Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.04.1934, Blaðsíða 4

Bjarmi - 15.04.1934, Blaðsíða 4
58 BJARMI Á öllum tímum verða kirkjunnar kenni- menn að vera vakandi og ákveðnir, segja óhikað til syndanna, með það sem þeim finnst afvegaleiðandi fara, — tel jeg þá fyrsta hjer vestanhafs, sr. Jóhann Bjarna- son á Gimli og sr. B. B. Johnsson D. D. í Winnipeg. Að því sem sjest hefir að heiman, mun helgihald vera þar orðið lágt í sessi, þá þingkosningar hafa farið fram á stórhátíð, má nærri geta um smærri störf, (að und- anskildum nauðsynjaverkum), sem ekki verður hjá komist. — Hvað viðvíkur ýmsum óaldarflokkum hjer, innan landmæra Canada, stinga þeir furðu lítið upp höfði, þá saman er borið, öll hin mörgu þjóðarbrot sem þar eru sam- an komin, enda er ströng gæsla höfð á öllu þesskonar. Nýlega hefir Hon. W. J, Major, dómstjóri Manitobafylkis, gefið út aðvörun til byltingarmanna, að fara var- lega á komandi tíð. — Pað ætti, og mætti vera hægt á landi, sem er ekki stærra en ísland er, að halda byltingarófreskjunni, (bæði í veraldlegum og andlegum málum), í skefjum, ef þing og þjóð leggðust á eitt með lagaákvæðum, og ströngum starfandi áhuga. — Það yrði landi og lýð til blessunar. — Með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða. — Alúðarþakkir fyrir nýjárshugleiðingarn- ar, við byrjun þessa árs, — þar voru orð í tíma töluð. — Með bestu óskum til yðar og »Bjarma«. 8.-3. 1934. B. J. Hornfjörð. Árborg, Man. Klrkclexikon for Norden. Sú bók hóf göngu sina rjett fyrir aldamótin og hefir verið i 30 ár að koma út. Fjöldi fræðimanna á Norðurlönd- um unnu að bókinni og er hún ómissandi fræðirit prestum og öðrum þeim, sem unna kirkjulegum fróðleik. Bindin eru 4 (854X916X870 V1057 bls.) og kosta ób. alls nú einar 20 kr. (áður 69 kr.), en 1 vönduðu bandi 66 kr. (áður 108 kr.). Minningarorð. Þegar jeg dvaldi vestan hafs sumjirið 1918 kynntist jeg mörgum Islendingum, sem unnu Bjarma og málefnum hans af alhug. Ýmsir þeirra eru horfnir nú út yfir hafið mikla, en ljúfl og skylt er að mjnnast þeirra meðan má. Framarlega I þeim hóp votu þær systur Rut Sölvason og Þórunn Jénasson, sem þá dvöldu báðar á Gimli í Manitoba. Frú Rut Sölvason andaðist 1929, 85 ára að aldri, en frú Þórunn Jónasson andaðist 15. desember s. 1. að heimili dóttur sinnar, frú Sigurjónu Hal- vorson i Regina Sask. Hún var fædd 11. okt. 1853 i Kolgröf í Skaga- \' ' Frú Þórunn Jónasson. firði. Foreldrar hennar voru Magnús Andrjesson, síðar bóndi ú Steiná í Svartárdal og kona hans Rannveig Guðmundsdóttir frá Mælifellsá. Syst- kini hennar voru 11, öll dáin nú, voru í þeim hóp: Sra Jón íyrrum prestur á Mælifelli og Ríp d. 1929, Konráð bóndi á Syðra-Vatni d. 1910 og Ingibjörg, gift Stefáni Magnússyni á Flugu í Vatnsdal, dáin fyrir fám árum. Þórunn Magnúsdóttir var tvígift. Fyrri mað- ur hennar var Jón Þorsteinsson frá Gilhaga, missti hún hann eftir 5 ára hjónaband, Þau áttu 3 börn og lifir eitt, Magnús bóndi i grend við Gulllake Sask. Siðari maður hennar var Bjarni Jónasson frá Asi í Vatnsdal (f 1930). Þau eignuðust 5 börn, og lifa þær 3 systur. Sigurlaug gift H. Hochett bónda í grend viö Shannavon, Sask. Rannveig’,

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.