Bjarmi - 15.10.1936, Blaðsíða 1
20. tölublað
Reykjavík, 15. okt. 1936
30. árgangur
19. sunnud. e. trinitatis (Matth. 9. 1—8).
Fypirgefning syndanna.
Eftir séra Guðmund Einarsson.
Sennilega er hugtakið syncl
það hugtak manna sem breyti-
legastar skoðanir eru um á vor-
um dögum, því margir álíta að
engin synd sé til, helclur van-
þekking og ófullkomleiki, ;sem
fylgir því þroskastigi, sem mad-
urinn er á; en aðrir telja syncl-
ina aðalböl heimsins, meinsemd,
sem veldur mestum sorgum og
þjáningum í mannheimi..
Ég held, að enginn hugsandi
maður, með sæmilega skynsemi
g-eti komizt hjá því að játa, að
vér menn gerum margt það og
tölum, sem vér vitujm að er
rangt og mót vilja Guðs, svo að
uro vanþekkingu geti ekki verið
að ræða, heldur vísvitandi brot
á móti boðum og vilja Guös,
hins heilaga og alvalda Drottins,
En synd er sérhvert brot á
móti Guðs heilaga vilja, brot,
sem vér vitum um og oss er
Ijóst að stríðir mót boðuim hans
og tilgangi allrar tilveru.
Þau brot, sem vér drýgjum
án þess að vér vitum eða höf-
um hugboð um, að séui brot móti
vilja.Guðs, held ég ekki að séu
oss synd, því vér fell,u.m engan
áfellisdóm yfir sjálfum oss
vegna þeirra, þar getur aðeins
verið um þá vanrækslusynd að
ræða, að maðurinn hefir ekki
þroskað anda sinn og sál eins og
Guð ætlast til að við gerum, og
þar á það því við, að syndin sé
oíullkom],eiki og vanþekking; en
jafnvel þar erum vér þó ekki án
sakar, því vór höfum ekki leit-
að á Jesú fund, sem oss ber aó
gera, til þess að geta náð guð-
legum þroska og, fengið vissuna
um það, hvað Guðs vilji er í
hverju einu tilfelli.
Pegar vér leitum á Jesú f und,
nálgumst hinn heilaga Drottin,
þá er það víst of tast svo, að vér
heyruim orðin: »Þínar syndir«
hljóma til vor. Hreinleiki Jesú
og hans heilagi kærleikur hlýt-
ur að vekja þessa rödd í sálum
vor manna, hinna brotlegu og
seku: »Mín synd, mín synd«, og
döpur vonleysisalda fer um oss,
því nú skiljum vér fyrst hve
brot vor eru mörg og stór, þeg-
ar vér sjáum þau í spegli hins
algjöra hreinleika og kærleika,
og hve þráum vér þá að heyra
meira, orðin ljúfu og þýðu:
»Barnið mitt, þér erui þínar
syndir fyrirgefnar«.
1 kvæði nokkru stendur þetta:
»En dýpsta sárið það sáu þeir
ekki«, Peir ,sem báru lama
manninn til Jesú og hann sjálf-
ur sátn ekki dýpsta sárið, sem
hann ^eið af, — það var hiö
sorglegasta og hættulegasta, að
þeir vissu ekki hver var aðalor-
sök þjáninga hans og böls. Þeir
sáu, að hann var þjáður og van-
megna, en »dýpsta sárið það sáu
þeir ekki«, sárið, sem var frum-
orsök þjáninga hans og því reið
anest á að lækna, en Jesú sá það
og byrjar einmitt á að græða
það sárið, er hann segir við
hann: »Barnið mitt, þínar synd-
ir eru þér fyrirgefnar.«
Góður læknir leitar æf inlega
að frumorsök þjáninganna og
leitast við að græða dýpsta sár-
ið, því þá er fyrst von um al-
gjörðan bata. — Jesús er góði
læknirinn, hinn eini, sem öll sár
getur grætt, því hann einn get-
ur fyrirgefið syndir á jörðu^
Hvort heldur vér lítum til ein-
staklinganna eða til þjóðfélags-
heildanna þá munum vér kom-
ast að raun um, að »dýpsta sár-
ið« er syndin, og að ekkert veld-
ur meira böli í mannheimi en,
hún,
Það er syndin, ranglætið og
hrokinn, sem veldur því að þjóð
rís gegn þjóð og vígvellir eru
laugaðir blóði; það er heiftin og
hatrið, sem sviptir manninn,
skynsemi og dómgreind, svo
hann sér ekki .hvað sanngjarnt
er og; réttlátt, Hann æsir svo
sjálfan sig og aðra upp til
liryðjuverka, og dauði og tor-
tíming bíður við dyrnar.
Þannig er ástandið í heimin-
um á vorum dögum; þjóð bersfc
við þjóð og bræður berast á
banaspjótum af ógurlegri heift
og dæmafárri grimmd,.
Skyldu mennirnir ekki vita,
að þetta er brot mót vilja Guðs,
að það er synd, sem hrópar til
himins?
Skyldu mennirnir ekki skilja,
að ef syndin væri af máð af jörði-
unni gæti ekkert slíkt átt sér
staö, að þá réði kærleikur og
elska hugsun vorri og gjörðumi
og að hamingja og gleði kæmi í
stað hörmunga og tára? ¦
Ef vér svo lítum til einstak-
linganna, hve veldur þá ekki
syndin þar mörgum tárum og
miklumi sáa*sa.uka; á öllum aldri
mannsins er hún að verki og
sviptir oss sælu Ufsins, þeirri
sælu, sem, Guð vill að það færi
hverjum einum af oss.
Eg hef séð unga menn og kon-
ur harmþrungin og beygð und-
an byrði syndarinnar og afleið-
ing.inn hennar og heyrt hina
eldri andvarpa: »Mín synd, mín
synd!« — Og þó eru það flestir,
sem í húmi hinnar þögulu næt-
ur leita á Jesú fund biðjandi:
»Guð, vertu mér syndugum l.íknr
samur«. Vér dyljum synd vora
og sársauka vorn fyrir öðrum
mönnum, og reynum jafnvel að
fela hana fyrir augliti hins al-
sjáanda Guðs, svo hin djúpu sár
syndarinnar vilja einatt spillast
og verða að þeirri und, sem að
ben gjörist, ólífissári, sem eitr-
ar aUt vort líf og gerir það að
byrði íi stað þess að það á að
vera oss dýrðleg gjöf frá hendi
Guðs. — Þessvegna svipta menn
sjálfa sig lífinu, að þeim finnst
það þyngri byrði en þeir geti
borið; þess vegna er hugsýki
og þjáningar hlutskipti svo
margra, að þeir geta ekki beð-
ið í einlægni: »Guð vertu mér
syndugum líknsamu:r«, og því f á
þeir heldur ekki að heyra orðið
frá himni, sem eitt getur hugg-
að er svo stendur á: »Barnið
mitt, þér eru þínar syndir fyrir-
gefnar«.
En ég hef líka fengið að sjá
hina hryggu gleðjast og hina
vonumsviptu fagna er þeir nálg-
uðust frelsarann með bæninni:
»Herra, miskunna þú mér«, og
þeir heyrðu rödd hans í kyrrð-
inni: »Barnið mitt, þínar syndir
eru þér fyrirgefnar«.
Ég hef séð þá, sem stóðu á
barmi hyldýpisins, albúnir að
hverfa úr tölu lifenda, af því
þeim fannst lífið of þung byrði,
en sem þó enn krupu niður,
»féllu að fótum Guðs«, og and-
vörpuðu: »Hjálpa oss herra, því
vér förumst«, og séð þá rísa upp
aftur með bros á vör, því þeir
fengu að heyra, innst í sálu
sinni, hið volduga orð. »Barnið
mitt, þér eru þínar syndir fyrir-
gefn,ar«. Elska Guðs fór um sái
þeirra og þeir fylltust unaði
hans, svo nú var þar bjart, sem
áður var myrkur, nú þar friður
og ró, sem áður var ófriður og
sár hugarkvöl. Alft var nýtt í
Drottni, »dýpsta sárið« var
grætt, lofgjörð og þakklæti fyllti
hugann, þar sem áður ríkti ör-
vænting og, óbærilegur sársauki
er nú friður og heilög hvíld. —
Sælan í faðmi Drottins er full,-
kominn sæla.
tJtbreidið
Bjarma.