Bjarmi - 01.09.1932, Side 4
126
BJARMI
rækni, og hjeldu áfram gegn öllu and-
viðri. Ríkissjóður og’ bæjarsjóður neituðu
um styrk, — »sém betur fór,« getum við
bætt við nú, því að þess vegna varð hreyf-
ingin að styðjast alveg við fórnfýsi og
framlög kirkjuvina um land, allt.
Þessi hreyfing er orðin 40 ára nú og
hefir reist yfir 30 kirkjur. Þó eru þessar
mörgu byggingar ekki aðalatriðiði, heldur
safnaðaidífið og sjálfboðastarfið, sem
sprottið hefir um þær í borginni. Kirkju-
.hreyfing þessi verður eflaust talin megin-
atriði í kirkjusögu borgarinna síðasta
mannsaldur.
En hvernig er starfi háttað innan þess-
arar hreyfingar? — Um það ætti jeg að
geta borið, eftir 11 ára prestskap við eina
kirkjuna. —
Reynslan hefir sýnt, bæði í K.höfn og
Stokkhólm, að það er ekki hentast að
byrja starfið, þegar búið var að reisa
kirkjuna. Hitt var miklu áhrifaríkara, að
byrja í smáum stíl og vinna að safnaðar-
málum, meðan kirkjan var »í smíðum.«
Svo var þessu háttað í Friðrikshólmi, í
suðurjaðri K.hafnar, þar sem jeg fjekk
prestsstarf árið 1918. Við byrjuðum í
timburskála, er tók 100 manns, en í sókn-
inni voru 3 til 4 þúsund* og tvöfaldaðist
þó íbúatalan næstu árin. — Segja mætti
margar sögur um harðsnúna andstöðu og
tortryggni gagnvart öllu kristilegu starfi,
fyrst í stað, á mörgum heimilum safnað-
arins. En smám saman lagaðist það allt.
Fyrsta skarðið í múrvegg andstöðunnar
kom meðal æskulýðsins. Við stofnuðum
K.F.U.M. og K.F.U.K. í því skarði og kom-
urnst gagnvegi þaðan. Eldra fólkið vildi
ekkert sinna kirkjumálum sjálft, en átt-
aði sig þó á', að við vildum styðja að gæfu
barna og unglinga. Árum saman komu
trúaðir piltar úr K.F.U.M. til bænafunda
í kirkjunni hvern sunnudagsmorgun kl. 9.
Guðsþjónustan hófst kl. 10 árd. — Svo
komu fleiri skörð í múrvegginn. Hjúkrun-
arfjelug var stofnað og »safnaðarsystir«
gekk til sjúklinganna. Hún hóf starf sitt
í »spönsku veikinni«, og þá opnuðust mörg
heimili. Við gáfum út lítið sunnudags-
blað og bárum það ókeypis á hvert heim-
ili í söfnuðinum. Smám saman komst á
fót safnaðarhjálp. Verkefnin voru nóg,
því að magar fjölskyldur í sókninni bjuggu
við mestu fátækt í smákofum í sumar-
görðunum.
Varð þetta allt til að breyta framkomu
andstæðinganna. Þeir hættu alveg að kalla
ókvæðisorðum á eftir sóknai'prestinum,
þótt hann sæist í hempu úti á götu, og
nú var honum vel fagnað í sumum hús-
um, þar sem áður hafði verið hótað að
hrinda honum niður stigann, er hann kom
með sunnudagsblaðið.
Árið 1920 var »kirkjan« stækkuð. »Safn-
aðarsal« var bætt við hana. »Safnaðar-
kjarninmí*) var fámennur,,en gat þó fórn-
að 2000 kr. og lánað 3 til 4 þús. að auk
til þessarar viðbótar.
Fjórum árum síðar kom ný »viðbót«.
Um það leyti hófst ný alda innan Kirkju-
hreyfingarinnar. Um alla Danmörku hóf-
ust öflug »hjálparsamskot«, til að reisa
eða Ijúka við 20 nýjar kirkjur, sem höfuð-
borgin þurfti. Hverju »amti« var ætlað
sjerstakt hlutverk í því efni. Norður-Sjá-
land »fjekk« kirkjuna okkar. Það þurfti
136 þús. kr. til að reisa sæmilega kirkju
í Friðrikshólm, og á 5 árum komu í g'jöf-
um frá Norður-Sjálandi 133 þúsundir kr.,
en alls söfnðust þessi 5 ár um allt land
1700000 kr., og vantaði þannig ekki mik-
ið á, að mikla takmarkið næðist: »2 mil-
jónir kr. til kirkjubygginga í Kaupmanna-
höfn,« eða »50 aurar fyrir hvert nef.«
Höfuðborgarbúar og allir aðrir, og ekki
síst sveitafólkið,. hjálpuðust þar vel að.
(»Börnin okkar fara í hópum til höfuð-
Ahugafólk safnaðai'mála myndar títl sjer-
stakan fjelagsskap innan safnaðar síns og er
hann oftast nefndur á dönsku »Menighedssam-
fund« eða »Menighedskreds«, en er í reyndinni
kjarni safnaðarins.