Bjarmi

Volume

Bjarmi - 15.02.1935, Page 8

Bjarmi - 15.02.1935, Page 8
32 BJARMI hjer afveg' með rjett mál. — Mun hróður Islendiniía síst vaxa, 'þegar þessi saga Laxness kemst á erlend tungumál, þótt rauóliðar út um heim hrósi H. K. L. fyrir slíkar lýsingar á löndum hans. (Sbr. Samtíðin 8. h. 1934 bls. 27). ------------- Ný bók. Fr. Friðriksson: Föstu- rœður. — Bókaverslun Jóns Helgasonar. tOSí. Þessi litla bók lætur ekki mikið yfir sjer, en þó má óhikað telja hana með allra hestu bókum, kristilegs efnis, sem út hafa komið á síðari árum hér á landi. Þetta eru sjö fösturæður, sem höf. flutti í dómkirkjunni árið 1930, og vöktu þær þá mikla athygli, enda er það að vonum, því að hjer er um alveg óvenjulegar prjedik- anir að ræða. Hjer er sannleikurinn sagð- ur afdráttarlaust, hver sem í hlut á, hvort sem það eru þjónar kirkjunnar eða of- sækjendur, háir eða lágir. Hvergi er sleg- ið aftur af kröfum kristindómsins, og líf- ið og mennirnir eru skoðaðir í Ijósi kross- ins, þar sem eilíf alvara og ábyrgð lífs- ins kemur skýrast fram. Dómur krossins yfir mönnunum er boðaður hiklaust. Og þó án þess, að dregið sje úr fagnaðarboð- skapnum um kraft krossins til hjálpræðis, enda fer þetta tvent ávalt saman í sönn- urn boðskap kristindómsins. Hvergi er það köld dómsýki, sem ræð- ur orðum höf., er hann lýsir hinu alvar- lega ástandi kirkjunnar og þjóðlífsins. Það er kærleikur, sem stendur að baki orðum hans, -— kærleikurinn til sannleik- ans. Að vera sannleikanum trúr í kær- leika, er ekki auðvelt, en það hefir sr. Friðrik tekist. Þess vegna er mýktin og' mildin svo mikil í hinum alvarlega boð- skap hans. Búningurinn er með afbrigðum góður, í fullu samræmi við tign og' alvöru efnis- ins, enda er það vitanlegt, að höf. er snill- ingur bæði á bundið mál og óbundið. Kirkjan og kristni landsins er með þessari bók orðin einum dýrgrip ríkari, og ætti það að vera mikið þakkarefni öllum kristnum mönnum, ekki síst á þessum tím- um andlegs tómleika og niðurrifs. Valgeir Skagfjörð. Hvaðanæva. »Atliafliaineilii í prestsstöðu eru svo fáir, að það má að skaðlausu þurka út helmíng prests- embætta« er viðkvæði vantrúarmanna. Og því miður eru margir athafnalitlir menn i prests- stöðu hjerlendis, - - þótt það sanni allt annað en að þess vegna sje æskilegt að prestaköll þeirra vanrækt ef til vill langa hrið og skulu helst bæt- ast sem fyrst við verkahring einhverra presta dagleið í burtu 3 4 hluta árs. En þvi fremur ber að benda á það sem vel er gert, athafnir duglegra presta. í janúarbl. Bjarma voru taldar upp 12 hátiðamessur í ísa- fjarðarprestakalli. Síðan hefur blaðinu borist messuskýrsla úr útskálaprestakalli. Par hefir sra Eríkur Brynjólfsson flutt 13 guðsþjónustur um jól og nýár s. 1. sem hjer segir: Geri aðrir eins vel eða betur, og leyfi Bjarma að skýra frá því: Aðfangadagskvöld kl. 6% á útskálum. » - 9 i Keflavík. Jóladag — 1 á Hvalsnesi. » 5 í Keflavík. 2 Jóladag — 1 á Útskálum. » — 5 í Sandgeröi (Barnaskólanum). » 8 á Hvalsnesi (Barnaguðsþjón- usta við jólatré). Sd. milli jóla og nýjárs - 1 ' á útskál. (Bgþj.). —» 5 i Sandg. (Bgþj.). Gamlárskvöld - 6% á útskálum. — 9 Keflavík Nýársdag — 1 á útskálum. — 5 í Keflavík. Itltstjóri: S. A. Gíslason. Brentsmiðja Jóns Helgasoncu.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.