Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1936, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.11.1936, Blaðsíða 2
82 B J A R M I Ahraliam og samtíd lians Enski fornl,eifafræðingurinn sir Leonhard Woolley vakti fyr- ir nokkurum árum mikla at- hygl,i, með bók sinni: Or í Kald- eu. Hann er sérfræðingur í forn- sögu: Mesópótamíu og einkum í öll,u, sem viðvíkur Or, Fornleifa- gröftur hans þar hefir dregið margt fram, sem varpar ljósi yfir hina fornu menningu þess- ara héraða, menningar, sem var runnin í'rá Súmeriska þjóð,- flokknum en Semítar í Babylon tileinkuðu sér síðar. Orsök þess að uanrædd bók Wcolleys vakti svo mikla at- hygli í hinum þrönga hring þeirra. sem kunnugir eru þess- um málum, er fyrst og fremst sú, að aðalstarfsstöð hans var Or, gamall bær í Mesópótamíu, sem sérhvert barn, sem dáljtið hefir lært í biblíusögum kann- ast við. Samkvæmt því sem Biblían segir, var þessi borg bær Abrahams., Petta getur komið hugmyndafluginu af stað: Ætli það sé mögulegt, með hjálp forn- fræðinnar, að skyggnast svo langt aftur í frásögn Ritningar- innar, að hægt væri að varpa Ijósi yfir sögu ættfeðranna, á venjulegan sagní'ræðilegan hátt? 1 fyrri bók sinni notfærði Woolley sér ríkulega þessa spurningu,, og .hún hefir aug- sýnilega alltaf síðan vakað í huga hans. Nýlega. hefir hann sent frá sér nýja bók, sem ein- göngxif í'jaUar um þetta. Titill- inn, sem hann velur henni, er stuttur og skýr: Abraham, Re- cent djscoveries and Hebrew origins (299 s., Faber and Fab- er, London). Bókina hefir hann tifeinkað skáldinu: Rudyard Kip- ling, en hann ræddj mikið við hann um efni hennar, meðan hann vann að henni. Með. hjálp hinnar einstöku þekkingar sinnar á hinu sumer- iska lífi og menningu, reynir hann að vekja skilning á frá- sögninni uan Abraham. Fram- setning hans miðar því að því, að. draga fram samtíðar frá- sagnir. Hann er sem nútíma sagní'ræðingur, ekki bundinn við þann tímadepil,,, sem þau rit, sem til vor hafa borizt, eru rituð, á, heldu.r gengur hann djarflega til verks, því að hann veit, að þótt framsetningin sé til- töl.ulega ung, getur eí'nið eða innihaldið verið undarlega mik- ið eþlra. Fyrst spyr hann: Getum vér verið viss um, að frásagnirnar um, að Abraham hafi komið frá Or, séu réttar? Og því næst spyr hann: Er Or, sem Abra- ham var frá, sama borgin, sem við höfum grafið upp í Mesó- pótamíu? Ef .hægt er að svara þessum spurningum játandi, er gjörlegt að rannsaka hinar sér- stöku sumerisku forsendur fyrir sögu Abrahams. Ef hægt er ao sainna, að það séu atvik og atriði í frásögunum um Abraham, sem einungis er hægt að skýra í Ijósi þeirrar nýju fxikkingar, sem vér nú höfum öðlast i-m Or, þá fáum vér öruggan, sögulegan grumdvölL að byggja á. Höí'undur bókarinnar vekur athygli á þeirri mótstöðu, sem hin taumlausa gagnrýni, er hófst á síðastliðinni öld á öl.lu því er Abraham viðvíkur, hefir mætt., Fyrir áhrif frá henni litu menn aðeins á hann sem upn- hafs-hetju þjóðarinnar, veru. sem var sambland aí' goðsögn, skáldskap og þjóðtrú, en hafði því næst verið gjörð að manni og tákni um einingu þjóðarinnar — en alls ekki sögujeg perscna. Að þessari kenningu hefir verið hafnað, er fyrst og‘ fremst að. þakka. hinum mörgu fornmenja- fundum, sem gerðir hafa verið í sambandi við rannsóknir á forn- sögu. Egyptalands og Mesópóta- míu. Höfundurinn ræðir nákvæm- lega um frásögn Biblíunnar, um Abraham, og leggur í því. sam- bandi mikla áherzlu á það, að frásagan, eins cg hún hefir bor- izt oss, sé eíVir æfafornri munn- legri frásögn, sem ómögulegt er að hafi verið búin til á seinni tímum, því hún ber með sér sér- stök einkenni þess staðar og tíma, sem hún gerðist á., Samkvæmt fornl.eyfarann- sóknum er það full víst, að »Ha- bí>«í«-ættstofninn ( Hebrea) í'luttist frá Úr í Suðuir-Babylon- iu til Haran í norðurhlu' anurn nál,ega. 2000 árum f. Kr. Pessi flutningur kemur einkennilega heim við brottför Abrahams. Ef frásögnin urn Abraham hefir fyrst myndazt, eftir að Israelsmenn settu.st að í Palest- ínu, hefði það verið algjörlega útilpkað, að þessar frásagnir segðu frá atriðum, sem voru gjörsamlega ókunn bæði í Egyptalandi og í hinu gamla Kanaanslandi. og aðeins þekkt í hinum sumerisku, menningar- héruðum og aðeins á þeim tíma, þegar Abraham og ætt hans hefir l,ifað undir þeim me nn i ng ar áh r i f u m, H ver n i g hefði seinni tíma höfundur átt að geta fundjð slíkt upp? Það kæmi algjörlega í bága við all- ar aðrar þá þekktar sagnfræði- legar frásögur. Annað dæmi er fásagan urn framkomu Abrahams við Hagar og Ismael. Hún er nefnilega samhljóma, sumeriskum, lagaá- kvæðum, sem giltu, á tímum Abrahams, í l,ögum Hammurabi. Samkvæmt þeim er einkvæni hið eðlilega, en ef konan var óbyrja, hatfði maðurinn leyfi til að taka sér hjákonu af annari stétt. Auk þess voru, önnur á- kvæði í lögunum á þá leið, að húsfreyjan sjálf gau tekið einhverja aí' ambáttum sínum og gefið manni sínurn, að hún fæddi honum börn. Ef hún eignaðist barn, hlaut hún jafn- framt í'relsi, og barnið var lög- legur erfingi föður síns. En jafnframt þessu ákvæoi var manninum bannað að taka sér hjákonu Ef ambáttin reyndi til, að bola eiginkonunni burt, hafði hún rétt til að selja hana, ef hún hafði ekki ennþá eignazt barn. en annars gat húsí'reyj an á ný gert hana að ambátt. Það er einmitt það, senv gert var við, Hagar, og í. fyrri deilunni milli Hagar og Söru; var deilan jöfnuð sam- kvæmt sumeriskum lögum. Seinna skiptið, þegar Sara sjálf .hafði eignazt son, var öðruvísi farið að., Þó gekk illa að fá Abraha.ro til þess að reka Hagar og Ismael, bu,rt út á eyðimörk- ina, og það var ekki fyrr en orð- sendingin kom til hans frá Guði, að hann braut í bága við þau lög. sem giltu um þetta efni. I öðrum atburði, sem oss er sagt frá, kynn.umst vér svipuðu, nefnilega þegar Abraham ætlaði að fornfæra ísak. Mecal, semíta þjóða þeirra., sem byggðu. Palestínu:, var í'órn- færing frumburðarins þekkt frá fyrstu tímuro. Það vitum vér bæði af í'rásögn Biblíunnar og í',:rnsögurannsóknanna, Fræg- ustu barnafórnfæringar voru fórnirnar til handa Mólok, gcðs Föníkuroanna.. Þessi fórnfær- ingasiðvenja liggur á bak við reynslu Abrahams. Hann átti að vera jaí'n fús að fórna sínuro guði eins mikl,u og »heið- ingjamir« sínuro. En þegar að fórninni er komið er hann stöðv- aður, og svo færir hann dýra- fórn í staðinn. Með þessu. snýr hann aftur til sumeriskra. trúar- atriða* því á hinum mörgu: áletr- unum, sem fundjzt hafa, er ekki hægt að finna neitt, sem bendir til manní'órna, heldur aðeins dýrafórna. En jafní'ramt er það augsýnilegt af þessum texturo, að dýrafcrnir koma í stað mann- fórna. T. d., lambið kemur í stað mannsins. Maðurinn gefur l,amb í staðinn fyrir líf sitt. Hann gef- ur höfuð af lambi í stað manns- höí'uðs o. s. frv. Þð er einnig eftirtektarverr, að hríiturinn fastur í rurma, er algeng mynd í hinni elztu sum- erisku list. Þar sér maður hrút bundinn með silfurhlekkjum við blómstrandi greinar runnans., ★ Eftir venj ulegum sagnfræði- legum leiðum heí'ir þessi rann- sóknarmaður komizt að niður- stöðum, sem færa sög:u Gyðinga talsvert lengra aftur í tímann en leyfilegt er eftir hinum nýju biblíusögum, sem sagt er að satndar séu »sa.mkvæmt nýjustu niðurstöoum vísindanna«. Sérhver sá, er les Biblíuna, og hefir á,huga fyrir hinni sögu- l,egu hlið frásagnarinnar, getur lesið þessa bók Wooljeys sér til mikils fróðleiks. Og sérhver sagnfræðingur mun við lestur bókarinnar verða áminntur enn á ný um það, hversu varlega maður verður að fara, þegar ráðizt skal á aldur hinna biblíu- legu frásagna,. (Kristl. Dagbl.) Postulasagan 29. kapítuli. Sá, sem opnar K ýja-tcst. mentiO,. leitar árangurslaust að 29. kapítu a Postulasögunnar. Hetir hann ekki verið ritaður? Tuttugasti og áttundi kap, endar svo snögglega, að það hlýtur að koma framhald. Og frainhaldið er — ki'istniboðssagan. Pegar kunnur og merkur biskup hafði lesið um starf og þjáningar Juhn Williams á huðurhafseyjum, lagði hann bókina frá sér og tagð.: »Petta er 29. kap. Postulasögunnar! ; En á tímabilinu milli Páls og John Williams hafa margir haldið verki postulans áfram, og margir haía bœtst í starfið síðan, svo að J.essi kafli hlýtur að hafa mörg vers. Margir »höfundanna« eru gleymdir. Peir börðust trúir til d^uða á af- skekktum og ókunnum stöðum. En í bók Guðs eru nöfn þeiira rituð með eigin hendi hans, og þeir munu lýsa sem stjörnur i dýrð himnanna. Af nöfnum annara stafaði ljómi þegar hér á jörð og frásagnirnar um afrek þeirra fylla margar bækur, sem eru meira hr'ífandi en nokkur skáld. aga, og ótrúleg eins og draumur. Allir, sem reyndust trúir skipun Drottins: »Farið út um allan heim og prédikið gleðiboðskapinn«, h.utu þá náð að bæta einum hlekk í þá keðju, sem nær frá litla salnum í hinni jarðnesku Jerúsalem og inn í fagnaðarheimkynni hinnar nýju Jer- úsalem. Og nú er spurningin: Hefir þú, sem lest þessar línur bætt þínu versi í þennan kapitula? Hefir þú, eins og postulinn, upp- fyllt á holdi þinu það, sem ávantar Jijáningar Krists, fyrir líkama hans, sem er söfnuðurinn? Ennjiá er tfmi. Gefðu Guði hjarta þitt og krafta þína! ★ Pó þú skildir ekki nema einn ein- asta stað í Biblíunni, — jæja, þá er að skilja hann. En þú átt ekki fyrst, að setjast niður og brjóta heilann urn erfiðu staðina. (Sören Kirkegaard).

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.