Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.06.1934, Blaðsíða 4

Bjarmi - 15.06.1934, Blaðsíða 4
90 BJ ARMI Æskulýðsskólinn Sólborg. Jeg finn mig knúða til að skrifa ofur- Jítið um þenna góða skóla, sem jeg er svo lánsöm að hafa fengið að njóta í vetur. Jeg vil þá einkum beina orðum mínum til ykkar, unglinganna íslensku. En þá fyrst og fremst til ykkar, sem hafið sam- einaða lærdóms- og útfararþrá. Slíkri þrá er gott og auðvelt að svala með því að fara til Noregs og gerast nemandi við æskulýðs- skólann Sólborg. Málið þarf ekki að vera til mikillar fyrirstöðu þeim sem dálítið hafa kynnt sjer dönsku. Dýr er skólinn ekki. 1 vetur kostaði hann 45 kr. á mán- uði, 270 kr. í allt. Ásamt ferðum og öðru, sem með þarf, er hægt að komast af með 500—600 kr. í kostnað. (Utanförin sjálf meðtalin); Beiðnir um nákvæmar upplýsingar send- ist til: Skolebestyrer Mikael Aksnes, Sol- borg, Stavanger, Norge. Pið íslensku foreldrar, sem gjarna vilduð senda börn ykkar á lcristilegan æskulýðs- skóla, hafið Sólborg í huga! Æskulýðsskólinn Sólborg var stofnaður af heimatrúboðinu árið 1913. Fyrstu sex árin var hann á Fredtun, sem stendur rjett við Hafursfjörð. Haustið 1919 flutti skól- inn til Sólborg. Tala nemanda hefir stöðugt farið vaxandi. I vetur voru þeir 184 að tölu. Kennarar hafa að mestu leyti verið þeir sömu, einkum síðustu 10 árin. Sólborg liggur hálftíma gang frá Stav- anger, og er sem skapaður skólastaður. Fjarlægðin er nægileg til að hlífa skólan- um við skarkala bæjarins, en er þó fljót- farin leið, þegar á þarf að halda. Um- hverfið er framúrskarandi viðkunnanlegt og hlýlegt. Skólahúsin standa hátt og' hafa prýðilegt útsýni yfir nágrennið og inn í marga firði með ótal smáeyjum og skerj- um. Milli skólans og Stavanger ligg'ur Mose- vannet, umgir.t af skógi. Meðal annara trjáa eru þar grenitrje, sem allan vetur- inn standa iðgræn. Fjallahringurinn er mjög víður og fjöllin sýnast því ekki há. En þau er falleg og vingjárnleg. Ætlunarverk skólans er að veita æsku- lýðnum g'óða kristilega og þjóðlega upp- fræðslu. Mikil áhersla er lögð á að vekja kærleika ungmennanna til heimila sinna og landsins sins. Það er lögð mikil rækt við að innræta þeim virðingu á allri heið arlegri vinnu, hvort heldur hún er »fín« eða »gróf«. Aðaltilgangur skólans er að vekja unglingana til meðvitundar á þörf sinni fyrir lifandi kristindóm, og' fræða þá um aðalatriði hans. Jeg vil reyna að segja ofurlítið frá skól- anum, eins og hann var í vetur. Það fyrsta sem gerir vart við sig í skóla, eins og reyndar allstaðar, er andinn sem þar ræður. Pað leyndi sjer heldur ekki hjer á Sólborg hvernig hann var og hver hann var. Pað var andi kristindómsins, hins sanna kristinsdóms, sem sýnir sigú orðum og athöfnum. Skólasetningin hefst með bæn. Skóla- stjórinn biður Guð að vera með í öllu, sem tekið mun verða fyrir hendur á vetrinum og' blessa það. Við nemendur finnum til öryggis og hlökkum ósjálfrátt til vetr- arins, sem framundan er. Nú skiftast nem- endur. Velja sumir verklegt, aðrir bóklegt nám. Sömuleiðis er nýnorsku- og' bókmáls- fólki skift í tvo flokka. Allir eru glaðir á svipinn og sýnast vera ánægðir með hlut sinn. Það tekur nokkra daga að skipa niðui í bekki í norsku og reikningi. En bráðlega er allt komið í lag. Við fáum stundatöfluna. Allt gengur nú eftir föstum reglum. Ilvet' dagur hefst með stuttri bænastund. Síðan hefjast tímarnir. 1 tveim þeim fyrstu höf- um við jafnan norsku og' reikning. Ilvern dag eru 5—6 skólatímar. Auk þess eru nokkrir tímar eftir frjálsu vali, s. s. enska, orgel- og fiðluspil. Pær námsgreinar, sem við þurfum að lesa heima, eru Noreg'ssaga, landafræði, heilsufræði og eðlisfræði. Minni

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.