Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.02.1936, Blaðsíða 1

Bjarmi - 15.02.1936, Blaðsíða 1
4. tölublað Reykjavík, 15. febrúar 1936 30. árgangur 2. sunnud. í níu v. fðstu. (Lúk. 8, 4—15). Guðs ord. Eftir Sigurjón Árnason, sóknarprest í Vestmannaeyjum. Sæðið er Guðs crð segir Jes- ús. Guð hefur talað. Guðs orð er komið til vor. Skiljum vér hver fagnaðarbaðskapur þetta er? Hvernig get ég lært að þekkja annan rroann og fengið hlutdeild í hans lífi? Það er óhugsandi nema hann mæti mér í trúnaði og opni fyrir mér huga sinn. Og hvernig má það verða öðru vísi en gegnum orð? Og Guð? Eg get gert mér margar hugmyndir um Grð. En það eru mínar hugmyndir en ekki Guð sjálfur. Eg þekki hann ekki, ég á enga hlutdeild í hans lífi, nema hann opinberi mér sig, gefi mér sjálfur þá hlut- deild. Og hvernig má það verða nema hann tali, nema gegnum hans orð? Og Guð hefur talað. Orð Guðs er komið til vor. Hvílík náð að Guð hefur talað til vor. Það er tiltölulega einfalt mál að maður mæti manni og tali við hann um sig svo hann skilji — og þó hefur það sína örðug- leika. En Guð? Á milli hans og vor liggur hyldýpi gjörólíkrar til- veru. Hann verður að tala m,ínu máli svo ég geti skilið hann. Og hann gerði það. Guð gekk inn í mannlega tilveru. Alla leið inn í dýpstu djúp hennar, alla leið upp á krossinn. Þetta undur undranna heitir Jesús Kristur. Af mannlegum vörum hljómaði Guðs orð meðal vor. Guð hefur talað, Guðs orð er komið til vor þannig að vér getum skilið það, þekkt Guð og eignazt líf með honum, Skiljum vér eigi hversu. dýr- mætur boðskapur þetta er? Þú skilur þetta ef til vill ekki. Þú heldur ef til vill að þú getir lifað án Guðs, eða minnsta kosti fundið hann sjálfur. Vér menn- irnir lítum einatt stórt á mátt vorn, dýrð mannanna og mögu- leika mannsandans. Meðan vér erum í þeirri vímu sjáum, vér þúsund færar leiðir, bara ekki eina, hjálpræðisveginn. 1 því höfum vér eigi eyru til að heyra með Guðs orð. Þó vér heyrum það heyrum vér það þó ekki. »En þeir við gótuna eru þeir, sem hafa heyrt það. Síoan kemur djöfuUinn og tekur orðið burt úr hörtum þeirra til þess að þeir skuli ekki trúa og verða hólpn- ir«. Ef vér erum í slíku ástandi er aðeins einn möguleiki fyrir oss til frelsis: G.uð getur gerí oss f átæka.> Hann hefur ef til vill gert það þegar fyrir þig? Blekkingin hrundi og þú sás'. veruleikann. Fallið mannkyn og mennina í allri sinni dýrð og mætti á vonlausum fLótta und- an dauðanum. Og þú sást þig. Öll þín verk fátækleg og oft ó- hrein og þú sjálfur sekur synd- ari. Þetta var allt sárt. En ef þú veizt það ekki þegar, þá skalt þú nú gefa gaum þeim sann- leika, að það er óumræðanleg náð að Guð lét þig sjá þetta allt eins og það er. Því Guð gerir oss ekki fátæka til þess að skilja oss eftir í fátækt vorri. Þá er- um vér einmitt færir um að taka á móti Guðs orði »með fögnuði«. Þú hef ur ef til vill þegar gert það. Þú hefur ef til vill hlotið þá undursamlegu reynslu að Guðs orð varð lifandi í þér. Guö lalaði í því við þig. Þú fannst við kross Krists brennandi kær- leika Guðs til týnda barnsins hans. Þú heyrðir hann segja vió þig: »öttast þú eigi, því að ég frelsa þig; ég kalla þig með naf ni, þú ert minn« (Jes. 43, 1). Þú fannst Guð og gekkst hon- um á hönd. Fagrir eru vordagar hins kristna lífs. En svo kemur hín langa röð daga og ára, þegar vér eigum að lifa kristindóm vorn í smáu og stóru hversdags- lifsins. Vaxa á hverjum degi í þekkingunni á Guðsorði, á hverj- um degi vera á ný þakklát fyr- ir náð Guðs í Jesú Kristi, á hverjum degi vera trú hinni himnesku köUun og festa aug- un á hinu eilífa takmarki. Og þá hættir oss til að þreyt- ast, þegar á móti blæs, áform vor mistakast. Þungt verður fyrir fæti og margai- raddir kalla og láta hátt. Jesús þekkir oss og veit þ;tta allt, að oss hættir til að »falla frá á reynslutímum« og »að á- hyggjur og auðæfi og unaðs- semdir lífsins vilja kæfa í oss rödd Guðs heilaga orðs.« Já, Jesús þekkir oss og hann fullyrðir að ekki þurfi að fara svo fyrir neinum af oss að eigi beri Guðs orð þroskaðan ávöxt í lífi voru. Munum það. Að bera ávöxt^ með stöðug- lyndi getur orðið lilutskipti vor allra. Guð er í orði sínu. Guð starfar í orði sínu, eins og hul- inn sköpunarkrafturinn í sáð- korninu. Ef vér í öllum vorum veikleika höldum oss fast að Jesú, þá vinnur Guð náðarverk sitt í oss og lætur orð sitt bera í, oss ávexti til eilífs lífs. Gefi Guð að vér heyrum hans orð og göngum í ljósi þess til ætfiloka. Bjargið þeim —! Nýlega las ég frásögn u«m skip, sem hreppti mikið óveður. öll skipshöfnin var önnum kaf- in við að starfa. Allt í einu var hrópað: »Það féll maður útbyrð- is,« og um leið sást maður nokk- ur berjast við hinar æstu öld- ur. Skipshöfnin safnaðist sam- an við björgunarbátinn, en há- setarnir hikuðu við að fara upp í hann. Þá leit skipstjórinn á þá og hrópaði: »Félagar, bjargiö honum, það er bróðir minn.« Báturinn var settur útbyrðis, og því næst róið þangað, sem slysið vildi til. En það var um seinan. Hin hjálparvana hönd fálmaði í orvæntingu út í loft- ið, en fann ekkert, sem hún gæti gripið í og hvarf því næst í djúpið. Þegar ég las þetta f annst mér ég heyra Drottin hrópa til mín og allra þeirra, sero hafa gefizt honum: »Frelsaðu þá, sem leidd- ir eru fram til lííláts, og haltu þeim aftur, sem ganga skjögr- andi að höggstokknum.« Ég sé fyrir mér hið mikla haf heiðninnar. Milljónir manna eru að farast í því. Margir þeirra berjast í von uro að ná landi. Dag nokkurn sat ég inni á skrifstofu minni. Skyndilega heyrðist hávaði utan af götunni. Eg hafði einungis dvalið stuttan tíma í Kína, svo ég gekk út á götuna til þess að sjá hvað um væri að vera. Þegar ég kom út, sá ég fylkingu pílagríma, sem voru á leið upp að »guðafjall- inu«, sem var 10 mílur frá borg þeirri, sem vér dvöldum í. Þarna sá ég ýmislegt, sem ég ruun seint gleyma. Um leið og ég kom út, gengu, fram hjá mér þrír ungir roenn, sem höfðu stungið nál, á lengd við venju- legan bandprjón, gegnum aðra kinnina og út um hina. Þannig böfði þeir gengið margar míl- ur og ennþá áttu þeir 10 mílur ef tir, til þess að ná áf angastaðn- um. 1 fylkingunni voru einnig margir menn, sero höfðu þykka Frh. á 16 síðu.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.