Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.04.1936, Blaðsíða 4

Bjarmi - 15.04.1936, Blaðsíða 4
32 B J A R M I ínanni sæmilega lífskoðun, en ör- ugga f ullvissu um frelsi tit handa si/ndurnnum veitir hún alclrei og tónn hennar: »Kg álít«, er þoku- kennt fálm gagnvart opinberun Guðs og orði, sem var og er og verðnr - - óumbreytanlegt frá eilífð til eilífðar, — hvort sem frjálslynda guðfræðin setur sinn »vísi.nda]ega« löggildjngarstimp- il á l>að eða ekki. Þessi opinber- un hefir þrýst sér inn í líf mitt og frelsað mig frá valdi dauð- ans og djöfulsins. Hún hefir svipt burt minni eigin guðshug- mynd og veitt mér samfélag við Guð, fyrir friðþægingu Jesú Krists, sem er hinn eini vegur til Guðs. Ég hefi tekið á móti þössari gjöf Guðs, sem hreif mág í rá því að skoða og skoða, sífellt aö skoða, yfir í það að taka á móti og frelsast, Eg er »þröngsýnn« af þvi að ég samkvæmt Guðs heilaga orði hefi sannreynt, að ég er synd- ugu.r maður útilokaður frá sam- félagi við Guð, nema ég tileinkí mér þá náð Guðs er hann veitti mér með því að Jesús Kristur cíó fyrir mínar syndir, svo ég a;tti rétt til eilífs lífs og synda- fyrirgefningar fyrir hið full- komnaða endurlausnarverk hans. Ég er »þröngsýnn« af því að ég er þess fullviss, að su mannlega hugsunarflækja, sem nefnd er frjálslynd guð- fraeði, en er í raun og veru geymslustaður allra þeirra trú- arskoðana, sem hafna hinni einu algildu opinberun Guðs í Jesú Krist, er mér álíka örugg- ur grundvöllur fyrir frelsun sál- ar minnar eins og ókerfisbundn- ar íþróttaiðkanir, sem líka eru fundnar upp af mönnum. Eg er »þröngsýnn« af því mér ofbýður framboð það á guðshug- myndum og nýjum kenningum, sem orðið er í því musteri, sem á að geyma. vitnisburðinn um opinberun Guðs, föllnu mann- kyni til frelsunar. Pað líf, sem Guð hefir gefið mér í samfélaginu við sig, mun ég reyna að nota til þess að hinn þröngi flokkur hinna -»þröng- sýnu« megi aukast sem mest. Lofaður sé Jesús Kristur! Bjarni Eyjólfsson. Ný sönnun? Á marmaraplötu einni í Naz- aret hefir fundizt tilskipun á grískri tungu frá rómverska keisaranum Caligula, og befir kaþólski guðfræðingurinn dr. Loetsch nú lagt mjög merkilega þýðkigu inn í áletrun þessa. Próf. Loetsch heldur þvi fram, að þessi keisaralega tilskipun sé svar við spurningu frá Pontíusi PíJatusi. I tilskipuninni er þeim, sem raskar grafarfriðnum hót- að dauðarefsingu. Það eru taldir upp margir möguleikar meó mörgum hætti, hvernig hægt sé að raska grafarfriðnum. Sér- staklega er, að viðlágðri dauða- refsingu, bannað að brjóta upp gröf, velta steininum frá og flytja hinn látna burt til annars staðar. Að áliti fræðimannsins getur það einungis verið boð- skapur postulanna um upprisu Jesú, sem hefir gefið keisaran- um tilefni til þess að gefa út slíka tilskipun. Ef þessi skoðun reynist rétt, er þessi áletrun frá Nazaret elzta sönnunin, utan Biblíunnar, fyrir upprisu Jesú. Jöhann Hannesson: Til trúmanna og trúleysingja. Svar við »Trú og trúleysi« eftir Pétur G. Guðmundsson. Þegar P. G. G. hélt erindi sitt í útvarpið fyrir skömmu um »Trú og trúleysk vakti það þeg- ar í stað mikið umtal og megna andúð allra hugsandi manna. Síðan hefur erindið verið mjög hrakið og þótti mörgum trúleys- ið veita fyrirlesaranum lítinn þrótt í trúmálaumræðunum um daginn, er margir undruðust hversu lítið hann hafði fram að færa sínu máli til stuðnings. — Eitt af því bezta, sem lagt hef- ur verið fram í þessu máli, er l>essi bæklingur Jóhanns Hannessonar, þar sem hann hrekur erindi P. G. G. svo að segja lið fyrir lið með sterkum rökum og af miklum lærdómi og snýr vörninni upp í sc')kn og hvetur alla vini trúar og siðgæð- is að gera meiri alvöru úr sinni trú og fylkja sér af lífi og sál rneð Kristi — opinberun Guðs. Vér hvetjum álla þá sem með þessum málum vilja fylgjast að lesa þenna-n litla bækling. Ariö 1933 gðfy mótmælendui' í N.-Ameríku 14 milj. dollíira ti: heiö- inctjatrúboðs. 25 tók hann ekki í hana, en hneigði sig aðeins og skundaði aftur til skógar. Hann hugsaði skýrt og skarplega á heimleið- inni, því að það sem hann gerði fyrir Elsu, varð hann að gera vel, hið eina, sem hann mátti gera fyrir hana, hið eina, ,sem hana langaði að hann gerði fyrir hana. Hann var rólegur hið ytra, þegar hann kom inn í stofu Eiríks. »Ég er hræddur um að þú sért hjssa á I>ess- ari einkennilegu, framkomu hjá mér og meö réttu,« sagði hann, en Eiríkur greip fram í fyr-" ir honum. »Nei, ég skil þig vel,« svaraði Eiríkur þung- búinn á svip. »Við getum báðir tekizt í hendur, því að við höfum báðir verið dregnir skamm- arlega á tálar.« »Ekki báðir, heldur aðeins ég'.« »Það gerir hana ekki betri í mínum augufn, að hún valdi mig- að síðustu og haf naði þér, en þó hún hefði gert hitt. Hún er að minnsta kosti svikari.« »Neí, Eiríkur hún hefir ekki dregið mig á tálar, það er mín eigin ímyndun, sem hefir gert það. Eg hefi verið kjáni, maður getur ekki ásak- að hana fyrir það.« Eiríkur horfði efablandinn á bróður sirin. »Þú talaðir ekki svona í gær,« sagði hann. 26 »Þá var ég ekki með sjálfum mér; nú veit ég, hvað ég segi.« »En undrun þín var svo ósvikin, að þú hafðir auðsjáanlega ekki hugmynd um annað en ac) hún væri einlæg við þig.« »Maður á svo auðvelt með að trúa því, sem maður vOl trúa, og svæfir sig með tálvonum,« sagði Hjálmar og ]eið hræðileg-a hið innra meó sér yfir því að neyðast til þess að lýsa yfir því, að hann væri kjáni, sem ímyndaði sér hitt og þetta, sem alls ekki var. En hann varð að efna loforð sitt við Elsu, hvað sem það kostaði. Eiríkur stóð á fætúr og gekk alveg- að Hjálm- ari. — »Hefir ekkert það veriö í framkomu hennar, sem kom þeirri hugmynd, inn hjá þér, að hún elskaði þig?« spurði hann. »Nei,« svaraði Hjálmar hiklaust. Hann vissi að hann var að segja ósatt, og að það var rangt, en hvað var hann að spyrja um rétt og rangt á þessu augnabliki? Elsa var hið eina, sem var í huga hans. Það birti yfir svip Eiríks. »Er það áreiðanlegt?« spurði hann, og var enn þá í vafa. »Já,« svaraði Hjálmar jafn ákveðinn og áður. »Svo að hin vingjarnlega framkoma hennar gagnvart þér hefir verið alveg saklaus? Hún För til Palestínu, frh. Seinna um kvöldið var okkur gengið inn fyrir gömlu borgar- múrana, og inn í þann hluta borgarinnar, sem vanalega er átt við, þegar talað er um Jerú- salem, hér heima. -Eins og áður er frá sagt, var stjörnubjartur himinn og tungls- ljós, og urðu því byggingar lx>rg- arinnar, við birtu tunglsins hvít- ar að sjá, sero dagur væri. Sök- u.m þess hve götur þar eru þröngar náði tunglsljósið víða ekki nema niður á miðjai- hliðar húsanna, öðru megin götunnar; var því mjög skuggsýnt þar sem við gengum. Göturnar eru hlaðnar og ó- sléttar, og víða með þrepum eins og tröppur. ' Er mér var gengið niður af einni slíkri tróppu, lenti ég með vinstri fótinn nokkra þuml. frá liöfði Araba nokkurs, sem þarna hafði lagt sig til svefns, en ég vegna myrkursins sá ekki. Þóttumst við lánsamir að hafa ekki hrifið hann út úr draumai- landinu, á svo voveiflegan hátt, því ekki áttum við það víst, að hann hefði kunnað okkur þakk- ir fyrir. Ekki könnuðumst við við neitt af því, sem við sáum þarna um kvöldið, enda fórum við ekki, langt. Hittum við í einni göt- unni enskan lögregluþjón, vísaði hann okkur leið að' næsta hliði, sem var Jaffa hliðið, Fórum við síðan heim til gistihússins. Árla næsta morgun risum við úr rekkju. Ot um giuggann á her- berginu, blasti viðokkur suövest- urhluti borgarinnar, sveipaðui- geislum morgunsc)larinnar. Ekkert staðarheiti á jörðu kveður við dýpri tóna í sál vorri, en borgin á fjallinu, hátt upp á toppi Zíonar. Vakna, Zíons veröir kalla, ó, vakna, bijómar röddin snjalla, þú Jerúsalem, borg Guös brátt. Milljónir pílagríma hafa séð þig, og' milljónir manna um alda- raðir hafa þráð að sjá þig. Þú hefir verið viðfangsefni æsku- drauma vorra, sem þeir hafa sveipaC) logandi geislabaug gulls og' purpura. Daginn byriuðum við með því að fá okkur morgungöngu, og' voru þá árvakrir kaupmenn að opna búðir sinar, og blaðastrák- ar að selja morgunblöðin, sem flest voru prentuð á hebreska tungu. Eftir morgunverðinn, var svo lagt af stað frá gistihúsinu í smáhópum, og var leiðsögumað- ur með hverjum. Gengum við inn um Jaffa hliðið, og eftir götu, sem heitir Davíc^sstræti. Fórum við félagar nú að kann- ast við okkur frá því kvöldinu áðv.r. Frh.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.