Bjarmi - 01.11.1935, Qupperneq 1
Mir presta oi sótoiieMa.
Þess var getið í síðasta blaði að hinn
almenni fundur presta og sóknarnefnda
mundi enginn verða þetta haust, af þeim
ástæðum, sem þar voru, taldar.
Litlu síðar, 23.. okt., átti undirbúnings-
nefndin fund um, málið. Frú G-uðrún Ein-
arsdóttir Hafnarfirði, Ölafur Björnsson
kaupm. Akranesi, Sig'hvatur Brynjólfsson
tollþjónn, Sigurbjörn Á. Gíslason, Sigurbj.
Þorkelsson kaupm., Sigurður Halldórsson
trjesmíðameistari og præp. hon. sr. Þórður
ölafsson, allir 5 úr Reykjavík. Tveir nefnd-
armenn voru fjarverandi:
Þessir sjö fyrtöldu urðu sammála um að
ekki væri rjett, að svo komnu að leggja
þessa fundi alveg niður, minnsta kcsti yrði
fyrst að sjá hvernig fjórðungsfundirnir
takast, sem ráðgjört er að halda á vorin
annaðhvort ár.
Var ákveðið að boða næsta. sóknar-
nefnda og prestafund í Reykjavík í febr.
n. k. — eithvað nálægt þingbyrjun, og að-
almál hans skyldu, vera »innri málin« og
sjerstaklega reynt að fá menn til að ræða
um bænina, sakramentin og lestur guðs-
orðs. Jafnframt var þó talið æskilegt aö
talað yrði um hvort fært þætti að stofna
kristilegt útvarpsnotendafjelag, og ef til
vill fleiri »ytri mál«, ef afgreiðsla kirkju-
mála á Alþingi færi í öfuga. átt við óskir
fundamanna.
Talað var um að semja dagskrá fund-
arins í janúar n. k. þegar menn vissu bet-
ur um málshefjendur og áætlanir skipa.
Fyrsti almenni sóknarfundurinn var
haldinn 4. og 5. nóv,. árið 1925. Sóknar-
nefnd dómkirkjusafnaðarins í Rvík átti
frum atkvæði að þeim fundi og sóttu hann
14 menn prestsvígðir og 49 sóknarnefnda
menn og safnaðarfulltrúar úr hverri sókn
Kjalarnesprófastsd. og þrem öðrum sókn-
um — Arnarbælis, Akranes og Vestmanna-
eyja. — Og auk þess fjöldi »gesta« úr
Reykjavík.
Fundirnir 9, sem síðan hafa verið háldn-
irð hafa flestir verið betur sóttir. Árið
1928 t.. d. voru fulltrúar 70, prestar og pró-
fastar 24, uppg’jafaprestar 8, guðfræðis-
stúdentar 20 o. s. frv. Segir fundarskrifari
að á þeim fundi hafi ræðumenn verið um
40 og ræður lluttar um 100.
Á fundum þessum hafa verið flutt um
60 erindi af yfir 30 ræðumönnum, og
nærri helmingur þeirra. leikmenn — svo
það er ógnar fjarri sanni að kenna þá við
nokkra »klíku«.
Talsvert öldurót hafa þeir oft vakið,
enda hafa þar mætst ólíkar trúarstefnur
oft og einatt; en óhætt hygg jeg að full-