Bjarmi

Volume

Bjarmi - 15.02.1935, Page 2

Bjarmi - 15.02.1935, Page 2
26 BJARMI landsins — gefið Gandhi þá alla til starfs- ins fyrir Indland. En hún var í fallegum Sarí. Ljósgrænn litur fór vel við dökka andlitið og tindrandi, gáfuleg augu, sem ljómuðu af áhuga og einbeittni, er hún minntist á Indland og Gandhi. Þetta var nú ofurlítill útúrdúr frá um- talsefninu, og kem jeg nú að því aftur. Sumstaðar, þar sem hinir stóru kvenna- hópar komu saman, eru töluð mismunandi tungumál eða roállýskur, en það veldur engri truflun í heimi bænarinnar. Þar er Guð ákallaður á ýmsum tungum, en faðir- inn á himnum skilur bænaandvörp barna sinna, hvar og hvenær sem er, og á hvaða máli sem þau eru borin fram, og hann endurgeldur þau með ríkulegri blessun í sameiningu andlegs friðar og eindrægni. Slíkum sambænarstundum er erfitt að gleyma, þar sem fjöldi manna sameinar ákall sitt við hástól hins ósýnilega Drott- ins himnanna. Víðsvegar hjer í álfu safnast konur til bæna fyrsta föstudag í 7 vikna föstu. Sumstaðar er dagsins minnst með morg- unguðsþjónustu, sem er útvarpað á mörg- um stöðum, til þess að gcfa sem flestum kost á að fylgjast með bænadegi kvenn- anna. Bænadagurinn hefir alstaðar sama texc- ann og sama bænaefnið. I ár er textinn í 5. bók Móse 4. kap., þar sem svo segir: »Því að hvaða stórþjóð er til, sem hafi guð, er henni sje eins ná- lægur cins og Drottinn Guð vor er oss, hvenær sem vjer áköllum hann.« Ennfremur í Galatabrjefinu í 6. kap.: »Berið hver annars byrðar og uppfyllið þannig lögmál Krists.« Bænaefni dagsins er þetta: 1) Bæn um næman skilning á andleg- um efnum, og hvað það merkir að vera útskúfaður af heiminum. 2) Bæn um hugrekki til þess að gera rjettan mismun á rjettu og röngu. 3) Bæn um rjettlátt hugarfar og rjett- láta breytni við alla menn. 4) Bæn um innbyrðis samúð og skiln- ing. 5) Bæn um fórnarlurid. Bænadagur kvenna er að þessu sinni þ. 8. mars n. k. Munu þá kristnar konur um gjörvöll lönd ganga saman til bæna, í hinum ýmsu söfnuðum og kirkjudeildum. Sömu kaflar verða lesnir úr Ritningunni, sanra bæna- efnið borið fram, íklætt ólíkum orðum og tungum. Um heim allan sameinast hugir kvenna í bæn. Einnig vor á meðal hefir verið hugsað fyrir sambæn kvenna þennan dag, til þess að íslenskum konum gefist þess kostur aö ganga í sambænarhringinn og tengjast helgum böndum bænarinnar ásamt fjöl- mennum hóp kristinna kvenna víða um lönd. Kristniboðsfjelag kvenna í Reykjavík gengst fyrir almennri bænasamkomu kvenna þ. 8. mars n. k.; er þangað hjart- anlega velkomin sérhver kona, sem viður- kennir kraft og blessun bænarinnar, og þráir hjálp frá Drottni. Guð gefi að þessi fyrsti bænadagur kvenna á Islandi megi færa oss.blessunar- daggir af hæðum, Guðs börnum til endur- lífgunar og andlegrar hressingar í logn- mollu trúardeyfðai'innar. Guð gefi, að hann verði íslenskum konum hvöt til sambæna, eins og hann hefir orðið kristnum konum annarstaðar í heiminum. Guðrún Lárusdóttir. -----<• ♦> ->■-- Mót ((‘1,1)111' njal'li': Til Elliheimilisins 15 kr. frá sra ó. Vigfússyni Fellsmúla, til kristniboðs: 15 kr. frá sama. Skagfirsk kona 20 kr. í jólakveðju- sjóð 5 kr. frá systrum i Vigur«. í síðasta blaði var röng tala í þeirri kvittun.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.