Bjarmi - 01.11.1934, Side 8
166
B J ARMI
ina að vilja hennar og það hefir sömu
afleiðingar. Sje það gert án vitorðs henn-
ar eða vilja, þá varðar það hegningarvinnu
í 4 ár og allt að 16 árum eða æfilangt, ef
mjög miklar sakir eru«. —- —
Vafalaust eiga þessi ákvæði ekki við
það, er læknir neyðist til að lífláta fóstur
eða barn í fæðingu til að bjarga lífi móð-
ur þess, enda aldrei verið skilið á þá leið,
og engin gremja nje ágreiningur út af því
risið.
Væntanlega hafa margir ætlað að engin
stórhætta væri á ferð í þessum efnum, og
því brá flestum í brún, er þeir lásu grein-
argerð þá, er fylgdi frumvarpi landlæknis,
um ieiðbeiningar fyrir konur um varnir
gegn því að verða barnshafandi og um fóst-
ureyðingar.«
Þar segir svo meðal annars:
»Fóstureyðingar lækna eftir vafasömum heim-
ildum máttu heita hjer óþekktar fram 'á siðustu
ár, ef ekki bókstaflega óþekktar. Pessi gullöld er
nú liðin. Yfir landið er skollin sá alda, sem lengi
hefir flætt um önnur menningaröld, að fleiri og
fleiri konur í öllum stjettum giftar og ógiftar,
rlkar og fátækar, siðlátar og ljettúðugar, trú-
aðar og vantrúaðar og að þvi er virðist án tillits
til pólitiskra skoðana, gera þær kröfur til lækna,
að þeir losi þær hispurslaust við óvelkomin
fóstur sín«.
1 heilbrigðisskýrslum, sem núverandi
landlæknir hefir gefið út, er hvað eftir
annað vikið að þessu alvarlega máli.
Samkvæmt þeim hafa læknar árið 1930
skafið leg kvenna 225 sinnum, 84 sinnuin
vegna fósturláta, 52 sinnum vegna fóstur-
eyðinga og 89 sinnum af öðrum tilgreind-
um ástæðum. Fósturlát eru þá talin samt
nærri óþekkt nema í Reykjavík, Ilafnar-
firði og Akureyri.
Árið eftir skafa læknar leg 349 kvenna,
97 si'nnum vegna fósturláta, 92 sinnum
vegna fóstureyðinga og 160 sinnum af öðr-
um ástæðum.
1 brjefi sem landlæknir ritaði Lækna-
fjelagi Islands 6/3 1933 og prentað er í
greinargerð fyrnefnds frumvarps segir
svo:
»Samkvæmt skýrslum sjúkrahúsanna 1930 var
þar eytt 52 fóstrum á því ári, en 1931 92 fóstrum,
og er það ca. 77% aukning á einu einasta ári.
Á 5 ára tímabilinu 1926—1930 var á St. Josephs-
spítala í Landakoti eytt 95 fóstrum öll árin, eða
til jafnaðar 19 fóstrum á ári, en á árinu 1931
fóstrum, sem svarar til 163% aukningar. 1930
eru fóstureyðingar á öllum sjúkrahúsum í land-
inu 1 hlutfalli við fósturlátin 62%, en 1931 95%.
Nú gjöri jeg ráð fyrir að skýrslur segi ekki
allan sannleikann i þessum málum, og má vera
að undir endometritis (legbólga), metrorrhagia
(legblæðing), dysmenorrhoe (tíðaverkir) o. s.
frv. dyljist ekki ófátt fósturláta. Má benda á, að
á Landspítalanum eru á árinu 1931 aðeins 31
sinni skafin leg af ýmsum ástæðum, en á Landa-
koti 103svar sinnum, i smáholum eins og i Sól-
heimum í Reykjavik 72svar sinnum og á Haínar-
fjarðarspítala 77 sinnum. Gefur sá urmuil þess-
ara aðgerða óneitanlega tilefni til nokkurar tor-
tryggni.
Ástæðurnar til fóstureyðinganna eru greindar
á skránni samkvæmt skýrslum sjúkrahúsanna,
og mun þar mega finna alla flokka þeirra til-
efna, sem talin hafa verið íram tiil rjettlætingar
þessum aðgerðum: sjúkdómsástæður, þjóðfjelags-
legar ástæður og mannúðar ástæður. Og mikið má
vera, ef ekki er enn lengra gengið í sumum til-
fellum, og aðgerðin framkvæmd hispurslaust,
þegar um er beðið. Sumir sjúkdómarnir virðast
að fninnsta kosti vera hreinar tylliástæður, eins
og þegar »blóðleysi« er talið eina tilefnið
í ekki færri en 15 tilfellum«.
Þegar svona er komið er síst furða, þótt
landlæknir sneri sjer til Alþingis í vetur
og legði fram frumvarp til að stemma stigu
fyrir þessum hræðilegu barnamorðum. Hitt
er fremur undrunarefni að heilbrigðis-
stjórnin skyldi ekki hafa þegar í stað tekiö
fast í taumana og kært þá lækna og mæð-
ur, sem byrjaðar voru á þessu þokkaverki.
Þótt refsingin hefði ekki verið önnur en
há sekt vegna einhverra »málsbóta«, mundi
það hafa bjargað nokkur hundruð barns-
lífum, sem líflátin hafa verið í móðurkviði
undanfarin ár, ■ og enginn veit hvað
þjóðinni allri er mikið tjón að. — Þaö