Bjarmi - 01.08.1932, Qupperneq 15
/
BJARMI
un„ trú og kenning Krists, um faðerni og
algæsku1 eilífs Guðs; um nauðsyn og bless-
un elsku og- trúar, vonar og bænar barn-
anna til föðursins, um innbyrðis kærleika
og kærleiksbreytni barnanna, eftir fyrir-
mynd Krists, — þetta er nú það, sem far-
ið er að kalla, »18 alda garnlan heilaspuna,«
og spyrja um, hvort ennþá eig'i að kenna
börnunum, eða hvort ekki væri nær, að
kenna þeim »þekkingu okkar tíma.« Hver
er þessi þekking okkar tíma, og' hvílík er
hún? Hún er mikil og mörg; meiri og' fleiri
en líklega nokkurn tíma fyr. En hún er
allra mest vjelaþekking', þekking í tilbún-
ing'i og meðferð allskyns vjela, þar á með-
al morðvjela, og þekking á náttúrukröft-
unum til þeirra hluta. Hún er líka mikil
þekking og margvísleg á ómetanlegri og'
ómælanlegri blessun eða bölvun vjelanna
og annara uppfinninga, eftir því, sem með
þær er farið; og hún er full vitneskja og
nú reynsla, um óumræðilega eymd og' neyð,
er ýmist er yfirþyrmd eða yfirvofandi,
alstaðar þar, sem »stríð og sundrung
drotnar,« og þar sem hver vill kúg'a ann-
an, án sanngirni og nærgætni, án skiln-
ings og samúðar; og- þar sem mennirnir
metast mjög um veraldargæðin, svo að
einn hrifsar frá öðrum og' hugsar ei um
annað meir, en augnabliks gagn og' gam-
an. En siðferðisþekking og kend, þekking
og- skilningur farsællegs samlífs manna á
meðal, eða góðs og fagurs og gæfuríks
einstaklingslífs, heimilislífs, sveitarlífs og
þjóðlífs er síst almennari, meiri nje sann-
ari nú, á okkar tíma, en verið hefur áður
fyr, heldur jafnvel þvert á móti, svo að
þar verður »börnunum« og öðrum alls ekki
kent nú meira nje þetra en áður. Af
hverju? Af því„ að nú er svo víða, og af
svo mörgum, horfið frá þeim siðferðis-
grundvelli, sem fastur og stöðugur er um
aldir; eða svo víða,, og af svo mörgum,
hætt að byggja á því bjargi, sem ekki
eyðist nje bifast, þótt brimboðar æði um-
hverfis og- skelli á; en aftur farið mjög
127
að bygg'ja á hinni og annari undirstöðu,
sem hreifist til og frá, eða molast í sund-
ur„ þegar á reynir, eins og ónýtur jarð-
vegur, ef jarðskjálfta gerir. En grund-
völlurinn góði og fasti, kletturinn, sem
ekki haggast, það er nú einmitt það, sem
farið er nú að kalla »18 alda gamlan heila-
spuna.« En hví eru þessi fyrn á ferð nú;
og hví er nú alt svo ömurlegt, bæði að
sjá og- heyra, í heimf hjer? í>að er af því.
að heiðindómur og heiðingjar, eða ókristi-
leg' völd, hafa fengið að stjórna heimin-
um eða hafa hæstu völd og ráð yfir lífi
og- lífskjörum þjóðanna svo oft og' lengi;
og- það slæmir og óhygnir heiðingjar, sem
með mannúðarlausu, skilningslausu og'
ranglætisfullu ráðlagi, hafa leitt yfir lönd
og' lýð alt hugsanlegt og nær því óhugs-
an legt böl. Þar af og þar fyrir hafa nú
líka svo margir, meðal margra eða flestra
þjóða, og- nú líka í vörri þjóð, hneykslast,
og látið villast frá sjálfu »hellubjargi
hjálpræðisins«, Jesú Kristi. Frh.
(Jóðir R-rstir. Stjórn sambands kristniboðsfjelag-
anna íslensku hefir boðið heim tveimur Islend-
ingum frá Noregi. Annar þeirra kom fyrir nokkru
og hefir haldið margar samkomur, bæði hjer
syðra og norðanlands. Hann heitir Jóhann Hann-
esson, ættaður úr Grafningi í Árnessýslu, en
stundar nám viö kristniboðsskóla í Stafangri.
Fer hann bráðlega aftur til skólans.
Hinn er sr. Sigurður óskar Þorsteinsson, ætt-
aður úr Hafnarfirði, og er eini Islendingurinn,
sem stundað hefir nám við Safnaðarprestaskól-
ann I Osló. Hann lauk þar náíni vorið 1928, en
vígðist hjá Hognestad biskup I jan. 1929, og
var fyrst aðstoðarprestur í Lindási, rjett hjá
Björgvin, en fjekk prestakall á Bjarkey norður
á Hálogalandi næsta vor, og þjónar þv! kalli
síöan. - Sr. Sigurður kom til lleykjavíkur 8.
þ. m. og verður hjerlendis fram um veturnætur.
Er gjört ráð fyrir, að hann ferðist víða um
land og flytji erindi og ræður, og verður vafa-
laust vel tekið af öllum kristindómsvinum.
Gjaflr afhentar Bjarma 15. 5. 1. 8. þ. á.:
Til krislnikoðs: Sæm. Sigf. 14,40 kr., G. S. 10
kr., G. Br., Ingjaldssandi, 10 kr., Gömul hjón á
Akranesi 25 kr., Börn á Heiðarhúsum 4 kr.,