Bjarmi - 15.10.1932, Síða 1
SB' H Él M ILISB LA €>
XXVI. árg.
15. október 1932.
20. tbl.
Frámmi fyrir augliti Guðs.
Fáir stjórnmálamenn, norskir, hafa get-
ið sjer meira álits á síðari árum, en Lars
Oftedal, ráðherrann, sem nú er dáinn fyr-
ir nokkru. Mikið orð fór af honum, sem
ritstjóra, enda mun blað hans (Stavangei-
Aftenblad) hafa verið með á.hrifamestu
blöðum landsins. í ráðherrastóli hlaut hann
almannalof, en það er fátítt um menn,
sem áræða sjer út í gerningaveður stjórn-
málanna.
Á dánarbeði snerist L. 0. til lifandi
trúar. Tilgangur þessa greinarkorns er,
að segja frá því, einhVerjum heima til
vitnisburðar. Er hjer farið eftir frásögn
sálusorgara hans.
Hann var nógu mikið mikilmenni til
þess, að auömýkja sig fyrir Ouði. Ilann
varð fátækur í anda og tók leiðbeiningum
biblíunnar í sáluhjálparefnum. Ilann trúði
eins og barn, og honum var unun að hlýða
á. frásagnir guðspjallanna einkanlega.
Um manninn, sem skuldaði tíu þúsund
talentu-r, en varpaði sjer fyrir fætur kon-
ungsiins og hað um miskunn, af því að
hann hafði ekkert til að borga með, sag'ði
Oftedal: »Já, þetta á við mig, og jeg vil
taka á móti allri þeirri miskunn, sem mjer
er veitt.« Um þá„ sem boðið er að kaupa
án endurgjalds, og rjettlætast sakir náð-
ar, sag'ði hann: »Er mögulegt, að náðin
sje svo takmarkalaus; gagnvart Guði er
jeg fátækur og nakinn eins og nál.«
Um kindina, sem smalinn týndi en fann
aftur, sagði hann: »Þetta stend.ur þá svona,
að hann fann hana og lagði hana á herð-
ar sjer? Jæja, jeg ligg hjer og bíð ósjálf-
bjarga eftir góða .hirðinum.« Og' er hann
heyrði um þjónana, sem voru sendir út til
að færa fátæka og vanheila og blinda og
halta inn til brúðkaups konu-ngssonarins,
sagði hann: »Já, þökk, Drottinn, að þú
véitir mjer viðtöku eins og jeg er!«
Hann kvartaði yfir að hann væri ekki
nógu bænheitur. Honum var svarað: »Til
hvers þarft þú að vera bænheitur? Þú
þarft ekki að blíðka Guð, því hann er góð-
ur. Þú þarft ekkert annað en að segja
honum vandkvæði þín. Það þarf enga grát-
beiðni, til að barninu geti liðið vel í móð-
urörmum.« — »Þökk, að þú sagðir mjer
þetta,« svaraði hann. »Svo er þá allt und-
ir því komið, að jeg hvíli ósjálfbjarga í
faðmi frelsarans, en ekki tárum mínum.x
Einu sinni segir hann: »Það er stór-
viðri í dag. Jeg vildi svo gjárna geta fal-
ið frelsaranum mig og rnína, skilyrðis-
laust, en er svo fjarska fátækur af gleði
eða öryggi.« Honum var þá svarað: »Við
höfðum einu sinni samkomui um borð á
skipi úti á rúmsjó. Ræðumaðurinn komst