Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.10.1941, Side 1

Bjarmi - 01.10.1941, Side 1
16. tölublað. Reykjavík, október 1941. 35. árgangur. Frá §tarfinu. Kristniboðssamkomur. í „Betaníu“: Sunnudaginn 14. september var auglýst kristniboðssamkoma i „Betaníu“. Ólafur Ólafsson kristni- boði talaði. Á samkomunni var tekið á móti gjöfum til starfsins. Samkomusóknin var góð. Fyrir samkomu og á samkomu voru af- hentar kr. 569,19 til kristniboðs. Er það góður vottur um fórnfýsi kristniboðsvinanna, því þeir eru ekki svo margir. Og eins og marg- ir vita, rúmar „Betanía“ ekki nema um 100 áheyrendur í sætum. Auk þessa voru svo kr. 85,00 gefn- ar á þessari samkonm til kaupa á „Söngvum“ til að nota á sam- komum í „Betaniu". A mánudagsfundi Kristniboðs- félags karla, næstan eftir þessa samkomu, komu kr. 109,00 inn í samskot. í K. F. U. M.: Krislniboðsflokkur K. F. U. M. efndi lil kristniboðssamkonni í húsi K.F.U.M. og K. sunnud. 28. sept. ld. 8i/o. Samkoman var mjög vel sött. Magnús Runólfsson cand. theol., framkv.stjóri K.F.U.M., stjórnaði sámkomunni. Einn meðlima kristniboðs- flokksins las frásögu um starf Elísabeth Fry meðal fanga og þeirra, sem sloppið höfðu úr fang- elsum. Ólafur Ólafsson, kristniboði, tal- aði síðan út frá kristniboðsskipan- ihni (Malt. 28, 16—20). í ræðu sinni sagði bann m,. a.: „Að minnsla kosti mér hefir verið það mikil bvöl, að lesa það, að Jesús setur kristniboðsskipanina á milli þessara tveggja orða: „Allt vald er mér gefið á hinini og jörðu“, og svo fyrirheilisins: „Sjá, ég eí- með yður alla daga, alll til enda ver- aldarinnar.“ Hann hefir allt vald- ið og hann hefir gefið fvrir- heitið um, að vera með sínum.“ I lok samkomunnar var tekið á móli gjöfum lil starfs síra Jó- hanns Hannessonar í Kína og söfn- uðust 530 kr. Guði séu þakkir, að skilningur hinna trúuðu á kristniboðinu er vaxandi og æskan sér einnig skvldu sína á því sviði. Æskulýðsvika á Akranesi. Dagana 13.—19. sept. var haldin „æskulýðsvika“ á Akranesi. Laug- ardaginn fór hópur ungra stúlkna og pilta úr Reykjavík til að halda almenna samkomu í kirkjunni á Akranesi. Um helgina voru ná- Iægt 30 Reykvíkingar, sem tóku þátt i samkonnmum. Voru al- mennar samkomur á laugardags- kvöld og sunnudag kl. 5 e. h„ en barnasamkoma kl. 11 f. h. Síðan voru almennar samkom- ur á hverju kvöldi kl. SVá- Voru þær vel sóttar og sókn vaxandi, eftir því sem á vikuna leið. Alla vikuna voru 7—11 Revk- víkingar, sem tóku þátt i samkom- unum. og síðustu þrjú kvöldin að- stoðuðu nokkrar stúlkur á Akra- nesi með gítarleik og söhg. Ræðumenn voru: Ölafur Ólafs- son, kristnihoði, Ástráður Sigur- steindórsson, cand. theol., Gunn- ar Sigurjónsson, cand. theol., Magnús Runólfsson, cand. theol., og síra Gunnar Jóhannesson. Samkomurnar voru blessunar- líkar og uppörvandi. Boðskapur- inn um synd og náð hljómaði skýrt og eindregið. Vér vitum, að orð Guðs snýr ekki tómt til baka. Vikunni lauk föstud. 19. sept. og endaði sóknarpresturinn, sira Þorsteinn Briein, vikuna með nokkurum orðum og bæn. A Akranesi er dálítill „Biblíu- lestrarflokkur“ og hópur ungra stúlkna, sem dvalið bafa i „Skála- felli“, eins og sagt var frá i næst- síðasta tbl. Vinirnir á Akranesi höfðu mikið beðið fyrir þessari viku og lagt á sig til þess, að hún gæti orðið. Skiptu þeir, sem gátu því við komið, „gestunum“ á milli sin, til þess að sjá þeim fyrir fæði og húsnæði. Færuiii við þeim beztu þakkir fyrir alla vinsemdina. Dvölin var i alla staði liin ánægju- legasta fvrir þá, sem þátt tóku í starfinu. Guð blessi prest og safnaðarlif á Akranesi og gefi sannarlega trú- arvakningu i söfnuðinum. ög Drottinn blessi litla hópinn, sem safnast saman um orð Guðs og bæn, og auðgi liann að einlægri trú og kærleika, svo að margir mættu bætast í hóp þeirra, sem hljóta hjálpræði Guðs í Ivristi Jesú. Vetrarstarf K. F. U. M. Starfið í yngri deildum Iv.F.U.M. hófst sunnud. 28. f. m. — Sunnu- dagaskólinn er kl. 10 f. b. eins og áður og Y-D og V-D (drengir 10 —14 og 6—10 ára) kl. 1V2. U-D (piltar 14—17 ára) hefir fundi kl. 51/2 e. h. K. F. U. K. byrjar starf sitt um miðjan mánuðinn. Til Snæfellsness. Ólafur Ólafsson, kristniboði, fór til Stykkishólms 20. f. m. Talaði hann þar á guðsþjónustu, en sókn- arpresturinn, síra Sigurður Lárus- son, var fyrir altari. Auk þess hélt Ó. Ó. almenna samkomu og tvo Biblíulestra hjá Kristniboðsfélagi kvenna í Stykkishólmi. Ivristni- boðsfélag kvenna þar er að vísu eklci fjölmennt, en það er trúfast- ur bópur, sem komið befir saman um lestur Guðs orðs í nokkur ár. Þann 10. þ. m. munu Ólafur og Gunnar Sigurjónsson fara vestur í Ólafsvík og Sand til að halda samkomur. Garðyrkjumaðurinn á marga ó- vini, og meðal þeirra verstu er ill- gresið. Það er eins og hræðilegir þjófar og spellvirkjar í garðinum og reynir að eyðileggja alla feg- urð bans. Illgresið er apðvitað erf- ið og nytjalaus jurt, sem vex þar sem lienni er ekki ætlað. Mennirnir liafa á ýmsan bátt lýst þvi livaða álit þeir liafa á jurt- um þessum, með heitinu, sem þeir gefa þeim. Indíánar i Norður-Ame- rílui kalla illgresið „fótspor hvíta mannsins“, af því að það kom ó- fróvikjanlega i fótspor lians. Þjóðflokkarnir, sem byggðu Nýja-Sjáland, kalla illgresið „Merki bleikhöfðana“. Og hér eru nokkur fleiri spakmæli. Á Spáni segja garðyrkjumenn t. d. um ill- gresið: Ekki sáði’ eg öllu þvi sem uppkom minum garði í. í Portúgal seg,ja „hyggnir“ garðyrkjumenn: „Ekki l'ær gaddur illgresi grandað“. Og það þarf meira en hörku bugarfars og á- lcvörðunar til að eyðileggja svnd; Á frönsku er orðatiltæki um það, að „örskjótt vex illgresið“. En hve maður getur oft undrazt, þegar komið er úr fríi, að sjá garðinn þakinn illgresi! En hve syndin vex og margfald- ast örskjótt, eins og illgresið, og kemur meira að segja oft í ljós eftir að fvrirgefingar hefir verið leitað. í Bretlandi er sagt: Ef þú levfir eins árs frjó þú illgresi færð sjö ór nóg. Þ. e. a. s. það verður að gjöreyða illgresinu. Ef það er skilið eftir mun fræ frá einu illgresi fram- leiða nóg illgresi i sjö ár. Það er illgresi i hjarla, sem hinn himneski garðyrki verður að fá að taka að sér að útrýma — illa varið tíma. ljótt orðbragð, lýgi, ó- sannindi, óbeiðarleiki, sjálfs- liyggja. Ó, að slikur gróður verði upprættur lil þess að ávextir and- ans, gæzka, göfgi, sjálfsafneitun og þakklæti l'ái vaxið og blómgast. Dr. Herbert Lockver. Til athugunar. Fyrirlestrar Þorvaldar Guð- mundssonar eru nú uppseldir í bandi. Hins vegar er nóg til af þeim í kápu og kosta þeir kr. 3. Bókin er 176 bls. Hún þarf öll að seljast. Andvirði hennar gengur til starfsemi K. F. U. M. Vantar þig ekki eitt eíntak?

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.