Bjarmi - 21.10.1952, Qupperneq 1
14.—15. tbl
Reykjavík, 21. október 1952
46. árgangur
Ákvöröun
Hátt á annað hundrað ís-
lenzkir kristniboðsvinir hitt-
ust i Vatnaskógi dagana 23.—
2h. ágúst síðastliðinn, er auka-
þing Sambands íslenzkra
Icristniboðsfélaga var haldið
þar. Hér skal engin tilraun
gerð til þess að lýsa samveru
þessari og störfum þingsins
nákvæmlega. Það yrði of langt
mál. Hitt er óhætt að fullyrða,
að samveran einkenndist af
eftirvæntingu, gleði og trausti
til Drottins. Oss, sem þar vor-
um samankomin, var það fylli-
lega tjóst, að vér áttum að
taka ákvarðanir í málum, sem
mannlega séð eru ofviða hin-
um litlu félaffssamtökum vor-
um. Hitt var oss ekki síður
Ijóst, að svo framarlega sem
vér getum treyst vísbending-
um og handleiðslu þess Drott-
ins, sem vér viljum vinna fyr-
ir, þá urðum vér að taka á-
kvarðanir, krefjast meiri fórna
og meiri trúar af oss á kom-
andi dögum.
Starfssvæði vor í Kína eru
lokuð. Það er fyrsta staðreynd-
in, sem vér stóðum gagnvart.
Hin önnur spurning var þá
sú, hvort vér eigum að leggja
liendur í skaut og hugsa ekki
til frekara kristniboðsstarfs.
Svar vort getur ekki verið
nema á einn veg: Vér getum
ekki annað en unnið að
kristniboði meðan vér trúum
orðum Drottins Jesú Krists, og
viljum hlýðnast þeim vilja
hans, að fagnaðarerindið skuli
boðað öllum þjóðum.
Hin þriðja staðreynd, sem
vér stóðum gagnvart, var það,
að oss hafa borizt tilmæli um
það að hefja kristniboðsstarf
meðal Konsoþjóðflokksins í
Etíópíu.
Það fór ekki hjá því, að ein-
\kennileg titfinning gpipi oss
mörg, er vér stóðum gagnvart
slíkri spurningu utan úr heið-
ingjaheiminum. Viljið þér
koma? „Komið fljótt og hjálp-
kristnihoðsþingsins
ið oss!“ Þannig voru skilaboð-
in, sem vér fengum í fyrsta
bréfi, sem oss barst frá Konsó.
Hvernig gátum vér svarað
þeirri spurningu? Var nokkurt
val fyrir oss, sem lærisveina
Drottins Jesú? Urðum vér
ekki að segja já? Víst var svo.
Vér gátum ekki svarað þess-
um fyrstu, beinu tilmælum ut-
an úr heiðingjaheiminum með
bláköldu nei.
Sambandsstjórnin lagði eft-
irfarandi tillögu fyrir þingið:
„Aukaþing Sambands ís-
lenzkra kristniboðsfélaga hald-
ið í Vatnaskógi 23.—24. ágúst
1952 samþykkir:
1. Að gefa stjórn Sambands-
ins heimild til þess að verða
við tilmælum, sem Samband-
inu hafa borizt frá NLM um að
hefja kristniboð meðal Konsó-
þjóðflokksins í Etíópíu.
2. Með tilliti til þessa sam-
þykkir þingið ,að heimilt skuli
vera að nota fé það, sem nú
er í Kristniboðsstöðvarsjáði til
þess að reisa kristniboðsstöð í
Bakaule, eða öðrum þeim stað
í Konsó, sem hentugri kann að
þykja að kunnugra manna
ráði.“
Það var hátíðleg stund fyrir
kristniboðsvini, er fulltrúarn-
ir greiddu hver á fætur öðrum
atkvæði sitt, og guldu tillög-
unni já sitt hátt og ákveðið,
að viðhöfðu nafnakalli. Var
þar með réttileya samþykkt,
samkvæmt lögum sambands-
ins, að íslenzkir kristniboðs-
vinir snúi sér að kristniboðs-
starfi í Konsó eftir því, sem
Guð gefur náð til.
Að lokinni atkvæðagreiðslu
fulltrúanna var leitað álits og
atkvæða allra viðstaddra
kristniboðsvina varðandi það,
hvort þeir fyrir sitt leyti væru
samþykkir þessari ákvörðun.
Það var uppörvandi og hríf-
andi sjón að sjá allar hendur
réttar upp í einni svipan og
svo jafnt, að engu var líkara
en þaulæfður flokkur væri að
verki. Síðan báðum vér um
blessun Drottins yfir störf vor
og ákvarðanir og framtíðar-
starf íslenzkra kristniboðs-
vina.
Kristniboðsvinir sýndu hug
sinn til starfsins með því að
gefa í samskot í lok þessarar
samkomu kr. 6115,37. Auk þess
bárust kristniboðsstöðvarsjóði
nokkrar gjafir.
jSanibandsþinginu var stit-
ið út við fánastöng, þar sem
þjóðfáni Etíópíu var dreginn
að hún, en þátttakendur sungu
á meðan annað erindi úr
söngnum „Jesú nafn um aldir
alda.“ Síðan var hljóð bæn og
að því loknu lýsti varaformað-
ur sambandsins, síra Sigurjón
í>. Árnason, drottinlegri bless-
un. Lauk þar með störfum
þessa aukaþings, sem tók svo
mikilvæga ákvörðun varðandi
íslenzkt kristniboðsstarf, að
einstætt má teljast.
Og nú reynir á trúfesti og
trú yðar, íslenzkir kristniboðs-
vinir, að þér séuð fúsir til þess
að gjöra allt, sem þér frekast
getið, til þess að vér getum
staðið við þær skuldbindingar,
sem vér höfum tekizt á hendur.
Til þess hjálpi oss góður Guð
af miskunn sinni.
Koptisk kirkja
í Etíópíu.
SA
atmvtv'
Drottins kirkja stöðug stendur,
þótt stormar geisi’ um jarðar lendur,
á bjargi traustu byggð hún er.
Guðsbörn engar hræðast hættur,
þótt hamist fjenda stríðsóvættur
og gegn þeim sæki heimsins her.
Því Guð er vígi og vörn,
hann verndar öll sín börn.
Helgar hendur æ halda vörð
um herrans hjörð
svo hún er örugg hér á jörð.
Dýrsta boðskap allra alda
þú átt að flytja, kenna og halda,
þú heilög kirkja Drottins dýr.
Ljósið Guðs þú litið hefur,
er lífi sanna blessun gefur,
og í þér helgur andi býr.
Þitt hlutverk hærra er
en hugur manna sér.
Lát því hljóma
um lög og láð
í lengd og bráð:
„Guð býður frelsi, frið og náð“.
Boðskapinn frá Guði góðum
um gæzku’ og líkn hans heiðnum
þjóðum
þín skylda að flytja einnig er.
Þokan svört í sæinn hnígur
en sólin björt í heiðloft stígur
og yfir mannheim birtu ber,
þá Kristur orðinn er
sá eini, er ríkir hér.
Almenn kirkja
í einni hjörð
á allri jörð
um helgan krossinn heldur vörð.
Herrans kirkja er heilög móðir,
og hún fær blessað allar þjóðir
með líknarkrafti kærleikans.
Sveit Guðsbarna sönn á jörðu,
er sameinast í einni hjörðu
und sigurtákni sannleikans.
Lát lofsöng hljóma hátt
um herrans náð og mátt.
Hyll þinn konung
það Kristur er,
sem krossinn ber,
og gaf sitt líf til lausnar þér.
MAGNÚS GUÐMUNDSSON
Ólafsvík.