Bjarmi - 01.07.1957, Blaðsíða 6
6 BJARMI
Sfeingrímur Benediktsson:
Hvað er synd?
Ef við snúum okkur til Biblí-
unnar með spurninguna um synd-
ina, gefur 'hún okkur greið og
greinileg svör.
Hún fræðir okkur meðal annars
um eftirfarandi:
1. f eðli sínu er syndin lagabrot.
I. Jóh. 3.8.
2. Otbreyðsla syndarinnar er sú,
að enginn fær undan henni mælzt.
Allir hafa syndgað og skortir Guðs
dýrð.
3. Svo rótgróin er hún í eðli
mannsins, að Jesús segir, að „inn-
anað, fi'á hjarta mannsins koma
hinar illu hugsanir, sem saurga
manninn". Matt 15. 19.
4. Um áhrif syndarinnar segir
Jes. 59.2, að hún greini okkur frá
Guði og veki reiði hans. 5. Mós 9.
7.: „Minnstu þess og gleym því
eigi, hvernig þú reittir Drottin
Guð þinn til reiði“.
5. Laun syndarinnar er dauði,
Róm 6,23.
Sannleikurinn er sá, að eftir
þessari fræðslu Biblíunnar um
syndina sækjumst við mennirnir
ekki.
Orðið synd vildum við helzt vera
lausir við.
f því er fólgin sú áleitna ákæra,
að ég sé ekki eins góður og ég
ætti að vera. Broddur þessarar
ákæru særir samvizku mína, en í
stað þess að játa sannleika hennar,
reyni ég af fremsta megni að
losna undan ákærunni, eða snúast
til varnar gegn þeirri móðgun við
virðingu mína að dæma mig alvar-
lega sekan.
Og ég stend ekki einn 1 vöni-
inni, því að allir menn hafa staðið
í mínum sporum og leitað ótelj-
andi undanbragða og búið til
óteljandi kenningar, sem ýmist
gera syndaákæruna mjög mein-
lausa eða afskrifa hana með öllu.
Þegar á degi fallsins laumaði
djöfullinn inn hjá manninum ef-
anum um áreiðanleik Guðs orðs.
„Er það satt, að Guð hafi sagt“
hvíslaði hann, og hann heldur
áfram því hvísli sínu með „góðum
árangri“ eins og sagt var um loft-
árásirnar í síðustu heimsstyrjöld,
þegar eyðileggingar þeirra voru
ægilegastar.
Og þegar efinn hefur þokað
Guðs orði til hliðar, þykir okkur
gott að grípa til undanbragðanna
og afsakananna, þegar við kom-
umst ekki undan því að hugsa um
hvað syndin er og hvað víðtæk á-
hrif hennar eru. Það er útbreidd
skoðun, að synd og sektarkennd
séu leifar úrelts hugsunarháttar
og uppeldis.
og lifað af allar kyi'kingartilraun-
ir. Ræða sú, sem hér um getur,
minnir oss samt á það, live nauð-
synlegt er, að vér með fyrirbæn
styrkjum kristna menn í Kina, sem
eiga við þrengingu að búa.
Það, sem trúaðir menn kalla
synd. segir heimurinn, er að jafn-
aði mjög náttúrlegt og ef það er
náttúrlegt, þá getur það ekki
verið syndsamlegt, því að berjast
gegn náttúrlegum tilhneigingum
og hvötum, veldur aðeins „kom-
plexum“ og sálrænum truflunum.
Lífsgleði njóttu svo lengi kostur
er. Það er kenning heimsins og
þýðir að allt, sem hugurinn girn-
ist, veiti þá gleði, sem við leitum
að, ef við aðeins látum það ekki
ganga okkur úr greipum.
önnur útbreidd kenning er sú,
að maðurinn verði ekki krafinn til
ábyrgðar. Hann hefur engan
frjálsan vilja. Allt, sem hann að-
hefst ákvarðast af erfðum eða um-
hverfi.
Þessar kenningar afnema ekki
synd og sekt, en gera hvort
tveggja ópersónulegt og afsakan-
legt.
Nútíma uppeldisfræðingur ásak-
ar ekki vandræðabarnið, sem hann
hefur til meðferðar, en ákærir með
því meiri þunga foreldra þess og
aðra uppalendur eða þá aðila, sem
að hans dómi ættu að sjá börnun-
um og foreldrum þess fyrir mann-
sæmandi lífsskilyrðum. Þessi af-
staða heimsins til syndarinnar er
í raun og veru ekki undarleg og
ætti ekki að trufla þá, sem vilja
í þessu efni leita sannleikans.
Heimurinn þekkir ekki Guð og
getur ekki sem slíkur veitt sann-
leika hans viðtöku.
Hitt er miklu sorglegra, að
meðal þeirra, sem ættu að þekkja
Biblíuna betur og eiga meiri fús-
leika til að ganga við ljós orðsins,
mætum við einnig mjög yfirborðs-
legum og afvegaleiðandi hug-
myndum og kenningum um þetta
efni. Það er ekki fátítt að heyra
talað um „saklausu“ börnin í
þeirri merkingu, að þau séu fædd
Guðs börn, og í sínu barnslega
sakleysi lifa þau svo þangað til þau
eru orðin það stór og viti borin,
að þau með vitund og vilja brjóta
fyrii-mæli Guðs.
Þessi hugmynd er svo eðlilega
færð yfir á hina fullorðnu þannig,
að synd verður ekki annað en það
að brjóta vitandi vits siðaboð, sem
mennirnir viðurkenna.
Illar hvatir eru ekki synd.
Að vísu eru þær frá hinum
vonda, en synd eru þær ekki.
Hámarki sínu nær þessi yfir-
borðslega skoðun á syndinni hjá
þeim, sem halda og jafnvel kenna,
að maðurinn geti náð svo langt í
helgun, að hann lifi syndlausu lífi.
Ef þessar bollaleggingar mann-
anna væru réttar, væri að sjálf-
sögðu bezt að vita ekkert um vilja
Guðs og þau lög, sem hann hefur
sjálfur sett lífi okkar.
En við þurfum ekki að hugsa af
mikilli alvöru um þetta mál, til
þess að finna, að okkar órólega
hjarta finnur aldrei frið á flóttan-
um frá Guði.
Adam og Evu tókst ekki að fela
□ LD TAFLNANNA
Mörgnm lesendum ki'istilegra biaða hér á iandi mun sjálfsagt l'innast hálf-
einkennileg grein, sem birtist í sænsku kristilegu blaði. I»að er sjálfsagt ekki
unnt að segja, að hún sé hugleiðing- í venjulegri kristilegri merkingu þess orðs,
en Iiún talar þó sínu máli um ástand og liorfur samtíðar vorrar og andlegan
styrk liennar. Greinin, sem er örstutt, fer liér á eftir, þýdd úr blaðinu „Svensk-
veckotidning":
Nútímamaðurinn hefh-
verið lialdinn þeirri liug-
mynd, Iive nauðsynlegt
sé að styrkja vinnuþrek
sitt og nautnagetu í æ
ríkari mæli. Til þess að
geta afkastað einu og
öðru, heíir hann margoft
leitað aðhalds í töflum,
sem hafa örvandi áhrif.
Vér virðumst nú standa
gagnvart nýrri töfluöld
með nýjum tilgangi, ef
ráða má af nýjum fregn-
um frá Vesturheimi. Nú
veltur allt á því að
Iiægja hraðann og róa
tilfinningarnar. Unnt er
að velja um margar teg-
undir í lyfjaverzlunum
Vesturlieims. Eftirspurn
er mikil. Sagt er að um
8 milljón slíkra taflna
séu notaðar mánaðar-
lega. Um það bil fimm af
hundraði Ameríkumanna
nota þær. Tveir af liverj-
um fjórum sjúklingum
biðja um að fá þær. í»ær
eru ritaðar á þrjá af
hverjum 10 lyfseðlum.Síð
astliðið ár var söluverð
þeirra yfir 900 milljónir
króna. Talið er að sú
upphæð muni tvöfaldast
í ár.
Sagt er, að geta þess-
ara nýju lyfja sé nær því
takmarkalaus: — J»ati
kváðu ráða bót á svefn-
leysi án þess að valda
þreytutilfinningu, upp-
næmir menn verða gæfir
og skapofsamenn árenni-
legir. Ró, friðsæld, og
notakennd kemur upp.
Hver, sem þetta heyrir,
getur að sjálfsögðu bent
á mörg svið, þar sem rétt
væri að nota þetta töfra-
lyf. I»au ldjóta að geta
komið að góðum notum
við stjórnmálaumræður
og erfðadeilur og einnig
við kvíða fyrir próf. Og
hvers vegna skyldi ekki
askja af þessu lyfi vera
send Nasser og Krúsév
og öðrum á vettvangi
lieimsstjórnmála? I»að
lítur liclzt út fyrir, að vér
stefnum inn í kyrrláta og
friðsæla tíma — ef töflu-
byrgðirnar eru nægileg-
Þannig farast sænska
blaðinu orð. Og víst er
það umhugsunarvert, ef
svo er komið, að menn
setja von sína á róandi
lyf sín til þess að leysa
ólgu ])á og vanda, sem
])eir sjálfir valda. Hver
og einn getur sagt sér
það sjálfur, að vandamál
vor eru allt annars eðlis
en þess, að hægt sé að
leysa liann á svona ein-
faldan Iiátt. I»að vitum
vér. En þetta er enn eitt
af því, sem sýnir glöggt,
hvernig nútímamannin-
um er farið, þrátt fyrir
öll Iireystiyrði hans um
eigin getu og þekkingu.
sig fyrir Guði. Þeim tókst ekki að
umflýja dóminn, með því að reyna
að koma sökinni á aðra.
Þetta mun aldrei takast.
Það eina, sem er okkur mönn-
unum sæmandi, af því að það er
það eina, sem leysir þann vanda,
sem við nefnum synd, er að játa
sannleikann, hvort sem hann er
beiskur eða sætur og leita með
auðmýkt og bæn þeirrar fræðslu,
sem Guðs orð veitir. Þá mun Guðs
andi sannfæra okkur um syndina
á þánn veg, að við flýjum til náðar
Guðs í Kristi Jesú og þiggjum
hjálpræði hans.
Ég gat þess í upphafi, að í 1.
Jóh. 3.8 stendur, að syndin sé laga-
brot. Til þess að gera okkur grein
fyrir, hver alvara er í þessu fólgin,
verðum við að átta okkur á, hver
þessi lög eru, hvaða möguleika
mennirnir hafa til að þekkja þau
og hve skuldbindandi þau eru. Að-
eins á þann veg fáum við skilið
alvöru syndarinnar.
Lögin, sem hér er um að ræða,
eða lögmálið, er annar meginþátt-
ur Biblíunnar og greinir frá þeim
kröfum, sem Guð gerir til okkar
mannanna. Þessar kröfur eru
greinilega framsettar í boðorðun-
um 10, en Jesús dregur efni þeirra
allra saman í kærleiksboðorðinu,
sem gerir til okkar þá kröfu, að
við elskum Guð yfir alla hluti
fram og hvert annað eins og okkur
sjálf. „Þér skuluð varðveita setn-
ingar mínar og lög, sá, sem breytir
eftir þeim, skal lifa fyrir þau; ég
er Drottinn" segir í III. Mos. 18. 5.
og við rika unglinginn sagði Jesús:
Gjör þú þetta og þá munt þú lifa.
Lúk. 10.28. En þegar Guð segir
„gjör þú“, þá þýðir það ekki „eins
vel og ég get“ eða „eins og Guð
gefur mér mátt til“, heldur er hér
krafa um að gjöra fullkomlega,
þannig að verknaðurinn sé óað-
finnanlegur og enginn skuggi af
eigingjömum tilgangi í hjartanu.
Það nægir ekki að koma fram
fyrir Guð með úrval af því, sem ég
geri bezt, „því að þótt einhver
héldi allt lögmálið, en hrasaði í
einu atriði, þá er hann orðinn sek-
ur við öll boðorð þess“. Jak 2.10.
Að því er snertir möguleika
okkar mannanna til að þekkja lög-
mál Drottins, stöndum við mjög
misjafnt að vígi.
„Mennimir eru þó (allir) án
afsökunar, því að hið ósýnilega
eðli hans, bæði hans eilifi kraftur
og guðdómleiki, er sýnilegt frá
sköpun heimsins, með því að það
verður skilið af verkunum.“ Róm
1.20.
Lögmálið er öllum mönnum í
blóð borið. Við vitum af reynslu,
að hér í heimi fáum við ekkert án
endurgjalds. Það er því eðlilegt
að álykta, að þannig sé það einnig
í viðskiptum okkar við Guð.
Meðfædd trúhneigð segir okkur,
að Guð gefi ekkert án endurgjalds.
Við verðum eitthvað til þess að
vinna að komast í himininn.
Heiðingjaheimurinn, sem
minnsta þekkingu hefur á eðli
Guðs og vilja, er voldug sönnun
þessa.
Öll trúarbrögð heiðingjanna