Bjarmi - 01.01.1935, Blaðsíða 10
8
BJARMI
til upprætingar sið'menningn og trú.
Hvar er valdið voldugt Alþingis,
sem var á lýðræðisins tímum blys
á vegum fólks — til frelsis einstaklings
og frægðarverka og dóma’ og lagahrings?
Er Sturlunga aldar andinn apturgenginn
með inndrátt þings að taka í feigðar strenginn?
Sjest enn ei upp við höggvið hlaupa jarlinn
að höggva niðingslega Sturlu fallinn?
Að örlygsstaði’ er orðinn þingsins salur,
að entum fundi, skyldi þar ei valur!
Er gengið kirkju gleymt í fornum stólum?
Er Guðbrandur í elli sinni á Hólum
1 hrumleikskör? Hann veit ei verið brenna!
Hann vöku ei megnar! Liðsmennirnir renna,
og Líkaböng er brostin, — má ei óma,
þótt boðið sé um altarið til dóma!
Við sjálfan himin hiti leikur hár,
sem heiður eitt sinn var og sumarblár
af mildi Guðs og miskunn yfir landi,
þá máttugur að spám var þjóðarandi,
þá kíf var ekki um kennimanna byrði,
þá kirkja var í hverjum dal og firði,
sem átti að vera, — og á við þjóðarháttu,
menn unna Drottins húsi og þjóni hans knátta.
Nú árs og friðar óska eg þér af hyggð
og öllum þínum, — fólki voru og byggð.
h. S., Chicago.
------*:* *:♦ ----
Fórn
Eftir Ola Berg ritstjóra.
Það var ekki marg't fólkið í Ytri-Vík;
örfáir bæir lágu á víð og dreif urn víkina,
lágreistii- en þokkalegir; það voru heimili
fiskimannanna, kvenna þeirra og barna.
Fiskurinn var lífsbjörgin í Ytri-Vík, því
að iandkostir voru þar ekki. Hringinn í
kringum víkina, alveg fram í sjó, gekk
óslitið hamrabeltið, öllum öðrurn ófært en
fuglinum fljúgandi. Aðeins á einum staö
varð komist yfir það, gegnum Skarðið svo
kallaða, til næstu byggðar, Innri-Víkur.
En Skarðið var oft illt yfirferðar. Á
veturna, þegar snjóbyljir og' frosthörkur
höfðu hlaðið þar hverjum snjóskaflinum og
svellbunkanum á fætur öðrum, var það því
nær ófært og lífsháski búinn þar hverjum
vegfaranda, eins og menn vissu af dýr-
keyptri reynslu.
Það var sjórinn, sem veitti íbúum Ytri-
Víkur lífs-viðurværið; þótt oft væri erfitt
að ná því, sjerstaklega þegar vindur stóð
á landrþá var ill-mögulegt að setja út bát
í Ytri-Vik. Þannig gat náttúran, þegar
henni datt í hug, einangrað fólkið í Ytri-
Vík algjörlega, innilukt það milli kald-
ranalegra, brattra fjalla og' hvít-bi-ysts
sjávar.
En fólkið undi mæta-vel við lífskjör sín.
Erfiðleikar gleymdust furðu fljótt, og liðn-
ar mannraunir urðu oft áhrifamikið um-
talsefni. Þegar vel úr þeim rættist, vildu
menn ekki missa af þeim. Þegar sjórinn lá
spegilsljettur á vorin og sumrum og í
glampandi sólskini, svo langt sem augað
eygði, fannst þeim Ytri-Víkin sín hljóta
að yera besti staður undir sólinni.
Ein hjónin í Ytri-Vík hjetu Eberg og
Edvarda. Þau höfðu eignast fjóra sonu,
en þrjá þeirra liafði sjórinn tekið, svo nú
var aðeins sá yngsti eftir. Ilann hjet Árni.
Þeir höfðu, bræðurnir þrír, róið til
fiskjar haustdag nokkurn. IJr þeim róðri
hafði enginn þeirra komið. Veðrið hafði
verið sæmilegt, svo eitthvað hlaut að hafa
komið fyrir; það var haldið, að þeir hefðu
í koldimmu haustkveldsins villst og siglt
á sker, og beint í dauðann. Hvorki bát-
inn nje líkin höfðu rekið. Hafið er djúp
gröf, og kærir sig' ekki ætíð um að^skila
ránsfeng sínum.
Þau hjónin voru lengi að ná sjer eftir
þetta þunga áfall og blóðtöku. Þeim fannst
sem hrifsað hefði verið út úr höndum sjer
og hjörtum allt hið dýrmætasta, sem þau
höfðu átt; þeim fannst eins og lífið væri
þeim óbærilegt og einskis nýtt. En í sorg
sinni og söknuði sneru þau sjer til Guðs
og fengu hjá honum traust og trú á lífið
aftur, og' í bæn og trúarvissu fengu þau
kraft til að sigrast á sorginni. Líf þeirra
varð eftir það allt annað, nýtt og fullkomn-
ara en áður.