Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1934, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.11.1934, Blaðsíða 3
161 BJARMI að lokað sje bryggjum og hafnarvirkj- um að nóttu til í aðalkaupstöðum lands- ins. 3.1 framhaldi af þessu og í tilefni af þeirri staðreynd, hve börn á fermingaraldri eru fáfróð í kristilegum efnum, sem staf- ar af því að of mikið er dregið úr krist- indómskennslu í skólum, en aðrar náms- greinar settar til meiri áherslu við nám- ið, og því börnum gert of erfitt fyrir að læra kristinfræði vel, sem þó er lífs- nauðsyn, til þess að fá vel kristna upp- vaxandi kynslóð, vill fundurinn skora á fræðslumálastjóra og samfundi presta og kennara að vinna að því að kennslu- stundum í kristnum fræðum sje fjölgao í barnaskólunum. Ennfremur leggur fundurinn til, að kennsla í kristnum fræðum verði tekin upp í Gagnfræðaskólum, Hjeraðsskólum og Kvennaskólum landsins, til þess að þekking æskulýðsins í kristnum fræðum megi aukast. Þessi tillaga kom fram eftir umræður um kirkjugarða: Alm. fundur presta og sóknarnefnda í Reykjavík 1934 skorar á kirkjumála- ráðuneytið að annast um að framfylgt sje lögum og reglugerðum um kirkju- garða. Ennfremur að ráðuneytið sjái um að hluteigendur geti snúið sjer til ákveðins manns, sem þekkingu hefur á þessu máli, um allar nauðsynlegar upplýsingar, svo umbóta megi vænta í þessu efni nú þegar.« Allar þessar tillögur voru samþykktar í einu hljóði. Kosin voru til að undirbúa næsta fund að hausti: Sigurbjörn Á. Gíslason Reykjavík, Ölafur B. Björnsson kaupm. Akranesi, Sigurbjörn Þorkelsson kaupm. Rvík, Halldóra Bjarnadóttir ritstj. Hlínar Rv., Sra Þórður ölafsson Rvík, Sighvatur Brynjólfsson tollþjónn Rvík, Sigurður Halldórsson, trjesm.meist. Rv„ Jóel Ingvarsson skósmiður Hafnarfirði, Guðrún Einarsdóttir frú, Hafnarfirði. Um díakónissustarfið erindi flutt á sóknarnefndafundinum eftir Oddfriði Hákonardöttur frá Reykhólum, díak&nissu. Díakóni er grískt orð, sem þýðir þjón- usta. Díakónissa er kona, sem hefur feng- ið sjerstaka köllun til kirkjulegrar þjón- ustu, hún er send af kirkjunni til að vinna í söfnuðinum. Þannig- hefur það verið frá fyrstu tímum, og' er enn þann dag í dag'. Til þess að geta skilið díakónissu-köllunina hvað felst í henni, og hvað hlutverk liennar er, verðum við að skygnast inn í sögu þessa starfs, sem er jafn gamalt kirkjunni. Það er sagt: »Kristindómurinn er svar frá himnum við dýpstu þrá jarðlífsins«. Hlutverk vort er þó ekki það eitt, að standa og horfa til himins, þaðan sem kristindómurinn er kominn; vjer verðum að athuga þann heim, sem við lifum í, og sem þarfnast hjálpræðis í Jesú Kristi. — Vjer, sem höfum hlotið þá náð, að vera fædd og uppalin í kristnu landi, eigum erfitt með að meta þenna fjársjóð, sem vjer höfum hlotið í fagnaðarboðskap Krists. Að vísu hafði bæði hinn gríski og' rómverski heimur sín siðferðisboðorð, og hafa máske náð því takmarki, sem menn- irnir geta náð af eig'in mætti. En af nátt- úrunni erum og verðum vjer eigingjörn, þangað til kærleikur Guðs fær breytt oss, sá kærleikur, sem er fólginn í að hjálpa öðrum. Ileiðindómurinn hefur á öllum tím- um fyrirlitið að þjóna, og' talið þjónustuna niðurlægingu fyrir frjálst fólk. Þetta er vel skiljanlegt, því af náttúrunni elskar

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.