Bjarmi - 21.10.1952, Side 4
4
B J A R M I
Eg minnist þess
RÆTT VIÐ
INGÓLF
Lesendum Bjarma er kunnugt,
að Ingólfur Guðmundsson, kristni-
boðsnemi, dvaldist úti í Osló síð-
astliðinn vetur. Stundaði hann
núm þar við Háskólann og við
Safnaðarprestaskólann. Ingólfur
mun dvelja hér heima nú i vetur
og sækja tíma við Háskóla lslands
og reyna að kynnast íslenzkum
kristniboðsvinum, eftir því sem
frekast er kostur fyrir hann. Fór
hann út til Noregs án þess að hafa
kynnzt nokkuð að ráði því kristi-
legu starfi, sem hann hyggst taka
þátt í í framtíðinni. Vonast hann
til þess, að eftir komandi vetur
muni bót hafa verið ráðin á þvi.
I síðasta tbl. Bjarma birtist stutt
kveðja til kristniboðsvina frá
Ingólfi, og á öðrum stað í þessu
tölublaði birtist grein eftir hann.
Oss fannst því hlýða að rahba ör-
lítið við hann um dvöl hans í Osló
síðastliðinn vetur, svo að kristni-
boðsvinir kynntust að nokkru því,
sem hann kynntist, og kynntust
honum þá einnig nokkuð um leið.
Það er ekkert hik á honum, er rætt
er við hann. Væri það alll ritað
niður, yrði það nokkuð löng grein,
því að hann hefir af miklu að taka.
Vér höldum oss því við einn þátt
þess, sem hann hefir frá að segja:
— Hvaða starfi kynntist þú
helzt í Noregi?
— Ég kynntist fyrst og fremst
Kristilega stúdentafélaginu, sem
starfar á Biblíulegum grundvelli,.
Ég tók mikinn þátt í starfi félags-
ins í Osló.
— Starfaðir þú þar sjálfur?
— Það var ekki mikið. Þó tal-
aði ég nokkrum sinnum. Mest var
það svo, að ég var beðinn að flytja
kveðjur frá Islandi, og nokkrum
sinnum hafði ég hugleiðingu á
fundum.
— Kynntist þú félagsstarfsem-
inni aðeins í Osló?
— Nei, ég fór eitt sinn fyrir þá
til Drammen og talaði þar á af-
mælisfundi félagsins. Þar er að
vísu ekki stúdentafélag, heldur fé-
lag Menntaskólanema. Stúdenta-
hreyfingin heitir, eins og mörgum
mun kunnugt, Kristilegt félag
stúdenta og menntaskólanema
Noregs á Biblíulegum grundvelli.
— Var þetta fjölmennt félag,
sem þú heimsóttir í Drammen?
— Nei, það var það ekki. Það
voru eitthvað 40 menntaskólanem-
ar á fundinum.
— Hvað segir þú svo frekar um
starfið meðal stúdentanna í Osló?
— Það er í sífelldum vexti. —
Fundir félagsins hafa aldrei verið
jafn vel sóttir og síðastliðinn vet-
ur. Almennir fundir eru annan
hvern þriðjudag, og er þá venju-
lega flutt kristilegt erindi eða jafn-
vel prédikun. Á þessum fundum
voru venjulega nálægt 400 stúd-
entar. — Auk þessara almennu
stúdentafunda er mikil smáhópa
starfsemi í félaginu. Þá viku, sem
almennu fundirnir eru ekki, koma
þessir hópar saman í heimahúsum,
venjulega heima hjá einhverjum
stúdentanna. Flestir eru flokkarnir
Biblíulestrarflokkar, en aulc þess
er kristniboðsflokkur. I liverjum
flokki munu vera um 14 þátttak-
endur, en verið getur, að það sé
nokkuð misjafnt. Flokkarnir eru
mjög margir.
— Hvernig var með þann hóp,
sem þú tókst þátt í?
— Ég kynntist eiginlega tveim-
ur. Fyrst var ég með í krislniboðs-
flokknum. Þá kynntum við okkur
sérstaklega Japan og horfur
kristniboðsins þar. Við höfðum
sérstaka bók um Japan og kristni-
boðið þar til þess að styðjast við,
en síðan skiptumst við á um það
að lesa aðrar bækur til þess að afla
okkur frekari fróðleiks um efnið,
og ræddum það síðan á samveru-
stundum okkar. Hinn flokkurinn,
sem ég tók þátt í, var Biblíulestr-
arflokkur. Þar ræddum við einnig
um efnið, er búið var að skýra
kaflann.
— Hvernig tekst félaginu að ná
til nýrra stúdenta við Háskólann?
— Auðvitað eru starfsmennirn-
ir alrei ánægðir með það. Kjarninn
í félaginu og á fundum þess eru
stúdentar, sem unnizt hafa meðan
þeir voru í Menntaskóla. Starf fé-
lagsins verður þeim mikils virði,
er þeir hefja háskólanám og á það
ekki sízt við um þá, sem koma til
Oslóar utan al' landinu. Alltaf bæt-
ist þó í hópinn.
— Hve marga fasta starfsmenn
hefir félagið?
— Þeir eru að minnsta kosli (i
— auk þess eru tvær skrifstofu-
stúlkur. Þá hefir félagið nú í haust
eignazt nýtt félagsheimili, þar sem
nokkrir stúdentar geta fengið leigð
herbergi og eignazt „heimili“ i
Osló. I húsinu er einnig samkomu-
salur, sem félagið getur notað til
smærri funda.
— Kynntist þú ekki öðrum þátt-
um starfsins en þessum vikulegum
f undum ?
— Jú, ég kynntist einnig nokk-
uð mótum þeim, sem félagið efnir
til. Um áramótin sjálf hittast full-
trúar frá öllum félögunum víðs-
vegar um landið, svo og sambands-
stjórnin, og ræða málefni starfsins.
Mér var boðið að taka þátt í þess-
ari ráðstefnu um síðastliðin ára-
mót og fannst mér það bæði fróð-
legt og uppbyggilegt. Þar var hægt
að fá yfirsýn yfir aðstöðu og hag
starfsins, sem hvergi fæst annars
staðar.
Þá hefir félagið og páskamót uiu
bænadagana og er það með svjp-
uðu sniði og sumarmótin, nema
hvað það er fámennara. Sumar-
mótin og fyrirkomulag þeirra eru
svo kunn hér, að ekki þarf að fjöl-
yrða um það.
— Hvernig féll þér andrúms-
loftið i félaginu?
— Prýðilega. Mér fannst fara
vel saman alvara og gleði. Þá dáð-
ist ég og að því, hve verið var vak-
Það er nú orðin föst venja, að
einhver söfnuðurinn í nágrenni
Osló hýður nemendum og kennur-
um Safnaðarprestaskólans heim á
hverjum vetri. Síðastliðinn vetur
fengum við tvö slík heimhoð, sitt
hvort misserið.
Fyrir jól þágum við boð safnað-
arins í Ski, skammt frá Osló. —
Lagt var af stað að morgni sunnu-
dagsins og gengið í kirkju fyrir
hádegi og söng stúdentakórinn
okkar við guðsþjónustuna. Siðan
fengum við hádegismat í safnaðar-
húsinu, og bauð sóknarpresturinn
okkur velkomin og kynnti fyrir
okkur prestakallið og starf safn-
aðanna. Var það fróðlegt og á-
nægjulegt. Ánægjan var þó ekki
óblandin, því að stundum verður
manni hugsað heim á Frón og
þá......
Það vakti mikla athygli hversu
margir útlendingar voru með í
förinni.
Haustmisserið 1951 stunduðu 9
útlendingar nám við Safnaðar-
prestaskólann, frá Danmörku, Is-
landi, Bandaríkjunum, Ungverja-
landi og Madagaskar.
andi gagnvart þeim vanda, sem
alltaf fylgir stórum hópum, en það
er, að einstaklingurinn hverfi um
of í hópinn og geti engum kynnzt.
Það verður alltaf erfitt viðfangs-
efni í stórum félögum -— og einnig
i smærri hópum. Gætum við áreið-
anlega lært talsvert að því er það
snertir.
Hvað hafa þeir að sækja í þenn-
an „Svartaskóla“ ? Er ennþá nokk-
ur kirkja, sem heldur fast við
feðranna trú, hinn gamla boðskap ?
Mér gleymist seint sú kveðja,
sem annar Madagaskarbúinn flutti
— þótt hann hefði talað sitt móð-
urmál, hefði verið ómögulegt að
komast hjá því að hrífast af því
þakklæti, sem ljómaði úr svip hans
og öllu látbragði þessa þeldökka
hrokkinkolls.
Svo mikið skildi ég af norsku
hans, að hann var innilega þakk-
látur Safnaðarprestaskólanum fyr-
ir alla þá hjálp og blessun, sem
þaðan hefir borizt i baráttunni við
heiðnina í landi lians. Hann hafði
sagt skilið við andatrú landa sinna
og lært hið eina lausnarorð: Jesús.
Og það orð liljómaði svo dýrlega
í munni hans að mér mun seint
gleymast.
Einnig var flutt kveðja frá
Bandaríkjunum við þessa máltíð.
Síðan htuðumst við um í bæn-
um, nema kórinn fór og söng á
elliheimilinu. Um kvöldið var svo
samkoma í safnaðarhúsinu. Pró-
fessor Halleshy hélt aðalræðuna,
og nokkrir stúdentanna komu með
vitnisburð. Benedikt Arnkelsson
flutti kveðjur.
Ýmsir úr söfnuðinum kvöddu
okkur með hvatningarorðum. —
Að lokinni kvöldsamkomunni var
haldið heimleiðis eftir góðan dag
hjá góðu fólki.
Ingólfur Guðmundsson.
JJVWWIWWW
Þakkarefni
ER SANNGJARNT að koma með kröfu eins og þá,
sem komið var með í næst síðasta tbl. IJjarma og
þannig var: „Skarið fram úr í þakklátssemi“? Er
það ekki augljóst, að kjör manna eru svo misjöfn í
heimi þessum, að ósanngjarnt er að krefjast þess,
að sérhver reyni að skara fram úr í þessari keppni?
Sækja ekki raunir og vonbrigði suma sífellt heim,
en lánið leikur við aðra frá vöggu til grafar? Sigla ekki sumir í sí-
felldum barningi og ágjöf, en aðrir reika um rósumstráðar brautir?
Vissulega er það svo, að gæfu vor mannanna virðist misskipt.
Minnumst samt þess, að Guðsorð hefir ekki gleymt því, er það kom
með þessa hvatningu. Það veit um örbirgð sumra og vellystingu ann-
arra. Það þekkir sorgir og sársauka sumra og glaum og glaðværð ann-
arra. Þrátt fyrir það hvetur það oss hvern og einn til þess að skara
fram úr í þakklátssemi.
Hvers vegna?
Vegna þess, að þegar að er gáð, höfum vér hver og einn svo
mikið fyrir að þakka, að þakklæti ætti að fylla hjarta vort.
Hvað eigum vér þá að þakka fyrir? Páll postuli segir það á ein-
um stað: „Þakkið jafnan Guði, föðurnum, fyrir alla hluti í nafni
Drottins vors Jesú Krists.“
Biblíuleg trú segir: Allt er þakkarvert. Lífið, sem Guð gaf. Heim-
ilið, sem vér hlutum í vöggugjöf. Umhyggjan, sem borin var fyrir
oss. Vinirnir, sem Guð gaf oss síðar á lífsleiðinni. Gleðistundirnar,
sem vér höfum átt með vinum vorum. Öll fegurðin, sem vér höfum
fengið að líta augum, allt er þetta þakkarvert.
Trúin sér þó fyrst og fremst það, sem yfirgnæfir allt annað: Náð
Guðs í Jesú Kristi. Guð gaf oss öllum frelsara, soninn sinn einget-
inn. Hann dó fyrir oss, svo að vér mættum lifa. í honum fáum vér
fyrirgefningu allra synda vorra, samkvæmt fyrirheitum Drottins, og
í vændum eigum vér eilíft líf með Drottni. Þetta sjáum vér í trúnni.
Vissulegá höfum vér mikið fyrir að þakka.