prófast i
F ellsmMw.
»Hvað á að kenna börnunum? 18 alda
gamlan heilaspuna, eða þekkingu okkar
tíma?«
Þetta er fyrirsögn greinar í einu viku-
blaði, sem hjer á landi er gefið út, keypt
og lesið af mörgum, eða sent og lesið ó-
keypis, ef ekki vill betur; og þessi fyrir-
sögn og greinin undir henni, er ekki eldri
en frá 5. júlí þ. á.
Samkvæmt þessari grein og fyrirsögn
hennar, og enda samkv. anda og stefnu
þeirrar manntegundar, sem gefur slíkt út,
er »18 alda gamli heilaspuninn«; Jesús
Kristur sjálfur, trú hans, kenning og
breytni; líf hans, dauði og upprisa. Alt
er þetta »18 alda gamall heilaspuni.« En
»þekking okkar tíma,« það er alt annað
mál; hún er ný; og hún er ekki heilaspuni.
Samkvæmt þessu, og í góðu samræmi við
það,, er það nú líka, að þessi mannflokkur
ætlar nú að fara, og er farinn að reyna,
að safna börnum, fyrst sínum eigin, og
síðan annara, helst sem flestum, undir
merki sitt; og er mjög fjærri því, að
vilja »leyfa börnunum að koma til Krists;«
því að hann sjálfur og alt hans, er bara
»18 alda gamall heilaspuni.«
Jeg þykist vita og finna, að þetta og
annað eins muni nú koma óþægilega við
marga, og ekki eiga vel við hugarástand
almennings meðal vor, og víðast annar-
staðar, nú, þegar sumarið og lífsþarfirn-
ar kalla á alla krafta allra, til lífsbjargar-
starfa fyrir nútíð og' framtíð, og heimtar,
að hver einn legg'i sitt til, eftir því sem
best má og hollast er. Og þegar nú líka
börnin öll, yngri og eldri, bæði til sveitar
og sjávar, lifa sinn ljúfasta tíma, er sum-
arsólin hellir yfir þau, sem aðra, hlýjum
og' björtum geislum sínum, og framleiðir
fyrir þau þúsundlitu, angandi blómin, til
yndis og fræðslu og fegurðarsmekks, svo
■að þau', ósjálfrátt, lyftast upp og laðast
í áttina til uppsprettu alls lífs, hans, sem
»skrýðir og prýðir liljur vallarins,« meir
og fegur en konungar kunna að skrýðast.
Á þessum tíma, sjálfum sólar- og hásumar-
tímanum, þegar náttúran öll kennir, og
kallar til lífs og starfs, jafnt fyrir líkama
og sál, þá er hún ekki þægileg, og' virðist
ekki heldur vera eðlileg, þessi spurmng,
»hvað eigi að kenna börnunum, hvort held-
ur 18 alda gamlan heilaspuna, eða þekk-
ingu okkar tíma.«
En ef nú þetta, sem kallað er »18 alda
gamall heilaspuni«, er ekki aðeins 18 alda,
heldur allra alda, frá upphafi mannlífs
á jörðu, allra alda kenning og trúboð
sjálfrar náttúrunnar, einkum sumarnátt-
úrunnar, og þar fyrir líka allra alda hug-
boð, trú og kenning allra vitrustu og göf-
ugustu manna, sem hafa getað sagt, og
líka sagt, með skáldinu okkar: »Guð, allur
heimur, eins í lágu og háu, er opin bók,
um þig er fræðir mig; já^ hvert eitt blað
á blómi jarðar smáu, er blað, sem margt
er skrifað á um þig.« I og af þeirri opnu
bók náttúrunnar hafa allir mestu og bestu
menn allra alda, í öllum löndum, sem sög'-
ur fara af, lesið og lært um skaparann
himins og jarðar, og föðurinn allra, sem
börn kallast, á himni og jörðu; og um
skepnur hans, sjer í lagi nánustu börnin
hans, oss menninai hver eftir sínum þroska
og sínu hæfi; og einnig allur almenningur
hefur fundið og farið líka leið, leið lífs-
skoðunar og trúar, með því líka, að einnig
þeim stóð þessi bók náttúrunnar opin. En
enginn hefur þó nokkru sinni skoðað, les-
ið og skilið þessa opnu, dýrðlegu bók, nje
gjörþekt og kannað hana, eins fullkomlega
og Jesús Kristur, sem gerði sjálfan sig að
veði og fórn fyrir því, er hann las í henni,
og staðfesti það alt með órengjanlegum
hætti, frekar og fullkomlegar en nokkur
annar hefur gert fyr eða síðar, svo sem
kristnu fólki er kunnugt.
Þessi, hin allra æðsta og sannasta skoð-