Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 25.03.1958, Blaðsíða 6

Bjarmi - 25.03.1958, Blaðsíða 6
6 BJARMI ')tá £páni Ung reykvísk hjón, frú Auður Eir Vilhjálmsdóttir og Þórður Örn Sig- urðsson, hafa dvalið í Madrid á Spáni. í meðfylgjandi fréttabréfi segja þau frá kynnum sínum af mót- mœlendasöfnuði þar í borg. í gámla bæjarhluíanum í Mad- rid, örskammt frá stærstu ka- þóisku kirkjunni í borginni (San Francisco el Grande), stendur önnur kirkja, en mun iágreistari en hin fyrrnefnda og lætur lítið yfir sér. Fyrir ókunnuga er í rauninni enginn hægðarleikur að finna þessa kirkju, því að ekki er svo mikið sem krossmark á henni, sern gæti gefið til kynna, að þarna sé um guð'shús að ræða. Að visu stendur máðu letri á lágri framhliðinni: „E1 Seiior es mi pástor“, Drottinn er minn hirðir. En kirkjan gtendur langt frá göt- unni inni í dimmurn Iiúsagarði, hulin háum trjám, þannig að veg- íarendur komast alveg . hjá að veita þessu nokkra athygli. Beggja vegna þessa litla musteris og al- vec þétt við gnæfa stór stein- hús, sem byrgja fyrir sólarljósið og virðast auka enn ineir á smæð þess og umkomuleysi. Áður fyrr meðan trúfrelsi var í ríkari mæli, var skilti á garðshliðinu við gang- stéttina, þar sem á stóð „Iglesia de Jesús“, og uppi á mæni lcirkj- unnar stóð hvítt krossmark. En árið 1939 kom tilskipun frá stjórnarvöldunum um, að sókn- arpresturinn, Juan Fliedner, skyldi láta rífa niður bæði skilt- ið af garðshliðinu og krossinn af mæni kirkjunnar. Skýringin, sem fylgdi þessu boði yfirvaldanna, var mjög athyglisverð og gefur i raun og veru nokkra huginynd um það trúfrelsi, sem ríkir hér á Spáni. Hún var eiílbvað á þessa leið: „Líkt og itóbakseinkasalan (La Tabaealera Espanola) hefur einkaleyfi á sölu tóbaks hér á Spáni, hefur kaþólska kirkjan einkaleyfi á nafni Jesú Krists“. Kirkjan litla er nefnilega mót- mælendakirkja og fær að standa þarna nokkurn veginn óáreitt að- eins vegna þess, hve hún er líiil og lilt áberandi, eins og áður er lýst. A hverjum sunnudagsmorgni, síðan við komum hingað lil Madrid, höfum ,við verið við guðsþjónustu í þessari kirkju, og okkur finnst mikið Jil um á- hugftnn, sem einkennir söfnuð- inn. Kirkjan troðfyllist ævinl'ega af fólki, sem tekur þátt í guðs- þjónustunni af lífi og sál. Okkur varð þarna fljótt vel lil vina, því að fólkið er hispurs- lausi, eins og títt er um Suður- landabúa. Það hóf fljótlcga að spyrja okkur spjórunum úr um okkar land, og leystum við eins greiðlega úr og við gátum. Gamli preslurinn, Juan Fliedner, heils- aði okkur með mestu virktum og þótti við vera merkilegt fólk, því að íslendingar væru ekki meðal algengari gesta safnaðarins. Juan Fliedner er háaldraður orðinn, en mikilúðlegur og virðu- íegur. Hann er af þýzkum ættum, en samt fæddur og uppalinn á Spáni, þar sem liann liefur alið allan sinn aldur. Faðir hans, Friedrich Fliedner, var einnig mótmælendaiirestur í Madrid. Með söfnuðinum starfar einnig ungur spánskur prestur, ákaf- lega geðþekkur og áhugasamur, sem mun með timanum alveg leysa gamla Juan Fl'iedner af hólmi. Þes'si ungi presttur stund- aði guðfræðinám í Skotlandi. Dóttir Juans gamla Fliedners, en hún er lílið og sálin í ýmsu safnaðarstarfi, var alltaf að leggja að okkur á hverjum sunnu- degi, að við litum einhverntíma inn til þeirra og röbbuðum við þau. Við lofuðum því, en létum þó ekki verða af fyrr en núna íyrir skömmu. Sunnudaginn áður en það var, liöfðum við einmitt sagt þessari konu af því, að við hefðum lofað að senda heim nokkrar línur frá móimælendakirkjunni á Spáni, og hún sagði þá, að ekki mætti dragast lengur að við kæmum i heimsókn. Þannig a(tvikaðist það, að síðdegis næsla þriðjudag sát- um við og tétum fara vel um okkur yfir rjúkandi tebollum á lieimili Juans Fliedners. Juan Fliedner var sjálfur önn- um kafinn þentian dag við að búa undir prentun lítið vasaalmanak mótmælenda fyrir 1958. Það heit- ir: „Vademecum evangélico“, og liefur að geyma, auk almanaks- ins, nákvæma skrá yfir allar mótmælendakirkjur á Spáni. Sagði gamli presturinn, að þessi litla bók hafi reynzt mótmælend- um einkar nylsamleg. Ungi spánski presturinn var viðsóaddur, og l'eystu hann og dóttir Juans Fliedners greiðlega úr öllum þeim spurningum, sem við bárum fram. Margt það, sem að framan er sagt, fengum við að vita í þessu samtali, en auk þess sögðu þau okkur ýmislegt úr sögu safnaðarins. Fyrsti prestur safnaðarins hét don Franci'sco de Paula Ruet. llann var spanskur hermaður og snerist til mótmælendatrúar á Éaliu, þar sem hann tók prest- vígslu. Um 1850 sneri liann heim aftur og tók að predika mótmæl- endatrú meðal sinna fornu félaga í Barcelona. Kaþólska kirkjan komst brátt á snoðir um þetta og lél handtaka manninn og lciða fyrir rét't. Hlaut nú don Francis- co de Paul'a Ruet þann heiður að vera síðasý-i mótmælandinn, sem spánski Rannsóknarréturinn dæmdi til að brennast. En dómn- um var breylt í ævilanga útlegð. Stjórnarvöldin sögðust ekki geta tekið að sér að brenna fólk lif- andi fyrir kaþólsku kirkjuna á 19. öld. Don Francisco de Paula Ruel fór í útlegð til Gibraltar, en sneri aftur 1858, er ný stjórn hafði tekið við völdum og trú- frelsi verið boðað. Árið 1871, er Alfonso XII. var konnnn til valda, var að luöfu kaþólsku kirkjunnar enn hert á eftirl'iti með mótmælendum, en það ár var söfnuðurinn fyrst formlega slol'naður. Fyrir borgarastyrjöldina 1936 —1939 höfðu mótmælendur barnáskóla víðsvegar um Spán, og voru þeir á sumum stöðunum einu skólarnir í grenndinni. Ár- ið 1939 var öllum þessum skólum lokað og starfsemi þeirra bönn- uð. Þess má geta Jil gamans, að móimælendur hér á Spáni eiga liús nokkurt, ævafornt, sem eitt sinn var í eigu Filippusar II., Spánarkonungs, þess er mest of- sótti mótmælendur á sínum tíma. Stendur hús þetta i þorpi einu skammt norðan Madridborgar, nálæg't munkaklau^Tinu fræga, E1 Escorial, sem Filippus lét reisa sér. Höfðu mólmælendur áðiu skóla í þessu húsi, en bafa hafl þar barnaheimili á sumrin, eftir að skólinn var bannaður. Hús þetta keypti Friedrich Flied- ner kringum aldamótin síðustu, og hefur kaþólska kirkjan síðan jjráfaldlega reynt að lirekja mót- mælendur þaðan. En „La Casa de paz“, Friðarhús, hefur staðizl öll tilræði til þessa. Spánski presjturinn spurði okkur líka margs að heiman. Við sögðum honum m. a. frá starf- semi IÍFUM og K, og þótti hon- um vænt um að heyra það. Hann sagði lika, að KFUM á íslandi Framh. á 7. síðu Aifstur-Þýzkaland Mikil átök eiga sér sífellt stað milli stjórnarvalda Austur-Þýzka- lands og kirkjunnar þar. Rikis- valdið leggur mikla áherzlu á að knýja í gegn athöfn þá, sem koma skal í stað kristinnar fermingar. Felst í henni liollustuyfirlýsing við ríkisvaldið og fræðsla í þeim grein- um, sem það telur æskunni nauð- syn. Öllum fregnum ber saman um það, að afstaða austur-þýzku stjórnarinnar liafi harðnað gagn- vart kirkjunnar mönnum. Eitt síð- asta dæmi þess er dómur, sem kveðinn var upp yfir stúdenta- prestinum í Leipzig, dr. Siegfried Schmutzler, og mikið hefir verið ræddur í erlendum blöðum. Prest- urinn var handtekinn 5. apríl síð- astliðinn, og nákvæm húsrann- sókn gerð hjá honum. Augljóst var, að ákærugögn fundust þar engin, og drógust réttarhöld yfir honum í átta mánuði, þrátt fyrir það, að í lögum landsins segir, að elcki megi líða meira en í hæsta lagi þrír mánuðir frá fangelsun unz réttarhöld hefjist. Margs kon- ar takmarkanir voru á aðstöðu kirlcjunnar manna í réttarhöldun- um. Presturinn var m. a. ákærður fyrir að hafa borið ábyrgð á mót- mælasamþykktum stúdenta í sam- bandi við Ungverjalandsmálin. Þá á bann og að liafa livatt til mót- þróa gegn ríkisvaldinu og er þar að auki ákærður fyrir að vera „afturhaldsafl i kirkjunni“. Hann lilaut fimm ára fangelsisdóm. Ýmislegt þykir benda til þess, að síra Schmutzler sé aðeins sá fyrsti, sem harðari átök ríkis og kirkju í Austur-Þýzkalandi bitna á. Hann dó fyrir mig Maður nokkur, er var á ferð um Ameríku, kom eiít sinn að nýorpinni gröf. Þar stóð maður, sem beygði sig yfir gröfina og gróðursetti blóm. Um leið og hann gróðursetti blómin, vökvaði hann þau með tárum sínum. Ókunni maðurinn stóð um stund og virti fyrir sér sorg hans, gekk síðan til hans og mælti: „Þér syrgið líklega dána eig- inkonu?“ „Nei,“ svaraði hann, „ég hefi ekki misst konuna mína.“ — „Ef til vill fellið þér tár yfir elskað barn?“ spurði ferðamaðurinn. — ,,Nei,“ svaraði syrgjandinn. „Ég hef hvorki missl eiginkonu né barn.“ — „Leyfist mér þá að spyrja, hvers dauði það er, sem veldur yður svo djúpri sorg?“ — „Ég gróðurset þessi blóm og felli þessi tár vegna manns, er dó fyrir mig. Ég var kallaður til herþjónustu og átti konu og barn; vinur minn gekk þá fram og sagði: „Ég á hvorki konu né barn, ég vil fara í þinn stað.“ Þetta gjörði hann. Hann særðist hættulega í orrus'unni. Ég frétti, að hann lægi alvarlega vcikur í sjúkrahúsi, flýtti mér því af stað til að hcimsækja hann, en kom að- eins nógu snemma til að finna hann í gröfinni. Hann hvílir h é r. Hann er farinn í gröfina fyrir mig, og ég gróðurset þessi blóm og vökva þau mcð tárum mínum til minningar um hann.“ — Síðar setti þessi syrgj- andi maður legstein á gröfina áritaðan þessum orðum: ,,H a n n dó f y r i r m i g.“ Aðeins örfáir geta sagt þetta um jarðneskan vin, en milljónir manna gcta sagt það um Drottin Jesúm Krist. Þeir geta cinnig sagt það, sem ekki er unnt að segja um nokkurn jarðneskan vin, að hann, scm dó fyrir þá og bar syndir þcirra á sínum eigin líkama upp á tréð, er uppvakinn þeim til réttlætingar og lifir nú og biður fyrir þeim. Enn fremur, hann dó til þess að a 11 i r, sem setja trausl sitt til hans, það er, trúa á hann, skuli taka þátt í dýrð hans á heimilinu mcð hin- um mörgu vistarveruni. Á þessu heimili hefur hann undirbúið stað fyrir þá. „Ég fer burt að búa yður stað,“ sagði Jesús. Jóh. 14, 2. Og svo lofaði hann að koma aftur og taka okkur til sín, svo að við fáum að vera þar, sem hann er. Lofað sé hans heilaga nafn. (Sigr. Oddsdóttir þýddi).

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.