Bjarmi - 01.11.1935, Qupperneq 3
BJARMI
163
ur um vaxandi menningu, ef íslenskur
safnaðarlýður tæki að leggja meiri rækt
við kirkjurnar og- orðið en er. Það mundi
einnig- smám saman verða þess vart, að
slíkt mætti blessun valda. á svo fjölmörg-
um sviðum, í friðarvænna samfjelagi og
samstarfi. í fegra lífi í heild sinni hinna
einstöku, í öruggari og efalausari framtíð
arvonum.
0g nú, þegar vá er fyrir dyrum, hvert.
ætti landsins lýður að flýja, ef ekki í það
skjólið, sem öruggt hefir reynst cg reynast
mun um aldir alda.
Eitt af því, sem ætti að hafa stórfelld
áhrif í því að laða fólkið að kirkjunum,
og láta það finna, að eigi lítið er þangað
að sækja, er meiri og almennari safnaðar-
söngur.
Um safnaðarsöng er vitanlega alls eigi
að ræða, nema einhverjir finni hjá sjer
hvöt til að koma,. Og þó aðl safnaðarsöng-
urinn geti vissulega orðið 'bæði áhrifaríkur
og unaðslegur, þó fáir komi, verður hann
fegri og máttugri,, ef margir eru viðstadd-
ir og taka þátt í honum. Safnaðarsöngur-
inn, sem eftir eðli sínu er einraddaður hóp-
söngur, getur verið frábærlega áhrifamik-
ill og fagur. Hann ber á sjer merki mátt-
arins og fer alls ekki hjá því, að hann
greiði veginn inn að margri sál, sem ann-
ars hefði verið harðlokuð, fyrir orðinu,
sem söfnuðurinn sjálfur flytur, ogfyrirorð
inu, sem presturinn flytur. Sumir telja
æfðan margraddaðan söng fegri og- æski-
legri. Slíkum söng er nú óvíða auðvelt að
koma við, en eitt er nauðsynleg't: Það er
hljóm mikið hljóðfæri til að leiða sönginn
og styðja og- styrkja fólkið sjálft, svo þaó
verði örugg't, og alls óhrætt. Og er eig'i
óráðlegt í þessu efni að líta til annara
menningarþjóða t. d. Norðuiland.aþjóða og
þá eigi sízt Svíanna, sem eru viðurkennd
hámenningarþjóð og- í fremstu röð söng-
menntaþjóða heims. Þessum þjóðum finnst
engin læging- í almennum safnaðarsöng
Þar er hann í hávegum hafður og í fleiri
stórmerkum menningarlöndum. — Hvers
vegna skyldum vjer upp úr því vaxin að
fara einmitt í þessu efni að dæmi þeirra,
sem í öðrum efnum eru lengra komnir á-
leiðis en vjer? Vjer verðum, eigi síður en
aðrar þjóðir, að tjalda því, sem er til. Og
þó að viðkvæðið sje einatt, að vjer sjeum
fáir, fátækir, smáir, þá er það óbifanleg
sannfæring mín, enda styðst við þau kynni
af fólkinu, það sem þau, ná, að í þessum
efnum er þjóðin furðurík. Það er áreiðan-
lega til feiknin öll af góðum söngröddum
karla og kvenna, og sumum að tiltölu af-
burða góðum ef þeim væri sómi sýndur.
Hvers vegna þá að g'rafa sitt pund í jörðu?
Hvers vegna ekki að láta ljósið skína,
Drottni til dýrðar, sjálfum sjer og öðrum
til fagnaðap og sálubóta? Er ekki alveg'
sjálfsagt að nota góða gjöf, sem Drottinn
gaf? Efalaust ætlast hann til þess af hverj-
um einasta manni, sem hana hefir þegið.
Til þess gaf hann gjöfina, að hún yrði
notuð, en ekki til þess að hún yrði ekki
notuð.
Það hafa margir í mín eyru dáðst að þvi,
hve ánægjulegt sje einmitt að vera við
guðsþjónustu í Reykjavíkurdómkirkju. Þar
fer saman: Máttugt og bljómfagurt orgel
og mikill fjöldi fólks, sem syngur.
Veran í þessu guðshúsi gaf þeirri göf-
ugu og góðu konu, Ölínu heitinni Andrjes-
dóttur tilefni til að semja þetta fagra er-
indi (það var í síðasta sinn, sem hún var
stödd í guðshúsi, en beint fyrir dyrum
banalegan):
»Þó missi jeg heyrn og mál og róm.
Og máttinn jeg þverra finni,
þá sofna’ eg' við hinsta dauðadóm,
ó, Drottinn, gef sálu minni:
Að vakna við söngsins helga hljóm
í himneskri kirkju þinni.«
Jeg vona, að þessi merkilega kona. fái
frá æði'i veröld að verða þess vör, er sáln>
arnir hennar verða sungnir af íslenskum
söfnuðum, og' fái að fagna við þá hljóma
og við ávöxtinn af því sæði, sem hún sáði,