Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 15.03.1939, Qupperneq 4

Bjarmi - 15.03.1939, Qupperneq 4
4 B J A R M I BARÁTTA KRISTNINNAR. Frh. af 2- síðu. sanna kristni á aftur að elja við stórkostlegan liðsmun, ekki að- eins á móti hinum lieiðnu öflum, sem risið hafa upp móti iienni, heldur og móti stórum skörum sofandi safnaða, sem telja sig kristna, en eru það aðeins að nafn- inu til, og hafa þannig snúizt til liðs við óvinina. Ef nú liin lifandi kristni á aftur að geta orðið fær um að svara trúarþrá manna, full- nægjandi á móti svörum hinna sterku trúarafla nútímans, þá verður hún að finna aftur livað það var, sem var aflgjafinn í bar- áttu fyrstu aldanna, hvað það var, sem sameinaði þá og gaf siðferð- islærdómi kristindómsins gildi og og kraft, — það voru sannindi Guðs orðs, sem hafði að kjarna sínum hina postullegu trúarjátn- ingu — og fylkja sér um liann að nýju, einhuga og brennandi í trúnni. Margir, sem þó vilja telja sig kristna, hafa nú á dögum lagt þessa trúarjátningu til hhðar, og telja liana úrel.ta guðfræðisskýr- ingu, sem gengin sér úr gildi. Og auðvitað er hún gengin úr gildi, ef Guðs orð i Heilagri Ritningu er úr gildi gengið. Hún stendur og fellur með því. Jesús sjálfur gaf fyrstu drætti hennar og framsetti hana i þremur liðum, er hann sagði: „Farið og gjörið þjóðirnar að lærisveinum með því að skíra þá til nafns Föðursins, Sonarins og Heilags Anda.“ Postularnir og lærisveinar þeirra útvíkkuðu með örfáum dráttum þessa liði. Síðan hefir liún verið í gildi meðal allra kristinna manna. En’vér getum ekki skilið hana til hlítar, ef vér ekki minnumst þess, að hún er fram komin sem lifandi heróp kristninnar, sem þá var enn þá ung og stóð í baráttu upp á líf og dauða móti Gyðingum og lieið- ingjum, móti heimsveldi og heið- inni menningu. Greinar hennar eða liðir voru hinn allra stytzti og skýrasti út- dráttur úr öllu innihaldi trúarinn- ar. Hún var veganesti, vopn og í'áni, sem fáeinir menn liöfðu með sér út í haráttuna við hinn stór- kostlega liðsmun, tiltölulega fá- einir menn móti milljónum hins rómverska veklis. Liðir trúarjátningarinnar voru eins og steinarnir, sem Davíð valdi sér úr læknum í slöngu sína, þegar hann, hinn ungi maður, gekk vopnlaus móti Golíat. Þeir sem skírðir voru, fengu jiessa játningu afhenla, er þeir eftir skírn sína áttu að ganga út móti hinu risavaxna Rómaveldi. Séð í þessu ljósi fær trúarjátning- in nýtt gildi og jjýðingu í nútiðar baráttunni. Ef hinn lifandi söfnuður innan kirkjudeildanna tekur ekki upp þessa játningu heilhuga og hlifð- arlaust og sameinast um hana með brennandi vissu og sópar öllu öðru til hliðar, sem valdið gelur | sundrungu og flokkadráttum milli I sanntrúaðra Jesú lærisveina, fær kirkjan og kristnin ekki staðizt gegn Golíötum vorra tíma- Trúarjátningin tekur oss og lyftir oss upp að hásæti liins al- máttuga skapara himins og jarðar og sýnir oss föðuraðstöðu hans til vor og um leið aðstöðu vora í Guðs skapandi og stjórnandi ráði og verki. Eingöngu ef innihald henn- ar fær að lýsa í hjörtum vorum sem hinn mikli brennipunktur kærleiksopinberunar Guðs í Jesú Krisli, eingöngu þá getum vér í krafti Guðs anda gengið út inóti öllum ógnum sigrandi til að sigra. Ég trúi á Guð föður! Ef vér virkilega trúum á hinn almáttuga skapara sem föður vorn, getum vér gengið óhikað móti livaða • Golíat sem er og um síðir sigrað hann. En Jiessa lífgefandi trú á föðurinn gelum vér ekki átt nema jiví aðeins, að vér getum bætt við hinni lífgefandi og einbeittu játn- ingu: „Og á Jesúm Krist hans ein- getinn son, Drottinn vorn, sann- an Guð og sannan mann, virkilega lifandi persónu, sem er með oss j alla daga. Og jiessa vissu öðlumst vér aldrei nema vér af lijarta og fullri réýnslu getum sagt: Ég trúi á Heilagan Anda! — Þetta er innihaldið í herópi ' voru. Ef það er sannleikur fyrir oss persónulega, þá er allt gott. — Þá er Guð með oss- KRISTINDÓMUR. — NAZISMÍ. Frh- af 1. siðu. Hitler-sálmum og Hitler-bænum, sem nú er staðreynd á Þýzkalandi. í opinberu nazista-málgagni stendur: „Hvor er meiri, Kristur eða Ilitler? Við dauða sinn liafði Kristur 12 postula og jafnvel þeir sviku- Ilitler hefir nú bak við sig 70 milljóna þjóð. Vér getum ekki sætt oss við að önnur stofnun (kirkjan) með öðrum anda en vér höfum skuli fá að vera til við hlið vora. Vér verðum að uppræta hana“. — I fyllstu alvöru gerir nazisminn þessa kröfu: „Eg er Drottinn Guð þinn, þú skalt ekki hafa aðra Guði en mig“. Greinin endar með orðunum: „Því að vort er ríkið og mátturinn (því að vér höfum heimsins bezta her) og dýrðin (af þvi að vér erum aftur orðnir virt þjóð), það er guðs vilji! Heill Hitler!“ Hinar eðlilegu afleiðingar þess- arar trúar liafa fyrir löngu sýnt sig. Kirkjulegt starf er bælt nið- ur með ]>vi að banna samskot í kirkjunum. Öll kirkjuleg æslcu- lýðsfélög eru bönnuð og með of- beldi lögð undir „Hitler-æskuna“. Nýi\. lccdjLjpmduK! Þá eru fyrstu bláu miðarnir farnir aö berast til vor utan af landi. Þeg- ar þetta er rita'ð, eru þeir orðnir 62 nýju kaupendurnir, sem oss hafa borizt, fyrir utan þá tiu, sem einn af vinunt blaðsins var svo hygginn að skora á oss sjálfa að útvega! Er þetta ekki alveg fyrirmyndar sam- starf, að skora svona hverir á aðra til skiptis, að útvega nýja kaupend- ur? Að minnsta kosti höfum vér ekki i huga að gefast upp með það að heita á vini blaðsins að leggja krafta sína fram til þess að útvega nýja kaupendur. Takmarkið var 100 nýir kaupendur á þessum ársfjórð- ung, og síðan í byrjun febrúar eru þeir orðnir 72. Verða þeir 28, sem vantar á 100, ekki komnir, þegar næsta blað kemur út? Ábyggilega, ef ]>ú sendir einn nýjan kaupenda! Dýrðleg von. Ó, blessuð sýn, er Herrans hjörð Til hiniins komin er Frá öllum þjóðum, allri jörð, :,: Sá endurleysti her. :,: llve blessuð sýn, er safnast heim Hans sendimenn af storð, Og milliónir með af þeim, :,: Er inátu þeirra orð. :,: Ó, blessuð sýn, er sigurljóð I söng og þakkargjörð, Þar duna’ um hiinins dýrðar slóð, :,: Frá Drottins sælu lijörð. :,: Hve mikil, Guð, þín miskunn er, sem milt mig laðar heim. Ó, lát mig standa í helgra her :,: Á hjálpardegi þeim. Wexels. (Þýtt af Fr. Fr.). Fyrst skýrði liann hver sá Guð væri, cr vér skyld- inn dýrka, og lýsti í eldmóði lijarta síns hinum kross- festa og upprisna frelsara og friðþægjara allra synd- ara, Kristi Jesú, fyrir tilheyrendurium. Því næsl sýndi hann fram á í hverju hin rétla guðsdýrkun væri fólgin. Hún er ekki fólgin í því að gefa Guði nokkuð af sjálfum sér, nokkuð af tíma sinum og liæfileikum. Ekki i dálítilli ytri guðrækni, bænrækni við sérstök tækifæri og kirkjurækni o. s. frv., Iieldur í ]>vi, að syndarinn gæfi sig allan sem lifandi lieilaga og Guði velþóknanlega fórn. En lil þess að þetta geti orðið, þarf fyrst og fremst að segja skilið við sjálfelskueðlið, sem er i fullkom- inni og fjandsamlegri andstöðu við Guð og vilja hans, því að lífið á að vera stöðug viðleitni til að skilja og vita fullkominn og þóknanlegan vilja Guðs í öllu og hreyta samkvæmt honum. Því næst verður að segja skilið við heiminn, sem horfinn er frá Guði. Sá, sem vill tilheyra Guði, getur ekki liegðað sér eft- ir heiminum nema að biða við það tjón á sálu sinni. Séra Fangel gekk niður úr prédikunarstólnum þenna dag sem fullkomlega frjáls maður. Nú hafði hann brotið allar brýr, er tcngdu fortíðina við fram- tíðina. Þessi guðsþjónusta hafði mjög mismunandi áhrif á þá sem viðstaddir voru, eins og eðlilegt var. Sumir liöfðu hana að háði og spotti, aðrir gengu heim sljóir og sinnulausir eins og áður, en svo voru enn aðrir sem orðið liöfðu fyrir djúpum áhrifum. En dálítill hópur gekk heimleiðis með þakklátum hjörtum við Drottinn safnaðarins fyrir það, sem orðið var og það, sem þeir höfðu heyrt. Það var litli vinahópurinn frá Árhúsunum. Það, sem hafði verið innileg þrá þeirra og stöðugt bænarefni lengi, var nú skeð. Nú var sól náðarinnar að rísa yfir Graavad, þar sem myrkrið liafði grúft svo lengi vfir. XI. Þegar lánið leikur við mann, flýgur timinn áfram fyrr en varir. Það fengu ]>au að reyna Edel og Holm. j Hálft þriðja ár var nú liðið síðan fyrst voru hald- j in jól í Graavadprestsetri og ]>au ár höfðu liðið fram hjá eins og fagur draumur. En samt hafði margt mikilvægt horið við i Graa- vad á því tímabili. Spádómur Lárusar hafði ræzt. „Sóknin hafði komizt á annan endann“. Allt komst í uppnám við afturhvarf gamla prestsins. Sumir liæddu hann, aðr- ir risu gegn honum. Flestir félagar hans og gömlu vinir snéru nú við blaðinu og réðust gegn Iionum og nýja lífinu sem lionum veittisl náð lil að vekja. En hann brosti aðeins að því öllu. Þetta var hluti af kostnaðinum, sem hann hafði gjört ráð fyrir, fyrir longu. Hann vissi að þetta mundi fara svona; það var óhjiákvæmilegur skuggi, sem fylgir sólunni. | En liann eignaðist aftur á móti nýja vini og þeir voru honum meira virði, en liinir gömlu. Sá vina- Úr ýmsum áttum. Bækur Kristilegs Bókmenntafé- lags eru nýkomnar út, og er nú veriö aö bera þær til kaupenda. Aö þessu sinni koma bækurnar „Skaphafnir manna“ eftir dr. O. Iiallesby og „Ár- bók 1938“. Bókanna ver'ður nánar getiö síðar. Áður var komin frá fé- laginu bókin „Þjónusta, þrælkun, flótti". ★ Ólafur Ólafsson kristniboði og Gunnar Sigurjónsson cand. theol. fóru upp á Akranes 3. þ. m. Ólafur sýndi kvikmyndina frá Kína tvisv- ar sinnum, viö gó'ða aðsókn. Á sunnudagskvöldið héldu þeir al- menna samkonni í kirkjunni. Ólafur kom á mánudag aftur til Reykjavík- ur, en fór strax á þriðjudag upp í Borgarfjörð. Ætlun hans var að sýna kvikmyndina fyrir skólana á Hvann- eyi og Reykholti. Gunnar var á Aki’anesi til 13. ]>■ m. og hélt þar biblíulestra. * Kvittun. Afgreiðslunni hefir borizt póstá- vísun frá Aineríku $3 frá Mrs. G. I- Gíslason Bredenbury, greiðsla fyrii' yfirstandandi ár. * í minningarsjóð Sæunnar ólafs- dóttur hefir Bjarma borizt frá G. H- kr. 5, N. N. kr. 1 og J. Þ. kr, 10,

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.