Bjarmi - 15.06.1934, Blaðsíða 1
XXVIII. á
arg.
Reykjavík, 15. júní 1934.
12. tbl.
Hvítasunnudagur 1934.
CJ
Hæða eftir síra Halldór Jónsson á Reynivttllum.
Lof og dýrð sje þjer, Drottinn, fyrir hinn gleði-
leo-a boðskap þessarar hátiðar, fyrir heilagan
anda þinn, er þú vilt gefa oss öllum. Gef oss
°ð veita anda þínum viðtöku með auðmjúkum
huga, gef að hann helgi og göfgi hjörtu vor, gef að
hann verði það lífsafl í sálum vorum, að sjá megi,
að hann er starfandi með oss í öllu voru lífi.
Gef oss hann að anda trúar, og anda huggun-
ar og að anda vonar. Gef oss hann, svo að hann
verði oss jafna'n andi sannleikans, þess sannleika,
sem einn getur gert oss frjálsa.
Ver þú Drottinn með oss með anda þínum,
svo vjer megum fylgja þjer og treysta þjer sem
foringja vorum og frelsara og hjálpræði bæði
íyrir þetta líf og hið tilkomanda.
Gef oss gleðilega þessa hátíð í blessuðu nafni
I>inu og allar ólifaðar æfistundir.
Heyr það og bænheyr i blessuðu nafni þínu.
Amen.
Guðspjallið: Jóh. 14, 15.—21.
Þeg-ar Jesús, frelsari vor, kom í þennan
heini, kom hann til þess að flytja honum
fögnuð og heillir. Það var hans starf og
J>að er hans starf enn í dag. Með ósýni-
legri nálægð sinni starfar hann að því
sama, sem hann vann að, er hann gekk
uRi kring og gerði gott og græddi alla.
Nú var það svo, að á hans hjervistardög-
um hnje fólkið að honum og hlýddi á hann,
Jiví hann kenndi eins og sá, sem vald
hafði, flutti þann fagnaðarboðskap um
elsku og líkn Drottins, sem fólkið fann,
að það þurfti allra helst á að halda. Sjúk-
ir menn hópuðust til hans, ótal mæddir og
heygðir og þjakaðir, vegna þungra byrða,
og liann aumkvaðist yfir þá og líknaði
þeim. Og aðdáun manna, samlanda hans,
má berlega merkja á því, er fólkið heils-
aði honum sem konungi sínum og sýndi
honum þau ótvíræðustu virðingarmerki,
sem verið gat, er það breiddi klæði sín á
veginn, er hann fór um, og kallaði til hans
fagnandi og í hrifningu aðdáunarinnar:
Blessaður sje sá, sem kemur í nafni Drott-
ins. Fólkið fann og viðurkenndi, að hann
væri frelsarinn, lausnarinn frá þyngsta
böli.
Það má gegna' mikilli furðu í sjálfu sjer,
að fólkið skyldi snúast gegn honum og
hrópa: Ekki þenna, heldur Barrabas.
Það má gegna furðu, eftir allt sem það
hafði heyrt og s.jeð, að það skyldi geta hat-
að hann og ofsótt hann, hinn sami lýður,
sem hann hafði huggað, glatt og reynt að
leiða á þann veg, sem öruggur átti að reyn-
ast til fagnaðar og heilla. Vissulega þá hef-
ir það mein lagst á með öllum sínum þunga
og í öllum sínum víðtæku afleiðingum, sem
er mein allra alda, syndin með sinni sáru
kvöl.
En skammsýnum augum þeirrar aldar