Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.07.1933, Blaðsíða 4

Bjarmi - 15.07.1933, Blaðsíða 4
108 BJARMI þeim, sem meiri starfsreynslu eiga í þess- um efnum. I 4. lagi leitar þú fyrir þjer um sam- vinnu eða aðstoð. Ef þú ert ósöngvinn, þarftu að fá einhvern þar til hjálpar. Söngur er lífsskilyrði í þessu starfi. I 5. lagi er að fá sjer hentugt húsnæði. Mun það oftast auðsótt, því að flestum foreldrum þykir vænt um að börnunum sje leiðbeint til Frelsarans. Víða er hægt að fá kirkju eða eitthvert fundarhús ó- keypis, ef vel er byrjað. Svo er að byrja, 1 Jesú nafni, fullviss þess, að hann sje með í verki. — — En börnin sjálf, hvað segja þau um þetta? Munduð þið ekki vilja koma þang- að, sem ykkur væri sagt frá Jesú og ýms- um lærisveinum hans, ungum og gömlum, fyr og síðar, og þar sem þið lærðuð að syngja fagra barnasálma? — Jeg vona, að þið játið því og viljið vera í stóra hópn- um, sem safnast saman hvern helgan dag í öllum löndum, til að syngja Guði lof- söngva. Væri það ekki heillaráð, að prestar helguðu börnunum alveg sjerstaklega ein- hvern messudag í haust, áður en illviðrin loka þau inni, — og hjeldu fund á eftir messu með alvörugefnum foreldrum og trúuðu fólki, ef nokkuð fyrirfinnst af því í sókninni, til að ræða um hvað g'jöra má fyrir börnin í þessum efnum? Lesendur eru beðnir að athuga þetta og tala um það við þá, sem þeir treysta til kristilegs samstarfs. S. G. — — Þar eð ætla má, að allverulegur hópur söngmanna og ræðumanna fari landveg norður til trúboðsþingsins á Akureyri næsta vor, líkl. um miðjan júní, — þá væri æskilegt, að prestar og aðrir vinir starfsins nálægt þeim þjóðvegi, gjöri í tlma ráðstafanir til að hagnýta sem best þá gestakomu til fundarhalda, og láti ritstjóra Bjarma vita um óskir sínar í því efni komandi vetur. S. ú, K, B. F. Allir munu vera sammála um það, að nauðsyn beri til að gjöra eitthvað til að stemma stigu fyrir því flóði af óþverra- bókmenntum, sem flætt hefir yfir land vort nú síðustu árin. Vjer getum ekki treyst því opinbera, því að reynslan sýnir, að þing og stjórn verðlapnar þá menn meo mörgum þúsundum króna árlega, sem hafa verið fremstir í flokki að byrla þetta þjóð- fjelagseitur. Og ekki er hætt við, að því opinbera blöskri, eða að það taki í taum- ana, þótt guðlasti og svívirðingum um hin helgustu mál trúaðra manna sje dreift út. Blöð og bækur guðlastaranna eru ekki gjörðar upptækar, nema þá því aðeins, að í þeim sjeu pólitísk meiðyrði. Þá þykir á- stæða til að skerpa eftirlitið. Vegna þess, að ástandið meðal þjóðar vorrar er þannig, þá verða þeir, sem sjá alvöru þessa máls, að standa fast saman um þá viðleitni, sem gjörð er til að vinna á móti þessu. K. B. F. merkir: Kristilegt bókmennta- fjelag. Það var stofnað 16. febrúar 1932, og komu fyrstu ársbækur þess út í nóvem- ber s.l. Ársbækur þessa árs koma innan skamms. Það er tilgangur fjelagsins að vinna kristni lands vors gagn, með því að gefa út góðar, kristilegar bækur. En því markmiði verður því aðeins náð, að allir, sem skilja nauðsyn málsins, sam- einist undir merki fjelagsins. Árgjaldið er aðeins tíu krónur, og fyrir þá peninga fá menn ársbækur fjelagsins, auk þess, að þeir hafa þá um leið styrkt nauðsynlegt málefni. Á aðalfundi fjelagsins í sumar var á- kveðið, að nýir meðlimir skyldu fá síðustu ársbækur fyrir hálfvirði — aðeins fimrn krónur. Utanáskrift fjelagsins er: Kristi- legt bókmenntafjelag, Pósthólf 12, Reykja- vík. Ef þú heíir komið auga á þá hættn,

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.