Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1932, Síða 9

Bjarmi - 01.09.1932, Síða 9
BJARMI 131 irnir kalla Jahvetrú. Eins og gefur að skilja, þá er þessi fræðigrein »vísincla- leg« eins og allar aðrar fræðigreinir, sem kendar eru í Háskólanum. Þess vegna er það auðvitað, að þegar valin er kenslubók í þessari fræðigrein, þá er hún »í sam- ræmi við- vísindalegar rannsóknir.« Og það er því auðveldara að fá slíka vísinda- lega kenslubók, þar sem úr er að velja bókmentum allra Norðurlandaþjóðanna, Þýskalands og Englands, því að stúdent- arnir geta lesið kenslubækur á ölluim þeim málurn. Það er því vafalausfc, að sú bók, sem fyrir valinui hefir orðið, hefir að á- liti kennarans verið hentugust og gagn- legust — og auðvitað »í samræmi við vís- intialegar rannsóknir.« »Sú útvalda« kensluibók í trúarsögu Is- raels við guðfræðideild Háskóla íslands er þýsk, og höfundur hennar er G. Hölsclier, prófessor í Marburg. Ætla jeg nú að draga fram örfáa drætti úr þessari kenslubók. Hún er um 250 bls. að stærð og sjálfri sjer lík allt til enda. Þessir drættir, sem hjer verða dregnir frarn,, eru aðeins úr einum hluta bókar- innar. Um frásagnir Ritningarinnar um sköp- un heimsins, farast Hölscher þannig orð: Þjóðsögur°) Iiebrea um uppruna heims- ins eru lánsfje frá Kanverjum, en þeir áttu þessar þjóðsögur svo sem hluta af almennri menningu Vestmr-Asíu, sem hafði orðið fyir miklum áhrifum í þessu efni frá Babylon. Ennfremur segir Hölscher: Goðsögurn- ar í I. Mós. 1—11., syndafallið, Kain og' Abel, syndaflóðið, turninn í Babel o. s. frv., eiga rót sína að rekja til gamalla goð- sagna, sem voru almenningseign í Vestur- Asíu, og hliðstæður þeirra má finna hjá Fönikum. Og á bak við þessar goðsögur •) Allar leturbreytingar gerðar af mjer. ísraelsmanna er fjölgyðistrú, (þ. e. Isra- elsmenn trúðu á marga guöi), alveg eins og hjá Fönikum. Á víð og dreif um alt landið voru helgir steinar, sem taldir vora ýroist tákn eða bólstaður guðdómsins, og sennilega hafa þeir einnig verið taldir forfeðnr þjóðarinnar, sbr. Jer. 2, 27. (Sic.!!) Allskonar goðsagnir ófust svo um þessa helgu steina, t. d. himnastiginn í - Betel. Sögurnar um forfeðurna (Abraham, Isak og Jakob) ei'u .helbei'ar þjóðsagnir, seg'ir II. ennfremur. Þeir hafa aldrei ver- io til, nema í heilum þeirra inanna, sem bjuggu til þessar skáldsögur. Að því er snertir þjóðsögurnar um Abraham, sem eru alþýðlegar þjóðsögur, sem borist hafa; frá einni þjóðinni til annarar, þá eru til fullkomlega hliðstæður meðal Grikkja, t. d. þjóðsagan um Hyrieus og fæðingu Ori- ons. Hliðstæða þjóðsögunnar um fórnfær- ing Isaks er þjóðsaga Fönikanna um El. Jósep er helber æfintýrapersóna — hann hefir al!drei verið til. Sama er að segja um Lot. Hreinn goðsagnarblær er á frásögninni um Jósúa. Allt sem sagt er um Debóru, Rakel, Leu og Rebekku eru ósviknar goðsagnir. Æfintýraskáldskapur á að hafa staðið með iniklum blóma um þessar mundir. Æfintýrin voru auðvitað mjög margbreyti- leg, en efnið furðu einlitt. Það er t. d. mjög algengfc segir H., að búa æfintýrið um það, að einhver ófreskja g'leypi t. d. sólina eða tunglið, ýmsum öðrum búning- um. Af þeim rótum á t. d. »æfintýrið« um hvalinn, sem gleypti Jónas, að vera runnið (!!). Æfintýrið, sem segir frá því, að sólin og' tunglið séu ósáttir bræður, kemur fram í ýmsum öðrum búningum, t. d., »æfintýrin« um Jakob og Esaú, Kain og Abel. Sama er að segja um æfintýrin um það, að menn stígi upp til himna eða að himneskar verur komi niður til jarð- arinnar, t. d. Elía uppnuminn, draumur

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.