Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.10.1932, Blaðsíða 8

Bjarmi - 15.10.1932, Blaðsíða 8
160 BJARMI þessi, bnk að vekja þá spurningu: Hvað mundi Kristur segja við.mig, ef hann œtti tal við mig í dag?'< Hvorttveggja er holt íhugunarrfni. Tíinimt flytur 8. ]>. m. skammagrein alveg til- efnislaust í minn garð, merkta x, en auðsjáan- lega komna úr sömu »verksmiðjunni og noldrið og ónotin, sem Tíminn hefir flutt við og við í garð >Ashjónanna« síðan um síðasta landkjör. Þessari grein býst jeg við að svara í Morg- unblaðinu, en bendi lesendum Bjarma á aðal- ósannindin í henni. 1. Þótt jeg og margir með. mjer sjái ^veldi satans« í andastefnu þeirri, er smíðar níð og tilefnislausar skammagreinar, þá er hitt ósatt, eins og lesendur Bjarma vita, að »kjarni« trú- málastefnu minnar sje »eilíf útskúfun« og »til- bærilegar lýsingar á kvalastaðnum.« 2. Þaö er ósatt, að »danskir heimatrúboðs- menn leggi mjer fje, fram á þenna dag.« Þeir hættu því árið 1929. 3. Það er ósannanleg ágiskun, »að enginn söfn- uður hafi viljað mig fyrir prest,« enda þótt jeg hafi þrisvar orðið i minni hluta viö prests- kosningar, þvi að oftar hefi jeg ekki verið í kjöri við þær kosningar. Jeg taldi það skyldu, mína, að bjóðast til að verða prestur, en varð feginn, er því var hafnað, sá betur og betur, að áhrif af störfum mín- um yrðu meiri, ef jeg væri óháður leikmaður. 4. Það er ósatt, að jeg sje eða hafi verið »kosn- ingasmali íhaldsins,« eða nokkurs stjórnmála- flokks. 5. Það er ósatt, að heimatrúboðið hafi átt nokkurn þátt í því, beinlínis eða óbeinlínis, að sr. Knútur Arngrímsson sagði lausu Húsavíkur- brauði og fluttist hingað suður. Allt sem Tíma- greinin segir um það efni er ranghermi. Húsvíkingar tóku okkur sr. Oktavíus Thor- lákssyni ágætlega í fyrra sumar, er við töluð- um þar í kirkjunni, og sama er að segja um fyrsta »heimatrúboðsprestinn«, sem þangað kom nýverið að minni tilhlutun. Sr. Sigurður Þor- steinsson hjelt þar einar 3 samkomur og ljet hið besta yfir viðtökunum. >Sr. Slgurðui' Þorstelnsson er nýkominn til Reykjavíkur úr nál. tveggja mánaða ferðalagi á vegum Kristniboðssambandsins. Fór hann fyrst um Vestfirði alla frá Bíldudal til ísa- fjarðar. Var á prestafundinum í Bolungarvik. - För frá ísafirði um Arngerðareyri til Hólma- víkur, þaðan til Hvammstanga og Blönduóss. Var þar á hjeraðsíundi. — Frá Blönduós fór hann um Sauðárkrók að Hóluni í Hjaltadal og þaöan um Hofsós, Barð, Haganesvík, Siglufjörð, Daívík og' Hrísey til Akureyrar. Var nokkia d. ga á Akureyri, fór til Húsavtkur og svo til baka landveg suður, —- og hefii síðan farið til Grinda- víkur og Keflavíkur o. v. hjer I grendinni. Flesta sunnudaga hefir hann tvisvar messað og.haldið auk þess 2 til 4 samkomur í fiestum kauptúnuin, ]iar sem hann kom. Prestar og márgir aðrir tóku honum prýði- lega. Fluttu ýmsir pi-estar hann á hestum yfir fjöll eös aðra langa vegu, sluðluðu að því, að safnaðarfólk sa;kti samkomurnar og að förin yiði yfirieitt hin besta. Þökk sje þeim fyrir það frá öllum oss, sem að baki stóðu, til stuðnings fyrsta feiðaprest- inum, sem kristniboðsfjelögin ísl. .hafa sent í heimatrúboösför. Dngskrá sókiinriiefiidaíuiHlarins frá þvl sem ráðgjört var í septemberblaðinu, og er nú orðin á þessa leið: Mánud. 17. október: Kl. 2 e. h.: Guðsþjónusta í fríkirkjunni. Sr. Garðar Þorsteinsson þjónar fyrir altari, en sr. Eiríkur Brynjólfsson prjedikar. 4: Fundur settur í húsi K.F.U.M. 5- 7: Trúmálahorfur (S. A. Gíslason). - 8j/2 : Sr. Siguröur Þorsteinsson, frá Bjark- ey, flytur erindi í fríkirkjunni um æsku- lýðsstarfsemi f Noregi. Þriðjud. 18. október: Kl. 9'4 árd.: Morgunbrenir. - 10 —12: Starfið meðal sjómanna (Jóh. Sig- urðsson. 3- 5 siðd.: Helgidagamálið (sr. Ingimar Jónsson). 5 6 síðd.: Um altarisgöngur (sr. Bjarni Jónsson). 6: Gengið til altaris. 8‘4: Erindi í frikirkjunni (sr. Bjarni Jónsson). Miðvikud. 19. október: Kl. 9)4: Morgunbænir. 10 12: Kristniboð (sr. Sig. Þorsteinss.). 3 -6: Kristindómsfrœðslan (skólastjóri Freysteinn Gunnarsson). - 6 7: Önnur mál. 8: Kveðjusamsæti í húsi K.F.U.M. Væntanlega fjölmenna kristindómsvinir i Reykjavík. Málefnin eru mörg og stór og aldrei fremur ilstœða en nú, til að tak höndum saman um þau. Útgefandi: S. Á. Gislason. Prentsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.