Bjarmi

Volume

Bjarmi - 15.07.1933, Page 8

Bjarmi - 15.07.1933, Page 8
112 B J ARMI en sá, sem hann sjálfur hefir opnað okkur með sáttargjörðinni og endurlausninni í Jesú. Einmitt þetta er hinn óviðjafnan- legi boðskapur guðspjallanna, að Guð kem- ur til okkar að fyrra bragði og án tilverkn- aðar okkar og býður okkur sátt. Hann hefir af einskærri náð brúað djúpið á milli sín og mannanna, hann hefir vitjað okkar, sem með engu móti gátum nálgast hann. — Petta er leyndardómur guðs- opinberunarinnar og friðþægingarinnar. Fagnaðarerindið neitar þeim möguleika, að við getum að nokkru leyti bjargast upp á eigin spýtur í sáluhjálparefnum. Því aðeins er Guð Guð vor, að hann hjálpi og verði okkur allt í öllu. 1 þessu er aðal- munur kristindómsins og allra trúarbragða annara fólginn. öll önnur trúarbrögð byggja frelsunina á mannaverkum, eigin rammleik, verkarjettlæti, án breytingar á persónulegri afstöðu til Guðs. Og í þeirri villu vaða guðspekingar, andatrúarmenn flestir og skynsemitrúarmenn. En í fagn- aðarerindinu hefir Guð opnað okkur allt aðra leið, að verða hólpnir af náð fyrir trú. »Fyrir því er það af trú,til þess að það sje af náð.« »Án Guðs náðar er allt vort traust óstöðugt, veikt og hjálparlaust.« Fyrsta sporið til þess að eignast lífið 1 Guði og verða sáluhólpinn er einmitt ao hætta að treysta sjálfum sjer, en leita ásjár hjá Guði. Við eigum enga heimtingu á fyrirgefningu. Sjálf getum við ekkert gjört til þess að bæta fyrir brot umliðinna æfiára nje breyta syndum spilltu eðli okkar. Faríseinn gætti þess ekki, að í helgi- dómi drottins er alls ekki að því spurt, hverjar kröfur við gjörum til annara manna, og að þar hjaðnar sjálfsálit og hroki, og hverfur eins og skuggi fyrir sól. En hann gjörði sig sekan í því hvoru tveggja, fyrst að leggja mat á gjörðir sín- ar sjálfur, sem hann hefði þó átt að vita, að Drottni einum bar, og því næst nota rangan mælikvarða, nefnilega dæmi ann- ara. Hann þakkar Guði fyrir, að hann er ekki eins óg þessi tollheimtumaður, en gæt- ir þess ekki, að hjer standa allir á jafn- sljettu, og að hjer gildir ekki annað mál, en það, sem Drottinn mælir með. Drottinn lítur á hjörtun; þá hverfa ytri yfirburðir og er best að »hver einn gái að sjálfum sjer«; þá verða menn náðarþurfa og fá næg bæna efni; þá verður mönnum ósjálf- rátt að segja með Hallgrími Pjeturssyni: »Allt hefi jeg, Drottinn, illa gert, allt það að bæta þú kominn ert.« Því hefir bæn tollheimtumannsins orðið ótal mörgum til blessunar, að hann kann- aðist í auðmýkt við syndir sínar fyrir Guði, og byggði traust sitt eingöngu á óverð- skuldaðri náð hans. Berum ekki við að treysta eigin verð- leikum, við höfum engu fremur ástæðu til þess, en ræninginn á krossinum. En kom- um til Guðs í Jesú nafni, alveg eins og við erum, því náð hans nægir. »Á bjargi föstu byggir sá, er byggir Drottins miskunn á.« Öl. Ól. kristniboði. -----•><£><•-- Hvaðanæfa. Sra Oktaríus Thorláksson kristniboði skrifar frá Japan í vor sem leið (22. júni), að hann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum, er hann kom aftur til Japan, að þvi er snerti kristilegan þroska safnaðanna í Kobe og starfið hafi verið ærið erfitt síðan. Oft minnist þau hjónin Is- landsdvalar sinnar sumarið 1931, og þegar þau spyrji börnin, hvar þeim hafi þótt skemmtilegast erlendis, segi þau jafnan tafarlaust: »Lang- mest gaman að ferðast á íslandi.« — Pau biðja öll Bjarma að flytja kærar kveðjur til allra vina sinna og málkunningja á Islandi. Áritun þeirra er: Rev. S. 6. Thorláksson, 33 Kamitsu- tsui, 7-Chome, Kobe, Japan. Ritstjóri: S. A. Qíslason PRENTSMIÐJA JöNS HELGASONAR

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.