Bjarmi - 15.10.1932, Síða 5
BJARMI
157
fullyrðingar? Eru þær ekki nokkuð rúss-
neskar?
Aldrei hafa fleiri sjálfboðaliðar flestra
þjóða veraldar skipað sjer undir merki
krossins, en á yorujm dögum, — ekki til
þess að leita »umbunar vesalmenskunnar«,
held.ur til fórnfúsra framkvæmda við ótal
góð málefni. Vonandi er ekki þagað um
það á alþýðuskólum vorum.
Mentun er góð, en fylgi henni sjálfbyrg-
ingsskapur og vantrú, skapar hún enga
sanna menning, en fær »Starkaði gamla«,
sem vel er ritað um í Ársritinu, hættuleg
vopn.
Ilitt er vel mælt, sem Þóroddur Guð-
mundsson ritar í erindinu: »Norra;nt lýð-
háskólamót«: »Það er þungamiðjan fyrir
starf skólanna, að bjarga sálinni, marka
línur milli þess lífs, sem heilbrigt er og
göfugt og þess, er lætur einstaklingseðlið
hverfa í hafið.«
En þá bjargast sálir manna best og
njóta einstaklingseðlis síns mest, er þeir
ganga í æsku undir merki Krists og bregð-
ast því aldrei. Gæfa va;ri landi og þjóð,
ef unglingaskólakennararnir væru sam-
hentir í þeim efnum. Hitt væri hættulegt
átumein, ef vantrúin slekkur þar trúar-
neístana, sem unglingarnir kunna að koma
með að heiman. Spilling ljettúðar og óhlut-
vendni fylgir henni, og þá er ógæfan vís
en eng'in »himnesk Paradis á jörðu,«
Sannkristinn æskulýður! Það ætti að
vera takmark unglingskólanna, og þá væri
bjart fram undan.
Prestafjelagsritið, 14. árg. (208 bls.),
flytur að vanda, mörg læsileg erindi. Efnis-
yfirlitið er í 38 liðum og mái þar sjerstak-
lega nefna:
Starfshættir kirkjunnar, Blindir menn
og Blindravinafjelag Islands, Prestafje-
lag'ið, allt eftir ritstjórann, S. P. Sívert-
sen. Nathan Södei'blom, Frá samvinnu-
nefnd Prestafjelagsins, Barnaheimilisstarf
þjóðkirkjunnar, allt eftir Ásmund Guð-
mundsson, Kristindómur og' göðsagnir
(Magnús Jónsson), Kirkjan og líknarstörf-
in (Guðrún Lárusdóttir), Árni prófastur
Björnsson (dr. J. Helgason), Kirkjan og'
börnin (sr. Þórður Ölafsson), Kirkjan og
kirkjusiðir í Borgarfirði fyrir 60 árum
(Kristleifur Þorsteinsson), Otvarpið og
kirkjan (sr. Jakob Jónsson), Bergkonan
við Ásbyrgi (sr. Knútur Arngrímsson),
Æskulýður nútímans og lífsskoðun Jesú
Krists (sr. Öskar Þorláksson), Ecclesia
orans (sr. Jón Auðuns), Tryggingar (sr.
Ingimar Jónsson), Mælir Kristur gegn
gleðinni (sr. Gunnai- Árnason), Veldur trú-
in geðveiki? Trúarhæfileiki manna, Heili
og sál, Langvinn sálsýki frá sjónarmiði
trúarinnar, ’ allt eftir dr. med. Schou.
Ennfremur 3 sálmar, 4 sálmalög' o. fl.
Af öllu þessu má sitthvað læra, þótt
ritstj. Bjarma sje því ekki öllu samþykk-
ur; en ekki er rúm til að ræða það í þetta
sinn. En benda má á, að greinarnar þýddu,
eftir danska lækninn Schou, eru ágætar,
og flytja um leið alveg- nýtt efni í ísl.
trúmálahugleiðingum, eins og fyrirsagn-
irnar benda til.
Eftirtektarverð eru ummæli sr. Knúts
Arngrímssonar um kirkjuræður og' kirkju-
sókn. En hann hefir, eins og kunnugt er,
slept prestsembætti á Húsavík og er orð-
inn kennari í Rvík. Sr. Kn. A. skrifar svo,
á bls. 131:
»Lofgjörð kristinna manna er í litlum
metum hjá miklum fjölda manna. Þess
eru næsta mörg dæmi, að menn sýni kirkju
sinni enga rækt, nema þar sje á boðstól-
um eitthvað, sem ekki er trúarlegs eðlis.
Prjedikanirnar í guðsþjónustum kirkn-
anna, sem frá sjónarmiði trúhneigðra
manna eru aðeins ein grein guðsþjónust-
unnar, hafa færst í þá átt, að vera aðal-
atriði hennar í meðvitund margra. En af
því hefii' leitt, að þátttakan í lofgjörð og
bæn kemur ekki til greina hjá miklum
þorra kirkjufólks. Og' jafnhliða hinni ó-
eðlilegui áherslu, sem lögð er á prjedikan-