Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 25.03.1958, Blaðsíða 2

Bjarmi - 25.03.1958, Blaðsíða 2
2 BJARMI Mahbað við Kristíau utn Kansáhanur og fleira Stundum hefur verið rælt um það í sambandi við að létta hús- mæðrunum eldhússtörfin, að nauð- synlegt væri að útbúa eldhúsin þannig, að konan, sem þar vinn- ur, þyrfti sem fæst spor að þjóta um eldhúsið. Mikill kostur væri það, að hlutir þeir, sem nota þarf, væru t. d. svo nærri eldavélinni, að unnt væri að seilasl lil þeirra. Eldhúsið, sem frú Kristín Guðleifs- dóttir hefur notað í Konsó undan- farin ár, hlýtur að uppfylla þessa kröfu mætavel. Mér fannst það að minnsta kosti, er ég sat og i'abbaði við þau hjónin lcvöld eitl fyrir nokkru. Þá sýndi Kristin mér nokkurn veginn flatarixxál eldliúss- ins og nxér virtist það vei’a eins og sæmilegur skápur. Breiddin á eldhúsinu var ekki íxxeiri en það, að þegar Kristín stóð við eldavél- ina, ixiátti sá ekki vera feitur, er smjúga vildi milli baks liennar og veggjarins. Hún þurfti því ekki að arka óraleiðir um eldhúsgólfið við stöi’f sín. Að því leyti var eldhúsið samkvæmt nýjustu kröfum. Ilvort húsmæður mundu almennt sætta sig við þá stæi’ð af eldhúsi, sem Kristín liafði, var svo annað mál. Eitt held ég þó að sé vist, og það er, að þótt sumar þeirra gælu sagt svipaða sögu af stærð eldhúss síns, er víst engin húsmóðir á lslandi, senx liefur sömu sögu að segja af húsmóðurstörfum sínum og mat- seld og Kristín hefur að segja frá dvöl sinni í Konsó. Mér datt því í lxug, að það gæti verið nógu ganx- aix að leyfa kristniboðskonum, og öðruixx kristniboðsvinum, að „heyra“ sunxt af því, sem ég spurði er ég sat og rabbaði við þau lijón síðdegis í gær. Þetta verður að nokkru leyti einskonar „kvenna- síða“ eða lxúsmæðraþáttur og getur farið vel á því, að liafa slíkan þátt einu sinni í Bjarma, einkanlega, þar sem liann er frá Konsó. Matseld. um landið eru yfirleitt karlmenn hafðir til aðstoðar í eldhúsi.“ „Eru þeir duglegir við þessi störf?“ „Það er misjafnt. Sumir eru á- gætir matreiðslumenn. Aðrir eru seinir, eins og t. d. Gai’idja, senx lengstaf var aðstoðarmaður minn. Hann var reglulegur Konsódreng- ur og var nxjög svo illa til fara, er hann kom fyrst til okkar — eiginlega nakinn. Hann var ágæt- ur á nxai’gan liátt, og mér þótti orðið mjög vænl unx liann, þótt liann væri oft að hlaupa frá okk- ui’. Hann konx alltaf aftur. Hann var reyndar dálítið seinn. Hann var t. d. frá nxiðdegisverði og fram til fjögur að þ.vo upp ílátin eftir matinn — og svo þvoði hann einn- ig eldliúsgólfið. Hanxi komst ekki almennilega upp á lagið nxeð að matreiða. Sanxt var haxxn farinix að steikja kjötbollur — og hann bakaði öll brauðin, eins og fyrr segir — og það er mikið verk að baka brauð lianda okkur öllum.“ „En matui'inn, — hvað höfðuð þið í matinn?“ „Það var fyrst og fremst kjöt- ið. Það er ágætt kjöt í Konsó, og tiltölulega ódýrt. Annars er að sunxu leyti erfitt unx mataröflun i Konsó.“ „Það var einkennilegt. Ætla mætti, að það væri ekki vandi fyrir ykkur að fá kál, ávexti og græn- meti þax-na suður í hlýjunni.“ „Það vex ekkert slíkt í Konsó, þurrkarnir eru of nxiklir til þess. Tómatar voru það eina, senx við gátunx x’æktað, en við liöfðunx líka ágæta tómata. Þegar kristniboð- arnir í Gidole komu í heimsókn til okkar, komu þeir stundum með svona tvo kálhausa, og það var ánægja að fá slíka tilbreytni.“ „En kartöflur, gátuð þið ekki ræktað þær?“ „Nei, rigningatíminn er allt of stuttur til þess, að kartöflur geti náð þroska. Við settum einu sinni niður kartöflur og sá vottur, sem. við fundum, var á stærð við kræki- ber. Það er alveg tilgangslaust, að ætla að stunda slíka ræktun þar. Hins vegar fengum við grænmeti og annað slíkt niðursoðið. Yfirleitt lifðum við svo mikdð á dósamat þennan tíma, að við vorunx orðin hálfleið á því. Þegar við konxunx hingað lieim og fórum að fara i búðir, foi’ðumst við að kaupa dósa- mat. Tilbreytingin er svo mikil.“ Mjólkurkýr og hænsni. „Það hefur þá komið sér vel fyr- ir ykkur að fá nýmjólk úr kúnni ykkar?“ „Já, það var óskaplega mikill munur, einkanlega fyrir drengina. Við notuðum lengi eingöngu þurr- mjólk, — og fyrst framan af þekktu drengirnir ekki aðra mjólk.“ „Og hvað fékkstu milda mjólk í nxál úr kúnni.“ „Ja, á moi’gnana fékk ég eina könnu í nxál. Ætli hún liafi ekki tekið um það bil einn líter — og í seinna mál, þ.e.a.s. á kvöldin, var það helmingi minna, eða unx liálf- ur líter.“ „Ilvernig í ósköpunum stendur á því? Þetta þættu ekki góð nyt liér Ixeima. Er ef til vill ekki lögð stund á mjólkui’kúarækt heldur lioldanaut — kjötræktina.“ „Nei, þeir rækta kýrnar einnig vegna mjólkui’innar. En orsökin fyi’ir lítilli nyt er vafalaust vætu- skortinunx að kenna. Þurrkarnir eru svo gífurlegii’, að kýrnar fá alls ekki nauðsynlegan vökva til mjólkurframleiðslu. Það var ákaf- lega mikill munur að fá kúna. Það er erfitt að fá nxjólk hjá Konsó- nxönnum. Það hvilir einhver helgi yfir mjólkinni — einhverjir ein- kennilegir siðir eru ríkjandi í sanx- bandi við liana. Það má enginn sjá mjólkina. ef farið er með hana milli húsa, — Iielzl ekki vita af, að verið sé nxeð mjólk á ferð. Hún er ávallt byrgð og stórhættulegt er, ef nxenn líta liana augum. Kon- sómönnum er því meinilla við, að vei’a með mjólk á ferð. Við erum vel sett, að hafa okkar lcú, þóll hún mjólki ekki meii’a en þetla.“ „Þið fáið þá líldega ekki oft í’jóma til kökuskreytingar ?“ „Jú, við fáunx liann niðursoðinn frá Addis Abeba. Hann er í lient- ugum dósum og er pi’ýðileg vara, nxjög gott að þeyta hann.“ „En hvernig er það með liænsna- rækt hjá þeinx, stunda þeir hana að ráði, svo að þið getið fengið egg?“ „Fyrst fengum við engin egg í Ivonsó -— urðunx að kaupa þau i öðrunx héruðtinx. En siðan nxenn vissu, að þeir gætu selt okkur egg, fóru þeir að hafa hænsni. Annars er Konsómönnum mjög illa við hænsnarækt. Landið er þéttbýlt og liænsnin leggjast á kornið á ökr- unum, svo að nágrönnunx er illa við, ef einhver fær sér hænsni.“ „Og svo er það loks ein spurn- ing enn, varðandi matseld, og það ekki sú veigaminnsta: Hvernig er með vatn þarna?“ „Við kaupunx allt vatn af konum þeim, scm sækja vatn út i brunn- ana. Þangað er unx það bil 15—20 minútna gangur. Vatnið verður allt að sjóða, áður en það er notað. Við dýfum meira að segja ekki tannbursta okkar í vatnið, fyrr en það liefir verið soðið. Það er svo óhreint, að ég átli erfitt með að venjast því. Mér finnst það nú orð- ið skárra en fyrst.“ Hreinlæti. „En hvernig er þá að þvo úr því ?“ „Það er afleitt. Það er svo nxilc- ið af leirefnum í því, að mjög crf- itt er að nola þvottadufl eða sápu. Sumt þvottaduft, sem t. d. reynist alveg ágætlega liér lieima, er al- veg ónothæft. Það samlagast alls ekki vatninu, lieldur flýtur ofan á því eins og skán, sem ógei’legl er að leysa upp.“ „Gaztu látið aðstoðarmenn þína hjálpa þér við þvottinn?“ „Já, þeir þvoðu, eftir að þeir liöfðu lært það. Þó urðu þeiiri stundum á mistök eins og l. d. er þeir suðu ullar smábarnafatnað — þennan ljómandi fallega prjóna- fatnað. Ég sá eftir því.“ Framh. á 7. síðu. „Hvernig var það annars með heimilisaðstoð hjá þér, þurftir þú að annast alla matseld sjálf?“ „Já, ég eldaði aðalmáltíðina allt- af sjálf. Hins vegar hafði ég að- stoðarmann minn í eldhúsinu, sem vann ýmis léttastörf. Hann þvoði t. d. upp, hellti upp á kaffi, lag- aði te og er frá leið var liann far- inn að sjá um kvöldmatinn, senx oft var búinn til úr afgangi frá miðdagsvei’ði. Þá var liann og far- inn að baka brauðin og liann bjó til sérstaklega góð brauð.“ „Hvernig stendur á þvi, að þið liafið karlmenn í eldhúsinu en elcki vinnustúlkur?“ „Þessi venja hefur komizt á lxjá ki’istniboðunum. I Addis Abeba eru reyndar oft stúlkur liafðar, engu síður en karlmenn, en úti Átta íslendingar í Konsó. Mynd þessi var tekin, þegai Ölafur Ólafsson heimsótti kristniboðsstöðina. Talið frá vinstri: Margrét, Benedikt Kristin og Felix með drengina sína, Ingunn og Ólafur. * 1 L ' * '' v:

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.