Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1941, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.10.1941, Blaðsíða 2
2 B J A R M I Eins og sáð er verður A öllum öldum kristninnar liafa kristnir menn vitnað og prédikað, að líf og frelsi væri i Iíristi Jesú einum, hann gæfi allt, sem mann- leg sál og lijarta þarfnaðist. Einn þeirra, er frelsazt höfðu fyrir lians náð vitnaði á þessa leið: „Hann, sem ekki þyrmdi sínum eigin syni, heldur framseldi hann f-yrir oss alla, liví skyldi hann ekki líka gefa oss allt með honum.“ (Róm. 8., 32.). Sjálfur sagði .Tesús: „Ég er vegurinn og sannleikurinn og lífið. Enginn kemur lil föðursins nema fyrir mig. (Jóh., 14., 6.). — Þetta er hinn gamli hoðskapur, sem ávallt er nýr hrelldri samvizku og vonlausri sál, sym í eigin synda- neyð veit ekkert til hjálpar eða frelsis nema hann, sem kom til að láta lif sitt til lausnargjalds fyrir marga. Vegna hvers þarf maðurinn þessa við? Vegna þess, að hann er syndari. Eru allir syndarar? Guðs Orð segir: „Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð.“ (Róm. 3., 24.). Allir. En vegna þess, að svnd- arar Iiafa frelsazt fyrir endur- lausnina í Jesú Kristi, liafa vitnis- burðir um frelsi og náð orðið til. Því að hvernig ætti sá að þegja, sem öðlazt hefir hjálpræðið, fyrir- gefning syndanna. í gegnum alla sögu kristninnar hefir því vitnis- burðurinn um Jesúm Krist, sem „mig, glataðan og fyrirdæmdan mann hefir endurleyst“, verið bor- inn fram af vörum syndugra manna, hrjáðra og fyrirlitinna af heiminum. I þessum liópi liafa verið námumenn úr dýpstu ör- birgð, búandsveinar, sem fóru að uppskeru sinni, lærðir menn og lávarðar, svartir menn og gulir og hvitir. Allur þessi skari myndi i dag vilja segja einu hjarta og ein- um rómi: Hallelujah! Ég þakka þér, að þrældóm mínum lokið er. Og hvar, sem Krists í fylgd ég fer, ég finn að himinn Guðs þar er. Ég veit ekkert sælla á þessari jörð en að vera i hópi þessara Guðs endurleystu, enga sælli von en þá, að mega sameinast öllum þessum bræðrum fyrir hástóli Lambsins. En er hann ekki orðinn of gaip- all þessi hoðskapur og þessi von orðin hláleg heimska? í áratugi hefir mannkynið og þjóðirnar tek- ið stór skref og mörg til framfara, aukizt stórum að menningu og höndlað ár frá ári nýja þekkingu og vizku. Hver þjóðin af annarri hefir breytt skipulagi sínu í „rétt- látara“ liorf. Og lítið hefir vantað á, að maðurinn væri öllu ráðandi og öllu máttugri. Lítið hefir vanl- að á, að hann væri orðinn jafn Guði!! Réttlætis naut hann, frið uppskorið. hlaut hann og fögnuður hans var mikill.! Og kirkja landanna var orðin svo frjálslynd og víðsýn, að hún þurfti ekki lengur hoðskap- inn um frelsi fyrir hlóð Jesú Krists, sem hreinsar af öllu ráng- læti. Hún þurfti þess ekki lengur, að Hann kæmi lil að leila að liinu týnda og frelsa það, nú ætlaði þjóðfélágið sjólft að finna sín týndu hörn og hjarga þeim. Hún þurfti ekki lengur frið Heilags Anda, því að friðarvinir og friðar- félög ætluðu að veita alheimsfrið. Og friðarverðlaun voru veitt fyrir gott starf og góðan árangur. Nú var það að vita ekkert sér lil sáluhjálpar nema Jesúm Krist og liann krossfeslan orðið asklok þröngsýnna fáráðlinga. En menn slógu höndum út og hrópuðu: Dá- samleg bjartsýni! Hvílík fegurð! Mikill er mannsandinn! En samt lofuðu menn nú Kristi að vera með sem fagurri fyrir- mynd, róttækum soeialsta, rétt- sýnum kapitalista eða glaðværum veizlugesti, sem gat nú verið með. Hann mátti heita guðssonur. En hann bara var það ekki nema eins og hver annar. Hann mátti kallast frelsari. En liann var það nú ekki samt í raun og veru, ]>ví að „sjálf- ur verður maðurinn að þvo af sér misgerðir sínar með iðrun og yfir- bót“.¥) Hann mátti heita dómari, ef hann dæmdi „rétt“. Hin ríkjandi stefna var sú, að eðli mannsins væri gotl og göfugt. Engin hönd mátti á það leggja, ella var voðinn vís. Það mátti helzt elcki segja: Þú skalt ekki. Heldur: Þú átt að rækta lúð göfgasla i eðli þínu, og sjálfur finnur þú, livað þér er eðlilegasl og þú hneigist helzt að. ííngin bönd. Allt skal frálst. Allt gamaldags skal hrynja. Sjá vér sköpum nýja tíma, nýjan heim þar sem maðurinn ræður. Og kirkjan varð svo víðsýn og frálslynd, að liún þurfti ekki krist- indómsins lengur við eins og hann er hoðaður í Heilagri Ritningu. Maðurinn var vanþroska ekki syndugur, hann átti að þroskast ekki frelsast. Skynseini manns- ins átti að skera úr um það, hvað væri guðsorð — ekki Guð. En þelta lét sig ekki án vitnis- burðar. í raun 'og veru var Guð horfinn, en maðurinn kominn í hans stað. Guð í manriinum var það, sem flestir felldu sig bezl við. „Guð í alheimsgeimi / guð i sjálf- um þér,“ var orðin einskonar trú- arjátning. Guðsvitund þorra manna sljóvgaðist og fölnaði. Því meir sem maðurinn stækkaði i eigin vitund, því minni varð Guð, og þvi meir urðu lögmál mannlegs vilja og vitundar ríkjandi, en að Ý) Sigurgeir Sigurðsson: Hirð- isbréf. Rvik 1910. sama skapi færðist vilji Guðs i skuggann og hvarf að lokum. Liberalisminn eða nýguðfræðin, svo sem hann nefnist á landi liér neitaði veigamiklum atriðum krist- innar boðunar. Hún neitaði, að Bihlían væri óskeikult Orð Guðs og bar fyrir sig mannlega skyn- semi. Hún neitaði syndinni sem gjörspillingu manneðlisins. Hún neitaði friðþægjandi dauða Jesú á krossinum, fullnægjugjörð fyrir sekan syndara. Hún neitaði lík- amlegri og algjörri uppr’isu Jesú. Nún neitar, að hann sé eingetinn Sonur Guðs. Hún neitar dómin- um. Hún neitar eilífri glötun. Þessi boðskapur harst út meðal þjóðanna og einnfg vor, Islend- inga. Og hann gróf um sig ár eftir ár, náði tökum og varð lífsskoðun þúsunda og milljóna. Og fólkið dró eðlilegar og óhjákvæmilegar af- leiðingar þessa boðskapar og þær eru þessar: 1) Fyrst Biblían er ekki öll ó- skeikult Guðs Orð, er eins vist, að ekkert af henni sé það. Og hví skyldum vér þá eyða dýrmætum tíma í að lcynna oss hana. Litils- virðing fyrir Guðs orði hefir altek- ið allan þorra raanna. Og Biblí- urnar rykfalla i skápunum og fúna á kistuhotnunum. 2) Fyrst Jesús er ekki Guð en aðeins maður, er hann líka skeik- ull og leiðsögn lians er þá ekki ör- uggari en hverra annarra, sem hafa öðlazl frægð. En Iiann heyrir liðinni tíð til en framtiðin er vor. 3) Jesús lriðþægði ekki fyrir syndir lieldur dó-eins og Sókrates og Seneka o. fl. vegna tryggðar við skoðun sina. Dauði hans kemur mér þá ekki við. Ég verð sjálfur að bera áhyrgð gjörða, orða og luigrenninga. 4) En ábyrgðin verður lítil- Enginn dómur, engin glötun. Hvað sem ég aðhefst, erfi ég eigi að síður eilíft líf og eilifa gleði einhvern- tíma. Nógur tími til að hugsa unr betrun og þroska einhverntíma eftir óra-aldir og margar tilverur. Eg á ekki þetta líf nema einu sinni — ja! vera má að þetta líf sé eina augnahlikið, sem ég hefi ráð á. Nú eða aldrei! Og þannig verður sá lieimur tik sem veit ekki um synd, þekkir ekki náð — og skynjar að lokum ekk) Guð. — Og þá geta þeir tímar orð- ið til, sem nú eru. Örvænting mannkynnsins í dag er afkvænU liheralismans. G. Jóh. Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og að eilífu. Þannig segir í siðasta kafla Hebreahréfsins. Og þetta er sannarlegt huggunar- efni i öllum hreytingum tímans, að Kristur lifir ennþá og er í gær og í dag hinn samr og að eilífu. Þá er hægt að ráða bót á öllu og allt gel- ur orðið gott. Þið, sem að þekkið Krist, sem hafið smakkað, að Drottinn er góður, sem hafið sannreynt og séð hve níildur Drottinn er, hve ríkur af náð og miskunn, hve trúr og máttugur til að hjálpa þið gleym- ið ekki, að þannig er hann í dag og ávallt, í dag eins og í gær, í ór eins og á liðnu ári, já að eilífu. Hann getur alls ekki hreytzt, hann er „eilífðarfaðir“, algerlega óum- breytanlegur* og í öllum ys og hrevtingum límans hinn sami. Það er aðeins hér, í oss, í lilfinningum vorum, hugsunum og skynjun að umbreyting og umhverfing á sér stað. En í öllu þessu er Kristur al- gérlega óumbreytaiilegur, ná- kvæmléga sá sami —- svo að ef vér minnumst þess t. d. að hann liefir einu sinni fyrirgefið oss syndirnar alveg óverðskuldað, að hann hefir einu sinni réttlætt oss, meðan vér enn vorum óguðlegir, af einskærri náð sinni, þá gerir liann það sama ávallt. Ef hann hefir einhvern tíman huggað oss, er vér verð- skulduðum ekki liuggun heldur miklu frekar að oss væri hegntog oss ekki sinnt, þá mun hann hugga oss jafn óverðskuldað i dag. Ef vér minnumsl þess, að hann hafi einhvern tíma frelsað oss í neyð* synd eða freisting, er vér höfðum engan kraft lil að frelsa oss ájálfh' þá vitum vér að liann getur bæði og mun á sinum tíma gjöra það- Og ef vér gelum sagt: í þetta skipfi og aftur síðar var ég algerlega á villuvegum, villtur og ringlaðm' týndur sauður, en hann, góði liirð- irinn, leitaði mín og fann mig> hreif mig aftur með orði sínu og bar mig heim, sjá, þá vitum vér, að Iiann mun gjöra hið sama u komandi tímum. Því hann er ávalh hinn sami: Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og að eilífu. Þessa huggun eigum vér ekki aðeins vegna stuttrar og takmark- aðrar reynslu vorrar, nei, fr® sköpun heims og um allar aldir varir þessi sama reynsla um náð og mátt Drottins vors Jesús Ivrists. Jesús Kristur er í gæi* og í dag hinn sami og að eilífu. Þegar vér sjáum, hvernig lumn veitti synd- ururii móttöku og fyrirgaf hinai’ svivírðilegustu misgjörðir, þá vit' um vér, að liann gjörir hið sanm við oss. Úr því að hann sagði forð' um við alræmda bersynduga konu, sem grét við fætur lians: „Symdh* þinar eru þér fyrirgefnar; far þu í friði“; úr þvi að Sál, sem var „lastmælandi, ofsóknari og smán- ari“, varð fremstur postulanna; ul því að Davíð — eftir að liafa notið hinnar mestu náðar fellur i æg1' lega synd — fær aftur náð og fyr' Frh. á 3. siðu. Q&þst &.othCL kmss ?

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.