Bjarmi - 01.07.1957, Blaðsíða 4
4 BJARMI
Konsó, 29. apríl 1957.
Kæru kristniboðsvinir.
„Hottalea e heitt“, svo ég noti
nú talsmáta sonarins. „1 kvöld
verður án efa rigning. Það er þó
rigningartíð. M.a. hefur allt sam-
band við stöðina fyrir sunnan okk-
ur, Javello, rofnað. Það er skýrt
tímans tákn. Póstur er nú skrifað-
ur án u, þ. e. „póstr“, því að orðið
hefur fornaldarhljóm í eyrum
okkar.
En hún Kristín er skrýtin,
svona stundum. Ég veit ekki hvort
það er hitinn eða rigningin, sem
gerir hana svona. 1 gær segir hún
allt í einu: „Við verðum að skrifa
bréf. Hver veit nema það komi
bíll ?“ Og síðan hefur hún haldið
þessu tali áfram. T.d. hefur hún
nefnt þau vonbrigði, sem kristni-
boðsvinirnir hljóta að hafa orðið
fyrir í sambandi við okkur. Þeir fá
svo sjaldan að heyra frá okkur og
starfinu hér.- Já, satt er það. En
ég trúi þessu ekki með bílinn. Það
eru engir bílar á þessum slóðum
nema okkar bíll og kristniboðs-
bíllinn í Gidole. Þeir bi'æður
skrölta þetta með þunga hlekki á
fótum og komast þó furðulega
langt. En aðrir bílar, langferða-
bílar, nei, það er óhugsandi.
En svo var það ég, sem fór að
verða skrýtinn. „Ég held ég heyri
í bíl. Það hlýtur að suða svona í
höfðinu á mér“. „Nei, víst er bíll.
Heyrirðu það ekki maður? Var ég
ekki búin að segja það?“ Og þarna
kom hann upp brekkuna. Stór og
breiður. Hann kom frá Gidole og
var með bréf frá okkar góða
Birkeland. „Við ætlum að senda
póst og fl. með þessum bíl til Add-
is. Hann fer yfir Wollamó. Ef þið
hafið eitthvað, þá sendið það með“.
Nei, við höfum ekkert. Ekki nema
Kristín. Hún trúði sjálfri sér og
var búin með heilt bréf, þegar
bíllinn kom. Nú fer ég í kapp við
hana. Svitinn verður að fá að
renna eins og hann vill.
★ ★
Ég gæti trúað, að mörg ykkar
hugsuðu oft til fréttanna, sem bár-
ust héðan í fyrra um þá, sem voru
að byrja að ganga Kristi á hönd
og afneita djöflinum, öllu hans at-
hæfi og verkum. En það gera allir
mjög bókstaflega hér, þegar þeir
gerast kristnir. Ég hefi skrifað
lítið um þá síðustu mánuði. Að
vísu hefur vakningin haldið
áfram. Menn koma alltaf öðru
hverju og biðja um hjálp til þess
að losna úr viðjum satans. Og
stöðugt verðum við vör við, að
Drottinn er að verki á meðal
KRISTMBOÐSÞÆTTIR
VaKniisgíii heldui* áíram
þeirra. En ég hefi verið hræddur
við að skrifa ykkur of mikið. Þetta
eru svo miklar fréttir, að þær
verða að vera alveg sannar og á
allan hátt áreiðanlegar. Nú skal
ég reyna að skrifa svolítið um
þetta.
Það er alveg áreiðanlegt og satt,
að Guð er að verki hér í Konsó. Nú
er fólk í u.þ.b. 10 þorpum, sem
játað hefur trú á Jesúm Krist.
Sums staðar eru fáir. Á nokkrum
aðeins 2-3. Á öðrum stöðum eru
margir. 1 Okotto eru flestir.
Nokkrir hafa alveg síðustu daga
bætzt við í Burgudeija, þorpinu
fyrir ofan eða fyrir vestan Okotto.
1 því þorpi býr fjölskylda kon-
unnar, sem eitt sinn kom hlaup-
andi hingað síðla kvölds, knúin af
illum anda. Sú fjölskylda er einkar
trúföst. Yngsti sonur þeirra hefur
komið í skólann svo að segja hvern
dag í allan vetur, og er það sjald-
gæft. Einnig sækja þau mjög vel
samkomur, svo alltaf má sjá ann-
að þeirra, og mjög oft eru þau
þar bæði.
Og það er einnig sannleikur,
þegar ég játa, að það er mjög
mikill munur á alvöru og staðfestu
þessa fólks. Þó að ætla mætti, að
flestir stæðu líkt í byrjun, og gætu
því skilið nokkurn veginn jafn
mikið eða lítið af boðskap okkar,
þá fer þó fjarri að svo sé. Sumir
lifna sýnilega við og byrja raun-
verulega nýtt líf. Að vísu er það
líf hins nýfædda barns, en það er
heilbrigt barn. Barsja, fyrsti
töframaðurinn, er þar gott dæmi.
Hann er tryggðin sjálf og festan.
Hann er leiðtogi hinna í Okotto.
Af engum valinn, en sjálfsagður
þó. Þegar einhver nýr bætist í hóp-
inn í Okotto, fer hann fyrst til
Barsja og ráðfærir sig við hann,
svo koma þeir saman til okkar.
Fyrir nokkru bættist nýr maður •
við frá þorpinu Modjaló. Hann
virðist vera af sama toga spunn-
inn. Hann er alltaf svo hýr og
aldrei lætur hann sig vanta á
guðsþjónustu eða samkomu, og er
þó einn til eins og hálfs jtíma
gangur til Modjaló. Hann gengur
sem sé tæpa 3 tíma á hverjum
sunnudegi, til þess að heyra Guðs
orð, og stundum oftar í viku. Já,
um páskana gekk hann alla leið til
Gidole ásamt Barsja, til þess að
taka þátt í páskamóti þar ásamt
nokkrum heimamönnum frá stöð-
inni hér. Samt er þessi maður
kominn nokkuð til ára sinna, og
eitthvað er að honum í annarri
mjöðminni. Eg skal geta þess, að
fyrir þetta fékk hann að sitja í
hjá okkur aftur heim til Konsó. Ég-
spurði hann ekki um það, en lík-
legt þykir mér, að það hafi verið
fyrsta bílferðin hans á æfinni.
Já, sem betur fer eru nokkuð
margir í sama flokki og þessir
tveir. Svo eru hinir, og þeir eru
margir, sem án efa meina það
nærri því eins einlæglega og þess-
ir, en þeir eiga ekki sömu stað-
festu. Eða væri e.t.v. réttara að
segja, að þeir væru fastir, bundnir
enn þá við svo ótal margt? Já, það
mun vera rétt. Bundnir við akur-
inn sinn og aðra vinnu. Þeir eru
ekki vanir því enn þá, að ætla sér
tíma til þess að hlusta á Guðs orð.
Svo fá þeir heldur ekki tíma til
þess nema endrum og eins. Sumir
eru líka enn bundnir við gamlar
venjur og reglur þjóðflokksins. Ég
sat hér fyrir utan húsið um dag-
inn og rabbaði við einn af gömlu
mönnunum frá Derra, einn af
þeim beztu. Hann er hrumur orð-
inn, og sennilega á hann ekki langt
eftir. En hann er einn af þeim,
sem hefur öðlazt ótrúlega mikinn
skilning. Hann kærir sig kollóttan
um það, sem fólkið í þorpinu segir.
„Ég á hvort sem er bráðum að
deyja, og ég vildi svo gjama eign-
ast þetta eilífa líf, sem fæst fyrir
trúna á Jesúm“. — Við vorum
m.a. að rabba um stóru „djila-
hátíðina, sem á að vera eftir u.þ.b.
eitt ár. Það er stærsta hátíð þjóð-
flokksins, og hún er haldin hvert
18. ár. Hann hefur verið með á
mörgum slíkum hátíðum. Svo
spurði ég hann, hvort það væri
rétt af kristnum Konsómönnum að
taka þátt í þessari hátíð. „Nei“,
sagði hann, „þessi hátíð er synd-
samleg og ekki Guði velþóknanleg.
Við, sem nú trúum á hann, getum
horft á dansinn (þ.e. athöfnina),
en við munum ekki taka þátt í hon-
um“. En það er einmitt það, sem
svo margir hinna yngri gera. Þeir
geta ekki rifið sig lausa úr „dans-
inum“. Það er ,,ekstase“ í slíkum
athöfnum.
Og loks er þriðji flokkurinn.
Það eru þeir, sem beðið hafa um
hjálp til þess að losna undan helj-
argreip satans. Þeir hafa fengið
okkur til þess að brenna töfra-
gripunum og biðja fyrir sér, en
eftir það sjáum við lítið til þeirra.
Hversu margir eru ekki þannig,
einnig heima á Islandi? Þeir kalla
á Guð, þegar þeir eru í nauðum.
Þá eru þeir sérstaklega trúaðir, en
á góðu dögunum gleyma þeir Guði.
Allir þessir hópar valda okkur
þó stöðugt þungum áhyggjum. Við
finnum svo sárt til skyldunnar,
^JJue^ja tií hriótnihoL
óvma
FULLTRtJAR og a'ðrir þátttakendur 15. þings Sambands
íslenzkra kristniboðsfélaga, sem haldið er í Vatnaskógi, senda Jcristni-
boðsvvnum um land allt, svo og knstniboðunum í Konsó, kveðju sina.
Það, sem vér höfum fengið að heyra frá kristniboðsstarfinu í Konsó og
fórnfýsi kristniboðsvina hér heima, hefir orðið oss til mikillar gleði og
uppörvunar. Hjörtu vor eru full af þakklæti til Guðs, sem hefir opnað
orði sínu dyr í Konsó og lcveikt Jcærleika til málefnis síns í mörgum
hjörtum hér heima á Islandi. Þá hefir það og aukið á gleði vora, að fá
að taka þátt í þeirri hátíðarstund, er nýir kristniboðar voru vígðir til
kristniboðsstarfsins í Konsó, þau Margrét Hróbjartsdóttvr og Benedikt
Jasonarson. Það er trú vor, að aukið starf í Konsó færi starfinu hér
heima síáulma blessun. Vér biðjum þess, að Guð vilji af náð sinni veita
oss íslenzkum kristniboðsvinum þrautseigju og trúfesti í starfi því, sem
hann hefir falið oss, bæði úti á maðal heiðingjanna og i elskuðu ætt-
landi voru.
VÉR VILJUM minna oss og yður á skyldur vorar gagn-
vart eigin þjóð, að því er snertir trúfast starf á grundvelli evangelisk-
lútherskrar kirkju og útbreiðslu hins gamla en síunga fagnaðarerindis
Guðs orðs meðal þjóðar vorrar. Sameinumst í fyrirbæn fyrir starfinu
í Konsó og fyrir því, að meðal vor aukist vilji til þess að leggja oss
fram á hvern hátt, sem vér getum, til sjálfboðastarfs fyrir málefni
frelsara vors og Drottins Jesú Krists.
NÁÐ HANS sé með oss öllum.
Þátttakendur kristniboðsþingsins 1957.