Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.07.1933, Blaðsíða 3

Bjarmi - 15.07.1933, Blaðsíða 3
BJARMI 107 hádeg'i: Samband ytra og innra tríiboðs (Steingr. Bened.) og Framtiðarstarfiö (S. Á. G.) Urðu miklar umræður um bæði erindin og hjeldu þær áfram eftir kl. 2. Sýndu þær áhuga og samhug um að gjöra allt, sem unnt væri til að efla vöxt Guðs- ríkis, bæði heima og heiman. Sr. Fr. Friðriksson, framkvæmdastjóri K. F. U. M., kom um þetta leyti á fundinn, þá nýkominn frá Danmörku, sagði hann ýmsar frjettir og flutti kveðjur. Lýst var framkomnum tillögum, og síðan setst að kaffidrykkju. Voru þá marg- ar ræður fluttar og mikið sungið. Stjórnarkosning fór fram á eftir. Gengu 4 úr stjórn, og þessi kosin í þeirra stað: Valgeir Skagfjörð kand. theol. (14), Hró- bjartur Árnason kaupm. (11), Sigurjón -Jónsson bóksali (11), allir í Reykjavík, . og frú Helga Þorkelsdóttir, Hafnarfirði (8), en í varastjórn sr. Sigurjón Árnason, Vestm.eyjum, og frú Gíslína Friðriksdóttir, Akureyri. — Kyrr sátu í aðalstjórn: Frk. Halldóra Einarsdóttir, Hafnarfirði, frú Rokstað, Bjarmalandi og Sigurbjörn Á. Gíslason, og í varastjórn: Frú Bentína Hallgrímsson, Reykjavík. Þá voru ræddar tillögur og samþykktar á þessa leið: 1. Sambandsþing Kristniboðsfjelaga l,s- lands samþykkir að skora á fulltrúa sína og- fjelaga í sambandinu að beita sjer af alefli fyrir því, að trúað fólk bæði i kaup- stöðum og sveitum landsins sameinist um að útbreiða og styrkja þann kristilega blaða- og bókakost, sem við þegar eigum í landinu innan kii'kjunnar. 2. Sambandsþing Kristniboðsfjelaga Is- lands telur nauðsynlegt, að stjórn sam- bandsins gjöri allt sem unnt er til að halda uppi sem tíðastri og reglubundnastri ferðapredikunarstarfsemi í samvinnu vió fjelögin, hvert á sínum stað. 3. Sambandsþing Kristniboðsfjelaga Is- lands samþykkir að fela fulltrúum sínum að gangast fyrir því, hver heima í sínu fjelagi, að safnað verði undirskriftum undir áskorun til Útvarpsráðs um að það taki inn á dagskrá sína sem fastan lið biblíufyrirlestra, sem stjórn sambands ís- lenskra kristniboðsfjelaga sjái um. Til þessa sje ætluð ein kl.st. á ákveðnum degi á hálfs mánaðar fresti. 4. Sambandsþingið felur stjórn sinni að semja við eiganda blaðsins »Bjarmi« um fast og ákveðið rúm í blaðinu fyrir áhugamál sambandsins og kristniboðsmál- in yfirleitt. Þinginu var slitið kl. 6 síðd. Um kvöldið var sameiginleg altarisganga í dómkirkj- unni. Óhætt mun að segja, að eindrægni og áhugi hafi haldist í hendur til að gjöra þessa þingdaga veruleg'a ánægjulega. ------------ Barnasamkomur. Síðustu árin fjölgar þeim hjerlendis, sem langar til að hefja kristileg't starf meðal barnanna. Þeim blöskrar hvað marg- ar guðleysis- og spillingarraddir berast til þeirra. En hvernig á maður að byrja? Hver eru aðalskilyrðin til þess, að jeg geti haldið kristilegar samkomur eða sunnudagaskóla fyrir börn? spyrja þeir oft. Aðalskilyrðið er, að þú getir sagt börn- unum frá kærleika Iírists af eigin reynslu og sjert viss um að Drottinn vilji að þú byrjir á slíku starfi, — og um það verður þú að eiga við Guð og' samvisku þína í einrúmi. Næsta skilyrðið er, aö þú hafir lag á að umgangast börn og þyki vænt um þau. 1 þriðja lagi útvegar þú þjer bækur og blöð, með kristilegum smásögum, til að hafa nóg að segja frá, og leitar frekari leiðbeininga, munnlega eða brjeflega, hjá

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.