Bjarmi - 31.08.1944, Blaðsíða 3
B J A R M I
S
Áður en ég giftist.
KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ
Kemur út tvisvar í mánuði.
Útgefandi: Ungir menn í Reykjavík.
Ritstjórn: Ástráður Sigursteindórsson,
Bjarni Eyjólfsson,
Gunnar Sigurjónsson.
Áskriftargjald kr. 6.00 á ári.
Gjalddagi 1. júní.
Afgreiðsla Þórsgötu 4. — Sími 3504.
Pósthólf 651.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Nokkrir hafa látið í ljósi þá
skoðun, að kirkjulíf hér á landi
væri vaxandi og vegur kirkjunnar
hafi aukizt að mun. Þeir eru ef til
ekki margir, sem álíta að svo sé i
raun og veru, en þeir.eru þó til.
Ástæður }>ess, að sumir hafa þessa
skoðun, eru tvær. Önnur er sú, að
ýmsir hugsandi menn sjá, á þess-
um mestu lostímum, er komið
hafa yfir þjóð vora, að það kæmi
þjóðinni vel að eiga eittlivert það
afl, er gæti iiamlað gegn vaxandi
siðleysi og losi og veitt mönnum
öryggi og aðhald. Þeir liafa lielzt
litið til kirkjunnar í þeim efnum.
Hvernig mönnum — kirkjuvinum
og féndum •— virðist hún liafa
hrugðizt við þeim vanda, verða
þeir að gera upp við sig.
Hin ástæðan fyrir hugmyndinni
um vaxandi kirkjulíf er sú, að um
skeið hefir verið rekinn meiri
og káppsfyllri áróður og auglýs-
ingastarfsemi varðandi kirkjulega
slarfið heldur én þjóðin Iiafði
vænzt. Nú eru t. d. birtar miklar
og ýtarlegar fréttir frá presta- og
kirkjufundum, vísitatiuferðum
biskups o. fl., er þekktist alls ekki
i tíð fyrirrennara hans. Voru þó
ýms merk mál á Jdrkjulegum
fundum áður, ekki síður en nú,
nema frekar sé, og dr. Jón Helga-
son var duglegastur allra biskupa
er setiðhöfðu á biskupsstóli Islands
til hans tíma i yfirreiðum um.
landið. Þetta er ekki sagt til þess
að berjast gegn ]>vi að vel og rétti-
lega sé skýrt frá þessum þáttum
kirkjulífsins, heldur til þess að
benda á einfaldar og augljósar
staðreyndir, sem ekki mega gleym-
ast.
Svipuðu ínáli gegnir mcð ann-
að framfaramerki. Það er starf
söngmálastjóra. Það embætti er
nýlt og vafalaust framför. Safnað-
arsöngurinn er ölrúlega mikils
virði og — þótt ótrúlegt kunni að
virðast — vex hann eins og sjálf-
sáið korn í lifandi kirkju og söfn-
uði. Sannur safnaðarsöngur er
nefnilega Iijartans mál þakklátra
sálna.Undanfarið hefir vcrið míkið
ritað um hið mikla starf söngmála-
stjórans, er hefir sýnt fádæma á-
Imga og dugnað í starfi sínu. En
það sannar ekkert um vaxandi
kirkjulíf — og ekki einu sinni um
varanlega aukningu kirkjusöngs,
því það er allcunn staðreynd, að
það er fáldæma auðvelt að stofna
Trúuð kona segir frá
hjónabandi sínu.
Ég má ekki þegja, þótt hvert orð
valdi mér sársauka. En nafn mitt
má ég ekki segja, eins og lesandi
mun skilja.
Maðurinn minn er hezti dreng-
ur, nærgætinn og ástríkur, og hon-
um mundi sárna meir en litið, ef
hann vissi, að eg væri að kvarta
um hjónabgnd okkar.
Og samt var það alrangt gagn-
vart okkur báðum að eg skyldi
giftast honum.
Ef ég hefði lifað í nánu samfé-
Iagi við frelsara minn, er ég kynnt-
ist manninum, sem ég er gift nú,
þá liefði ég gætt þess, að nema
staðar við einlæga vináttu. En um
það leyti hafði ég látið undan skap-
löstum. Stærilæti og öfund höfðu
svipt mig trúarstaðfestu. Eg var
að vísu talin sannkristin. En ég
vissi með sjálfri mér, að samband-
ið var i ólagi, og að ég þyrfti að
komast alveg á kné við krossinn
til að fá fyrirgefningu og nýtt
lunderni. — Það hefir síðan orðið.
Guði sé lof.
Snörur Satans eru mafgbreytt-
ar. Efnilegur ungur maður fór að
hugsa um mig og ég um Iiann.
Hann vissi ýmislegt um áhugamál
trúaðra "manna og kunni að forð-
ast allt, sem hcfði getað sært mig.
—En það er tvennt ólikt að vita
ýmislegt um trúaráliuga eða eiga
liann sjálfur.
Þegar ég varð þess vör, að Jón
var farinn að elska mig, va'rð ég
fyrst liálfóttaslegin. „Hvernig get-
urðu húizt við blessun Drottins í
hjónabandi með vantrúuðum
manni ?“ sagði ég við sjálfa mig.
Ég reyndi þá að forðast Jón. En
sorg lians var svo einlæg og djúp
að ég hikaði, og hugsaði: „Fyrst
ég hefi vakið svo einlæga ást, þá
er ábýrgðarhluti að hrinda henni
frá sér.“
Ég sagði Jóni frá þessu i fullri
einlægni, og hann tók því mjög
vel.
Sér væri fjarri skapi, sagði hann,
að leggja hálmstrá í götu trúar
minnar. Hann bæri lotningu fyrir
Jesú, teldi hugsjónir Jesú hið feg-
Ursta á jörðu, en um kennisetn-
ingar allar væri liann lilutlaus, léli
allskonar félög hér á landi en erfitt
að lialda þeim áfram.
Kirkjuvinir!
Athugum heldur þetta:
1. Hvernig er lilýðni kirkjunnar
við Guð og orð hans varið?
2. Hvernig er sókn við almennar
guðsþjónustur varið? Evlcst hún
jafn mikið og auglýsingarnar um
dansleiki — og það með prédikun
á undan?
3. Hvernig er trúarskoðun al-
mennings farið? Hefir kirkjan
borið fram svo sterkan boðskap,
að’ menn treysti bóðskap hennar,
af þvi að þar finna þeir rödd sann-
leikans — Guðs sjálfs — gegn
mannlegri lygi, liræsni og hroka?
þær liggja á milli hluta, og það gæti
engin áhrf haft á ást sína.
Ég sagði honum, að morgun-
bænir og borðbænir hefðu verið
á æskuheimili minu, og mig lang-
aði til að sá siður yrði á fram-
tíðar heimilinu. Ég væri kirkju-
rækin, hefði unun af samfélagi
Guðs barna og hefði árum saman
gefið tiund af kaupi mínu til
kristnihalds heima og erlendis.
Hann tók svo vel og hlýlega
undir þetta allt, að mér fannst
hann vera alveg kominn að landa-
mærum trúarinnar.
I raun og veru þótti honum svo
vænt um mig, að hann var fús til
að lofa öllu, sem mér kom vel. Ef
til vill var Iionum ekki ljóst þá,
hvað þetta var mér heilagt mál.
Má vera að honum liafi komið í
hug, að ásl hans gæti fvllilega bætt
mér allan trúarskort frá hans
hálfu. —
Það er ekki nema rúmt áV síð-
an við gjftumst. En margt hefi ég'
séð og heyrt síðan, sem mig grun-
aði litt i tilhugalifinu. Við unn-
umst, en vcrðum þó að fara var-
lega til þess að særa ekki hvort
annað, höfuni hæði gleymt ])ví
stundum, enda er slík varúð erfið
til lengdar, þegar áhugamálin eru
gerólík, og sárar minningar hafa
safnazt saman.
Honum þvkir nú „bláber
heimska“ að gefa tiund, „óþarfi“
að stvðja kristniboð, „óskiljan-
Iegt“, að telja kristilegar sam-
komur „skemmtilegar“, og trúað
vinafólk milt þykir hoiium
„fjarska leiðinlegl".
Hinsvegar er mér oft þraut að
sitja í heimboðum vina lians. Allt
skrafið þar er svo háfleygt, og
„taktlevsi“ í þeim hóp að nefna
Jesú nafn. Allra verst er þó, þegar
áfengi og ljótt orðbargð er haft í
ábæti. Jón blótar aldrei, þegar við
erum tvö saman, en í kappræðum
við aðra og við óvænta erfjðleika
heyri ég hann stunclum hnýta
saman blótsvrðum. Þau eru mér
verri en svipuhögg. Það hefi ég
sagt honum. Lofar hann þá að
hætta alveg ljótu orðbragði, og
heldur það — nokkra daga. —
Guði sé lof að foreldrar mínir
eru farin Iieim. Þeim liefði orðið
sár harmur að lieyra orðbragð
tengdasonar síns stundum.
I tilhugalifinu okkar var Jón
mjög kirkjurækinn. Fyrst sat
hann andspænis mér og síðar hjá
mér, og söng sálmana með mér,
að þvi er virtist i fullri alvöru.
Nú fer ég oftast einsömul til
kirkju. Það er ýmist „liöfuðverk-
ur“ eða „aðkallandi annriki“, sem
hindrar Jón frá kirkjuferðum. —
Og þegar ég hefi reynt að syngja
morgunsálm heima hjá okkur, er
hann oftast „svo kvefaður“ að
hann getur ekki tekið undir.
Stundum fer hann samt með
mér til kirkju, en ég veit, að það
er eingöngu min vegna; og ekki
lánasl mér að fá hann til að tala
í alvöru um umræðuefni prestsins
þegar heim kemur.
Um heimilsguðrækni álti ég
bjartar vonir, — sem nú eru dán-
ar. Ég varð fljótt þreytt á að
syngja morgunsálma einsömul, og
fékk marga kossa og fögur blóm
i staðinn.
Mig langaði til að spila og syngja
fagran kvöldsálm að skilnaði, þeg-
ar gestir voru hjá okkur, gerði
það nokkrum sinnum. En svo bað
hann mig blessaða að hætta þeim
sið. Vinir sínir hentu gaman að því,
og það stæði „einhversstaðar i
helgri bók,“ sagði hann, að maður
ætti ekki að varpa perlum fyrir
svín.
Borðbænir bað ég fyrstu viku
hjónabandsins. En svo sá ég einu
sinni, þegar ég byrjaði borðbæn-
ina, að maðurinn minn brosti af-
sökunarbrosi framan í trúlítinn
gest, er við borð okkar sat. Mér
fannM eins og ég væri stungin í
hjartastað. „Það verður ekki langt
þangað til honum fer að þykja
minnkun að trúrækni minni,“
hugsaði ég.
Ég gekk frá máltíðinni og grét
í einrúmi. Sættir urðu, og fögur
loforð fylgdu, — en gleymdust
aftur. Nú er ég hætt að biðja borð-
bæn upphátt, verð að vera ein
með allar bænir. En sárt er það
æði oft. —- Hann skilur ekki að
mér sé þörf samfélags trúaðra.
Blöðin, bækurnar, útvarpsefnin
og margt og margt eru ágreinings-
efni okkar, því að honurn finnst
hégómi það, sem mér er lieilagt og
mér virðist ýmislegt saurugt og
syndsamlegt, sem honum líkar
vel.
Samt þvkir okkur vænt um
hvort annað — ennþá. Oft bið ég
fyrir liönum, bið um afturhvarf
hans, og vona, vonlítil þó. Er sí-
hrædd um, að hvort sem ég sýni
eftirlátssemi eða stífni, þá sé það
honum engin hjálp. Þvi miður
virðist ég ekki vera „blessunin“
hans í raun og veru, þótt hann
nefni mig svo — stundum.
Ég er viss um nú að sársauki og
söknuður okkar beggja, ef við
hefðum slitið trúlofun okkar,
hefðj verið smámunir einir í sam-
anburði við ])á daglegu erfiðleika,
sem fylgja gagnólíku viðhorfi
okkar í kristilegu tilliti. Að þurfa
allt af að særa, ýmist manninn
sinn eða frelsara sinn, er óttalegt.
Og Jón er heldur ekki öfundsverð-
ur. Að elska konu, og skilja þó
alls ekki helgustu tilfinningar
hennar og þrár, er sennilega ó-
glæsilegra til frambúðar en þótt
hún liefði sagt nei við bónorðinu.
Flesl heilbrigð ung hjón fagna
þeim tíma er litlu börnin þeirra
'fara að leika sér. Við verðum að
fara á mis við þá tilhlökkun. Við
munum bæði vera farin að sjá, að
barnauppeldi vrði okkur sifellt
misklíðarefni, ef við verðum áfram
jafnólík og í dag.
Ég er vængbrotin heima og heim-
an. Ahrif mín meðal vinstúlkna
minna trúaðra eru engin orðin.
Þær vita allar, að maðurinn minn