Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1937, Síða 4

Bjarmi - 01.09.1937, Síða 4
4 B J A R M I kristni, segja menn. Þess vegna er krafan gerð til kirkjunnar: Ný siðabót á hinum úrelta krist- indómi. Gefið oss nýja trúar- játningu; eða lcennið mönnurn aS minnsta kosli að leggja nýj- an skilning i gömlu orðalillæk- in! Vér þökkum vinsamlega fyr- ir hin góðu ráð. En að fela liina þrautreyndu játningu kirkjunn- ar hverjum óvöldum „siðbótar- manui“ til umbóta, það gjör- um vér nú samt sem áður ekki. Vér minnumst poslulans, sem sagSi: „Látið yður ckki afvega- leiða af ýmislegum og annarleg- um kenningum, þvi að það er golt að lijartað styrkist við náð“ (Hehr. 13:9). En sú „siðabót“, sem sníður náSina burtu úr kristindóminum, heyrir að sjálfsögðu til þeim kenningum, er afvegaleiða. Á liðnum árum liefi ég kost- gæfilega kynnt mér bækur og biöð hinna nýju lueyfinga. Ég hefi verið lieyrnarvottur að trúar-efasemdum og skrifta- rnálum nútíðarmanna svo liundruðum skiptir. Ég liefi ver- ið iijarlanlega fús á að læra af hinu nýja — vel minnugur þeirrar áminningar postulans, að prófa allt, en halda því sem gott er (I. Þess. 5:2). Og ég held þvi ekki heldur frarn, að allt liið nýja sé óréttmætt. En þetta segi ég og lel rétt vera: Kristindómur kirkjunnar get- ur undir engum kringumstæð- um orðið endurbættur af öðr- um en þeim, er þekkja hann af eigin reynd, og vita að hverju gagni hann getur orðið í mann- lífinu. Þeir menn allir, er ekki hafa sjálfir tileinkað sér og sannreynt lcjarna kristindóms- ins, en gera sér far um að „lag- færa“ hann, líkt og kennari leið- réttir stíla í barnaskóla, þeir cru ekki siðbótamenn, heldur skottulæknar. Ilið gainla verður aldrei umbætt (reformerað), að minnsta kosli ekki á sviði trúmálanna, með þvi aö sniða burtu og breyta til að utan, Iieldur eingöngu með þvi, að til- einka sér hið gamla með skil- yrðislausri alúð og sannreyna kjarna þess. Þeirri aðferð beitti Lútlier. — Hann varö ekki siðbótarmaður nieð því að sitja í makindum, að hætti bókvitringa, og fitla við liina kaþólsku kenningu. Með brelldri samvizku sann- reyndi liann frelsiskenningu kirkjunnar i hörðum skóla lífs- ins. Hann þráði umfram allt að finna frið, öðlast hjálpræöis- ^ fidlvissuna, verða lireinn, slerk- > ur og glaður i Guði. Af alúð opnaði Iiann sál sína fyrir þeirri lijálp, er kirkjan liafði að bjóða; og svo varö innri leynslan sú, að það, sem frels- aði liann og veitti lionum sig- ur, það var ekki „syndalausn- arsala“ né dýrlingadýrkun, munkalifnaður né verknaðar- verðleikar, heldur hinn fagnað- arríki boöskapur um fullkomið verk Jesú Krists, um þá óverð- skulduðu náð, sem að oss er rétl frá krossi Jesú Krists. Og með þessum liætti varð liann siðbótarmaður af lífi og sál'. Þessa einu og sömu leið verða þeir menn aö fara, er nú cru svo sólgnir í nýja siðabót innan kristnu kirkjunnar. Yér samsinnum ekki þvi sið- bótaskrafi, sem aðallega stefnir að ópersónulegri kenningu, alls- lierjar-samsteypuguðrækni, sið- ferðilegum skynsemihugleiðing- um — og menningar-ofmetnaði. Sá maöur, er sjálfur liefir verið staddur í syndaneyð, þar sem innri maðurinn var að þvi kom- inn að örmagnast undir synda- þunganum, — sá einn getur lagt orð í belg um „trúarkreddur“ kristindónisins, um erfðasynd og sekt. — Sá maður, sem i bugarangist og eigin vanmætli liefir fundið sér örugga fólfestu undir krossi Krists og sjálfur reynt það, hvernig þar veitist slyrkur til aö trúa á fyrirgefn- ingu syndanna og barnarétt lijá Guði, sá einn getur lagt orð i belg unr „kredduna“ þá, er svo hijóðar: „Sjá Guðs lambið, sem ber heimsins synd!“ -—- Og ein- ungis sá, sem í liinni góðu breyskleika-baráltu til helgunar hefir sjálfur reynt það, að sú barátta er ekki aðeins gegn lioldi og blóði, heldur og gegn andaverum vonzkunnar í liim- ingeimnum, sá einn getur lagt <>rð í belg um „kredduna“ þá, að til sé persónulegur djöfull og glötunar-möguleiki. — Engin siðabót er réttmæt önnur en sú, sem getin er af sjálfum antla kristindómsins. Sé hún annan veg til komin, þá er þar að ræða um vélabrögð liins vonda, en ekki hjálp Ileilags Anda lil um- bóta. En sá, er í sannleika þekkir hið innra gildi kristindómsins, hvað mundi liann leggja til mál- anna um nýja siðaból innan kristnu kirkjunnar? Ég get auövitað ekki svarað nema fyrir sjálfan mig, og ég geri það á þessa leið: Honum mundi vera það ljóst, að það, sem meslu varðar, er fyrst og fremst það, að kristindómur kirkjunnar urnbæti oss, — en ekki að vér umbætum liann. Mikið af nýtízku siðbótar-ákaf- anum byrjar á öfugum enda: að umbæta kristindóminn, í stað þess að láta hann umbæta oss. Auðvitað er það allt auö- veldara, að „endurbæta“ krist- indóminn þannig, að liann sam- þýðist vorum eigin hugsun- um, eða verði hæfilega rúmgóð- ur fyrir „vorn gamla mann“, en að láta kristindóminn lialda broddi sínuni og krafti og lála hann umbæta oss. En þaö væri i sannleika sagt, að lilaupa und- an merkjum. Nl. næst.. Úr ýinsurn áttum. Þökk sé þeim, sem þegar eru bún- ir að borga yfirstandandi árg. blaSs- ins. Framtíð blaðsins iiyggisl á á- huga, fórnarlund og skilvisi vina þess og kaupenda, að miklu leyti. Þess vegna eru útg. þakldátir hverj- um þeim, sem sýnir þetta i verki. Enn eru þeir nokkrir, sem ekki hafa gert það, en þeir gerðu vel lil blaðs- ins, ef þeir sendu pvi andvirði ár- gangsins við fyrsta tækifæri. * Gætir þú ekki útvegað einn nýjan kaupanda? Nýir kaupendur fá sög- una „Britta" (verð kr. 1.50) í kaup- bæti um leið og þeir borga árg. * Fagurt fordæmi. 9 ára gömul stúlka á Vestfjörðum vann um dag- inn 25 krónur i „Happdrætti Há- skóla íslands“. Hún gaf þær undir eins til kristniboðsins í Kína. Guð blessi hana fyrir það. líf hún ætti marga sína líka meðal þjóðar vorr- ar, ]>á þyrftum vér ekki að láta er- lenda þjóð standa strauin af íslenzku kristniboðunum, eins og nú er að meira og minna leyti. Þá myndi líka vera bjarl.ara yfir öllum hag þjóðar- innar, en nú er. Guð vill nota litlu stúlluina til að opna augu þjóðar- innar fyrir þessu, en vill þjóðin skilja það? * Norðurlandamót kristinna stúd- enta og menntaskólanemenda, frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, var haldið í Ábo í Finn- landi fyrir skömmu. Þátttakendur voru fleiri nú en nokkru sinni áður á þessum mótum, cða fuil 700 manna. Meðal ræðumanna þar voru prófessor Hallesby og Friðrik Wis- löff, prestur og biblí uskólastjóri í Osló. Altarisgestir í lokaguðsþjón- ustu mótsins voru um 700, flest stúdentar. * Ivristnir læknar frá norðurlönd- um halda einnig mót li.—5. sept- ember n.k. að Hösbjör í Noregi. Fulltrúar frá kristilegum læknafé- lögum í Danmörku, Finnlandi, Nor- egi og Svíþjóð mæta þarna og er gert ráð fyrir að þeir verði um 100 auk nokkurra læknastúdenta. Síðast var samskonar mót lialdið fyrir þrem árum í B’ástad í Svíþjóð. w ,.**>*,£ 67 Þcssi hugsun kom að henni einu sinni, er hún var að hræra í hrísmélsgrautnum. Og hugsunin kom svo skyndilega, að liún setti frúna út úr jafnvægi um stund, og liún rankaði ekki við sér fyrr en viðbrunalykt lagði að vitum hennar. Þá tók hún til óspilltra málanna og hrærði í grautnum af kajipi, en jafnframt því, er ausan snérist i pottinum, Iiringsnérist Iiugmynd henn- ar i höfðinu á lienni, svo að hún eyrði varla við pottinn. Og eftir þvi sem hugsun hennar hring- sólaði mcira í höfðinu, þá óx bún þess meira, þar til bún var orðin svo fyrirferðamikil að hún gat ekki borið hana lengur ein, og varð að létta á sér við mann sinn. Hann var einmitt að liengja upp mynd á skrif- stofu sinni þegar kona lians kom inn, og hvort sem það nú var af asanum, sem var á frúnni, er hún skálmaði inn um dyrnar, eða af því, að hún yfir Iiöfuð skyldi koma inn til Iians til að tala við liann, sem var ákaflega óvanalegt, ])ví þyrfti hún að lala við hann, þá kallaði hún vanalega á hann — þá brá Lund svo við að hann lapaði myndinni úr liöndum sér, svo að hún datl á gólfið og glerið mölbrotnaði. En öllu óvenjulegu var ekki þar með lokið, því í slaðinn fyrir skammir og rifrildi, sem hann þóttist eiga vist fyrir aðra eins slysni og þetta, þá sagði frúin aðeins í mjúkum róm: 68 „Verlu ekki að taka þér þella nærri, góði minn, þclla getur alla hent og glerið að tarna er ekki svo mikils virði.“ Hún scltist því næst og Lund skildist að liann ætti að laka sér sæti líka. „Hvað ætlaði ég að segja, góði minn - Það er annars sjaldgæft að við tölumst almennilega við, þú og ég.“ Lund kinkaði kolli því til samþykkis. „Og eitthvað ættum við þó að liafa li! að tala saman um.“ Hann kinkaði aftur kolli. „Við erum þó hjón.“ Hún fitlaði við svuntuna sína. Lund gat ekki borið á móti því. „Og við eigum eitt barn, Lund.“ „Já víst er um það,“ svaraði skógarvörður- inn. Honuni fannst að Iiann mætti lil að segja eilthvað. „Hefir þér aldrei komið neitt í hug?“ „Nei, ekki svo ég viti, livað-e. . . .“ „Já, ég skal segja þér að við erum lélegir for- eldrar, Lund, það er hrein og bein skömni að því. Við höfum algerlega gleymt að annast barnið okkar.“ „Ja, mér virðist þó, að-e. .. . “ „Hvað virðist þér, góði minn,“ lók hún franim í fyrir honum. „Hefir þú kannske hugsað lyrir framtíð liennar? Hún gelur þó ekki lifað svona

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.