Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 31.08.1944, Blaðsíða 1

Bjarmi - 31.08.1944, Blaðsíða 1
7. tbl. Reykjavík, 31. ágúst 1944. 38. árgangur, Ur sænskum blöðum Eyðslusemi eða þörf? Kunnur kristniboði, sem starf- ar í Kongo, héll fyrirlestur er hann nefndi „Meðal heiðingja og sið- aðra manna“. Um fyrirlestur þenn- an segir sænskt hlað: „Morfeldt kristnihoði tók sér í fyrirlestri þessum fyrir hendur að hrekja tvénnskonar andmæli, sem ■oft er.u borin fram gegn kristni- boðinu: „Er ekki óþarfa eyðsla að senda svona mikið fé til heiðingj- anna, þegar jafn mikil neyð og raun ber vitni er á næstu grös- um?“ og „Líður heiðingjunum ekki nógu vel í eðlilegu umhverfi þeirra nema að kristniboðarnir færi jjeim ný trúarbrögð?" Fjöl- kvæni og hjáguðadýrkun fjötrar negrana í vanþekkingu og ánauð. Vald og álirif hjáguðaprestanna eru mjög ófarsæl, grimmd og of- beldi, óttj við framtiðina, liggur sem lamandi farg á sálum Kongo- negranna. Við þetta bætist svo arð- rán bvíta mannsins og óbilgjörn viðleitni hans til þess að notfæra sér fádæma náttúruauðlegð Afríku. Þegar við þetta bætist svo það, að meðal sumra þjóðflokka í skógum franska Kongo bafa '.)() af liverjum- 100 ibúum smitazt af kynsjúkdómum, sést glögglega þörfin á uppfræðandi og umbreyt- andi álirifum fagnaðarerindisins. Starfið hefir heldur ekki verið ár- angurslaust. í Kongo eru nú um Ö00 þúsund kristnir menn og tvær milljónir sjúklinga fá árlega lækn- ishjálp. Hér hefir þvi ekki verið um neina óþarfa eyðslusemi að ræða og auk ])ess jafnar það, sem sænska þjóðin eyðir í vín og lóbak á fjórum dögum, þetta alveg upp. Neyðin jjar krefst enn ákafar kristniboðsstarfs.“ Sjómannatrúboð 75 ára. Tuttugasta og fyrsta tölublað yfirstandandi árgangs sænska blaðsins „Missionstidning-Bud- báraren“, hefir nýlega borizt hing- að. Blað þetta er gefið út af Kvan- geliska-Fosterlands-Stiftelsen i Stockliólmi, en það félag er sam— svarandi heimatrúboðshreyfingu Dan’a og Norðmanna. Blaðið er að Jjessu sinni algerlega helgað sjó- mannatrúboði félagsins, en sú starfsgrein þess er sjötíu og finun ára í ár og er elzt slíkra starfs- greina i Svíþjóð. Þess verður minnzl á aðalfundi félagsins og eru „sjómannaprestar“ frá Dan- mörku, Finnlandi og Npregi boðn- ir til þátttöku í hátíðahöldum þess- um. Norðurlönd bafa baft nána samvinnu um rekslur kristilegs starfs meðal sjómanna til þess að geta náð sem víðast. Presti hverr- ar þjóðar fyrir sig hefir verið ætl- að að starfa meðal sjómanna allra Norðurlanda þjóða eins og sinnar eigin. Á þann liátt hefir verið unnt að reka kristilegt starf meðal sjó- manna í æ fleiri hafnarborgum. Evangeliska-Fosterlands-Stiftel- sen hefir reist fallegar kirkjur i Hamborg og Liibeck í Þýzkalandi og sjómannabeimili í Bremen. Auk þess hefir félagið liaft sjó- maunastofur viðar þar í landi. Styrjöldin hefir á ýmsan hátt aukið erfiðleika starfsins. lvirkja félagsins i Hamborg skemmdist talsvert i loftárásunum á þá borg og húsakynni starfsins i Bremen brundu til grunna. Samt sem áður er reynt að halda starfinu áfram. Gert hefir verið við kirkjuna í Hamborg og bún verið notuð af kristilegum starfsgreinum, sem voru húsnæðislausar eftir loft- árásirnar. Starfsemin i Englandi hefir gengið vel, eftir því sem við er að búast á þessum tímum. Aðalstöðv- arnar eru í Liverpool og Grimsby og auk ])ess stórar „útstö.ðvar“ í öðrum borgum. Góður vitnisburður. Landsstjórinn í Ugaiula skipaði, i janúarmánuði árið 1940, nefnd, er skyltji rannsaka og koma með tillógur um skólamál landsins. í nefndarálitinu segir m. a.: „Stjórn- in hefir — með fáum undantekn- ingum — horfið frá því ráði að stofna ríkisskóla vegna þess, að hún liefir komizt að jæirri niður- stöðu - og það kemur einkar skýrt i Ijós nú — að vesturlenzk menning verður að byggjast á. kristnum grundvelli og sam- kvæmt kristnum erfðum. Skólar kristniboðsins eru einkar vel til þess fallnir að koina þessu til leið- ar, ekki vegna þess, að fræðslan yrði ódýrari í höndum kristni- boðsfélaganna, heldur fyrst og Eftirfarandi fregn er þýdd úr „Norsk Tidend“, sem norska rík- isstjórnin gefur út i London. „Skýrt var frá því um miðjan júní, að aðalframkvæmdarstjóri Norska kristnilxjðsfélagsins stærstu kirkjulegu sjálfboðahreyf- / ingunni í Noregi séra Einar Amdahl liefði verið liandtekinn. Stjórnarmeðlimunum hefir verið ‘ skipað að mæta lijá lögreglunni og formaðurinn, Kornelíus dóm- prófastur, hefir verið gerður ræk- ur úr iiyggðarlagi sinu, Stafangri, en þar er aðalaðsetursstaður fé- lagsins. Nú hefir i fyrsta sinni verið rætt um þetta mál frá Oslo. Er svo að orði komizt i opinberri tilkynn- ingu, sem hirt hefir verið, að yf- irvöldin hafi, við húsrannsókn 19. maí, fundið sönnunargögn fyrir því, að félagið liafi rekið „starf- semi fjandsamlega rikinu“. — Kirkjumálaráðuneyti Quislings refir því séð sig tilneytt, til þess að vernda raunverulega hagsmuni kristniboðsins, að setja formann- inn, Kornelius dómprófast, af og skipa Quislings „biskupinn“ Kvas- nes i lians stað, vikja öllum stjórn- armeðlimum frá störfum og setja séra Amdal af. Kirkjumálaráðu- neytið hefir skipað trúboðsprest- inn Thunem i hans stað og sam- kvæmt foringja-kenningunni hefir Kvasnes verið veitt umboð til þess að taka að sér stjórnarstörfin. t frétt frá Noregi er skýrt svo frá, að Kvasnes standi bak við þess- ar aðgerðir, sem eru álitnar per- sónulegar hefndarráðstafanir. Kvasnes var á sinum tíma stjórn- . armeðlimur kristniboðsfélagsins fremst vegna þess, að þýðingar- mesta nauðsvn þjóðfélagsins er að leggja áherzlu á bin kristnu verð- mæti. Slikt krefst þeirrar ná- kvæmni og vandvirkni, sem i nú- verandi kringumstæðum í Uganda, er aðeins nnnt að fá í skólum kristniboðsins.“ t (G. Lindberg, docent, í timarit- inu „Den evangeliska missionen). og þegar það kom í ljós, að hann var álnmgandi Quislings mæltist stjórnin til þess, að hann mætti ekki á fundum hennar framvegis. I hópi kristniboðsvina gætir mikils kvíða varðandi fjárhags- legar afleiðingar þessa ágangs stjórnarvalda Quislings. Fórnir til kristniboðsins hafa vaxið mikið upp á siðkastið og þar sem ekki hefir verið unnt að senda fé til starfsins erlendis liafa miklar uppliæðir safnazt heima fyrir. Það er vel þekkt hvernig nazistar hegða sér, ])egar um er að ræða peninga, sem þeir hafa lagt hald á. í frétt frá Oslo, sem Þjóðverjar liafa ritskoðað, og send var til sænskra blaða er svo frá skýrt, að það sé talið vafasamt hvort Kvas- nes „biskup“ geti komizt að nokkru samkomulagi við liin fjöl- mörgu kristniboðsfélög í bæ og byggð. Alitið er að nýjar og ákaf- ar kirkjudeilur muni liefjast. Séra I Kornelius, formaður stjórnar kristniboðsfélagsins, hefir verið rekinn til Lillehannner, en þar eru um 25 prestar, sem reknir liafa verið frá embættum/ —o.— Eins og lesendum „Bjarma“ mun kunnugt starfa íslenzkir lcristniboðar i sambandi við þetta norska kristniboðsfélag. Séra Jó- liann Hannesson og kona hans starfa á einni kristniboðsstöð ]>essa félags i Ivína ,og auk þess Iiafa fleiri kristniboðar þess notið stuðn- ings af fórn islenzkra kristniboðs- vina. Norska kristniboðsfélagið og nazistar.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.