Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.04.1934, Blaðsíða 2

Bjarmi - 15.04.1934, Blaðsíða 2
56 BJARMI leg’t, að slíkt vígi (gegn hinni útlendu af- neitunarguðfræði) var síðast reist innan stúdentahreyfingarinnar, þar sein fyrir var stórt og voldugt fjelag: Norske studentefs kristelige forbund. Par hafði allt kristi- legt starf meðal stúdenta átt sín upptök síðan 1899, þar höfðu Mott og Wilder haldið hinar eldheitu ræður sínar til norskra stúdenta um »full surrender« (al- gert afturhvarf). Petta fjelag stóð fyrir sumarfundunum, það hafði sambandið við alþjóðahreyfinguna í sínum höndum, það hafði haft forgöngu í mörgum umfangs- miklum og mikilvægum framkvæmdum, eins og t. d. hjálparstarfseminni 1920 til hjálpar nauðstöddum stúdentum í Mið-Evr- ópu og fjársöfnuninni til starfsemi Nans- ens í Litlu-Asíu 1923. Gamla fjelagið hafði allt. Og þó var margt, sem hlaut að hafa óþægileg áhrif á trúaða stúdenta. Allur andinn í fjelaginu var svo ólíkur því, sem þeir áttu að venjast í öðrum kristilegum fjelögum.— -— — Og þar á ofan hættisc svo það, sem var enn verra, að ráðandi nrenn innan fjelagsins voru aldamótaguð- fræðingar. Samvinna við þá gat ekki hafl annað eða meira í för með sjer en »fjör- ugar umræður meðan vindlingarnir glóðu«, eins og einn stúdentanna komst að orði í »Stúdentablaðinu«. Þeir voru því margir, sem fundu þrá hjá sjer eftir einhverju meiru. Og árið 1919 var skipuð nefnd til að koma á fót sumarfundi fyrir nemendur Kristilega menntaskólans. Pað varð þó ekki úr fram- kvæmdum það sinn, vegna ýmsra erfið- leika. En 2—6. júlí 1921 var haldinn sum- arfundur á Haugetun-æskulýðsskóla »fyrir fyrverandi og núverandi nemendur Kristi- lega mentaskólans«. Var dagskrá fundar- ins samin með það eitt fyrir augum, að þátttakendurnir gætu sjeð krossinn — og valið. Ræðumenn voru meðal annars próf. dr. Hallesby, sra Joh. Wislöff, rektor H, Hoeg o. fl. Árangurinn af þessum fundi var svo góður, að næsta sumar, 1922, var haldið Norrænt mót fyrir stúdenta og menntaskólanemendur á biblíulegurn grundvelli<í. Pá tóku 50 sænskir stúdentar þátt í fundinum. Síðan hafa þessi nor- rænu mót verið haldin á hverju sumri, til skiftis í Noregi, Svíþjóð og' Finnlandi, og' aðsóknin hefir farið stöðugt vaxandi, svo þátttakendur hafa verið 500 -600. Pað eru ekki skemmtanir og heldur ekki íþróttir, sem draga háskóla-æskuna að þessum mót- um; þar er ekkert á boðstólnum, nema orö krossins, hoðskapurinn um synd og náð. Og margar hungraðar sálir hafa fengið saðningu. Hópurinn varð sífellt stærri, sem hafði öðlast trúna á krossinn á þessum sumar- fundum, og nú vaknaði sú spurning hjá þeim: hvers vegna getum vjer ekki einnig í kristilega stúdentastarfinu í Oslo safn- ast saman á uppbyggilegum grundvelli, hvers vegna getum vjer ekki einnig með- an vjer erum við námið í háskÖlanum ein- beitt huganum að því eina nauðsynlega? Og svo kom úrslitastundin. Pað var ekki aðeins þessi hópur sem fann, að ástandið var óþolandi eins og það var. Aldamóta- guðfræðingarnir voru einnig- mjög óánægð- ir. Og' frá beggja hálfu komu fram kröf- ur um »hreinar línur«. Allar samkomulags- tilraunir misheppnuðust, og' haustið 1923 rann úrslitastundin upp. Biblíutrúarmenn innan fjelagsins gerðu þá lokatilraun til að endurbæta það samkvæmt sinni stefnu, og þegar kjósa átti formann, fengu þeir próf. dr. Hallesby til að vera frambjóðandi þeirra. Hinir svöruðu þá með því að gera dr. Kristian Schjelderup að sínum fram- bjóðanda, en hann er róttækasti aldamóta- guðfræðingurinn, sem Noregur hefir eign- ast. Orslitin voru þau, að Schjelderup var kosinn með eins atkvæðis meiri hluta. Þá sögðu Biblíutrúarmenn sig úr fjelag- inu, og 12. mars 1924 stofnuðu þeir svo nýtt fjelag, sem þeir kölluðu: »Norges kristelige studentlag«. 1 lögum fjelagsins

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.