Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.06.1934, Blaðsíða 5

Bjarmi - 15.06.1934, Blaðsíða 5
BJARMI 91 áhersla lögð á mannkynssögu, kirkjusögu, garðyrkjufræði og lanclbúnaðarfræði. Þar kemur mest til greina frásögn kennaranna. I nokkrum námsgreinum höfum við engar bækur við að styðjast. Kennsluna fáum við þá í fyrirlestrum og skýringum kennar- anna. Við skrifum aðalefni þeirra, t. d. í sálarfræði og bókmenntasögu. Eða hver skrifar niður eftir eigin geðþótta, s. s. í Biblíulestrartímunum. Við lærum einnig bókfærslu, fegurðarskrift, söng og leikfimi. Þar að auki taka allir þátt í handavinnu og smíðum, einnig bóklegu nemendurnir. En þeir sem hafa verklegt nám taka ekki þátt í öllum bóklegu námsgreinunum. Hver föstudagur er merkisdagur fyrir nokkurn hluta nemendanna. Þá halda nefnilega sex þeirra hvern sinn fyrlrlestur, sem þó ekki taka lengri tíma en um það bil 10 mín. hver. Mörgum er órótt innan- brjósts þegar þeir stíga upp á ræðupallinn. En flestum er ljettara um hjartað þegar niður kemur. Hvert miðvikudagskvöld höfum við fund. Þar er lesið upp blað okkar »Kveldstjerna«, sem er handskrifað af nemendunum. Auk þess er margt og' mikið til skemmtunar, góðir fyrirlestrar, kappræður, skugga- myndir o. fl. Einu sinni fengum við t. d. skuggamynd- ir frá íslandi. Þær sýndi stórþingsmaður Kleppe.'Pað má geta nærri hvernig mjer var innanbrjósts, og rnargir óskuðu sjer til Islands, þegar út kom. Jeg bauð auðvitað hvern sem koma vildi hjartanlega vel- kominn. Bænasamkomur höfum við þrjú kvöld í viku. Er hver einstakur látinn sjálfráð- ur um hvort hann kemur þar eða ekki, Sunnudagssamkomunni stjórna nemendur sjálfir og er hún aðallega ætluð til trúar- vitnisburða. Minnst einu sinni í rnánuði höfum við hátíðafund. Er þá margt uppbyggilegt og' skemmtilegt á dagskrá, s. s. ræður, upp- lestur, söngur og hljóðfærasláttur. Söngkór höfum við og litla hljómsveit. Er hvorutveggja gott, ekki síst kórinn, er kennari Máseidvág stjórnar, hann er mjög fær á því sviði. Margar ferðir förum við hingað og þang að, til gagns og gamans. I fyrstu förum við nokkrar smáferðir til bæjarins og skoðum söfn, skóla, verksmiðjur, gróðrarstöðvar o. fl. Seinna leggjum við í lengri leiðangra, í bílum, viðsvegar um Jaðarinn. Par kom- um við á marga sögustaði, hrífumst öðru hvoru langt aftur í fortíðina. Frh. ------------- Kosningar. Um þessar mundir er langmest talað um kosningar og — landskjálfta. Kosningafundir standa um land allt um þessar mundir, þar er aðstreymi og orða- fjöldi, landsmál og flokkamál rædd af kappi 6 til 15 stundir. Ekkert væri um það að segja hjer, ef allt það erfiði og fjár- eyðsla sem í ferðalögin fara stefndi fyrstog fremst að því að skýra velferðarmál þjóð- arinnar og brýna fyrir kjósendum dreng- skap og forsjálni í öllum málum leynt og Ijóst. - En því miður snúast umræðurnar miklu oftar að persónulegu þrasi og mann- lasti, »kryddað« ýkjum og lygum. Segja ýmsir gætnir menn aö si.kir fundir, þar sem ýmsir aðvífandi »stórlaxaí« hlaða sví- virðingum hverjir að öðrum, sjeu beinlínis siðspillandi fyrir hlustendur; þeir vekji eða efli úlfúð og allskonar illt umtal í fámenni og strjálbýli (sem annarsstaðar), þar sem brýna nauðsyn beri til samlyndis og sam- taka. En þrátt fyrir allar blaðaskammir og æsingaræður voru allir sammála um aó hjálpa þegar landið tók aö skjálfa og hús- in hrundu í tugatali. Sá samhugur er góð- ur geisli í dimmviðri flokkahatursins. Pað

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.