Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1958, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.11.1958, Blaðsíða 2
2 BJARMI GEF ÞIG A F ALHUG ALLAN Fátt er jafn hrifandi lestr- arefni fyrir kristna menn og’ frásögur um þá, sem gáfust Drottni af einstakri ein- lægni og lifðu i sannleika Guði helguðu lífi. Margir þeirra lýsa um aldir sem skinandi fyrirmyndir, sem kalla aðra til þess að fara að dæmi þeirra. Líf þeirra og vitnisburður er voldug hvatning til vor um það, að gefast Drottni — gefast honum í raun og veru. I»að er eitt af því, sem hefir orð- ið daufan þreim, og enn minni hljómgrunn, i kristn- um boðskap á þessu landi. Fað er eins og það sé talið nær því óviðeigandi á þess- um timum að ætlast til þess, að sá boðskapur sé tekinn alvarlega og hafi róttæk á- hrif í lífi voru. Frátt fyrir það á liann einmitt brýnt er- indi til vor nú. Og vér þurf- um að gefa því alvarlegan gaum, þegar til vor berst kall til þess að gefast Guði. Hvernig er það annars méð þig, Iesari góður? Hef- ir þú nokkru sinni heyrt slíkt kall eða fundið hjá þér innri þrá til þess að gefast Guði á sérstakan hátt? Dekkir þú löngunina til þess að helga honum líf þitt? Eitt getur þú verið viss um og það er, að ekkert er skyn- samlegra og ekkert er un- aðslegra en að veitast sú náð, að geta lilýðna/.t því kalli. I»að er lieilladrýgsta spor, sem nokkur maður getur stigið, því að það er spor inn á veg hjálpræðisins — veginn, sem liggur til himins, þar sem ríki Drott- ins er í æðstri mynd og liólpnir dvelja að eilífu. Það er því liin mesta nauðsyn sjálfra vor vegna, að vér gefumst Drottni í einlægri trú og hiklausu trausti á á það, sem liann hefir fyrir oss gert í eingetnum syni sínum Drottni Jesii Kristi. Þetta mál hefir einnig aðra hlið. Og það er sá sann- leikur, svo ótrúlegt sem það er( að Drottinn þarf á oss að lialda liér á jörð. Hann þarf á oss að halda til starfs og þjónustu fyrir ríki sitt og fyrir meðbræður vora. Hann þarf á mönnum að halda, ungiun og gömlum, körlum og konum, sem skynja það í sannleika, að Jesús Kristur kallar þá og segir: „Fylg þú mér!“ I því kalli felst það að GEFAST honum, þ. e. a. s. oss á að skiijast, að hann Á oss og að hann samkvæmt eignar- rétti sínum á tilkall til vor til þeirrar þjónustu, sem lionum þóknast og hann sér, að hæfir bezt, að því er oss snertir. Er nokkurt hlutverk unaðslegra en það, að mega helga Drottni líf sitt og kHafta á þann hátt, sem honum þóknast? Ef vér vær- um heilbrigðir, kristnir menn, mundi enginn ósk brenna eins heitt í lijarta vom og löngunin til þess, að Guð veitti oss náð til þess að mega gjöra eitthvað fyr- ir hann. Hvað þá, ef vér mættum vinna eitthvað, sem um munaði. Og liér býðst oss hið stórkostlegasta: Að gefast honum — lifa í þeirri vissu, að vér séum börn hans — eign hans. Er nokkuð stórkostlegra tU en það, að Guð þarf á oss að halda — hann vUI nota oss? Og getum vér svarað því á annan hátt en þann að segja: „Drottinn, liéðan í frá vil ég vera þinn. Þú mátt eiga mig, og ég þrái það eitt, að fá að verða að liði, lifa fyrir málefni þitt á þann liátt, sem þú frekast getur notað mig.“ Finnur ]»ú ekki löngun hjá þér til þess að segja nú við Drottin: Af allri sál og önd mig allan þér ég færi, mitt hjarta, tungu og hönd þér helga ég, Jesú kæri. Ó, tak það, Guð minn, gilt og gef, ég æ sé þinn. Gjör við mig sem þú vilt, þinn vilji æ sé minn. fl kœttuAtund .1 fáu rh r« rfir). ### Ég hef verið beðinn að segja frá afturhvarfi mínu. Mér er ljúft að verða við því, ef það gæti orð- ið einhverjum til hjálpar. Sumir eiga þvi láni að fagna, að þeir geta beinlínis bent á þá stund, er þeir öðluðust afturlivarf. Það er nokkur styrkur i þessu, einkum þegar í hlut eiga menn, sem hafa lifað lífi sínu i nánum kynnum við vín, vif og söng, og hafa ef til vill gist fangaklefa í þokkabót. Hjá þeim er þó eitt- hvað, sem þeir segja að fullu skil- ið við, og það er augljóst undur, þegar slíkir menn snúast til trúar. Aftur á móti var svo ástatt fyr- ir mér, að ég þurfti ekki að snúa baki við neinu. Ég var mér ekki meðvitandi neinnar syndar. Ekki drakk ég, ekki stal ég, ekki var ég upp á kvenhöndina, ég dansaði ekki o. s. frv. Þó hafði ég tvo lesti, en gat samt ekki fallizt á, að þeir væru svo alvarlegir: Ég reykti drjúgum og ég bölvaði liraust- lega í hvert skipti, sem ég vildi leggja áherzlu á skoðanir mínar. En mér var ekki Ijóst, hver var hin eiginlega synd mín, sú, að ég vildi ekki hið minnsta hafa saman við Guð að sælda. Ég trúði ekki á hann. Ef aðrir vildu trúa á hann, þá var það einkamál þeirra. Þeir áttu fullan rétt á því að trúa öðru en ég og hafa aðrar skoðanir en ég. Það hjálpaði ekki upp á saltirn- ar, þegar kennari nokkur spurði mig eitt sinn, er ég gekk í mið- skólann (hann var talinn vera trú- aður maður): „Hvers vegna kom Jesús í heim- inn ?“ „Til þess að frelsa okkur,“ svar- aði ég, þvi að það hafði ég lesið i kennslubókinni, og auðvitað var sjálfsagt að vera í samræmi við hana til þess að fá góðar eink- unnir. Það lá við, að ég fengi aðsvif, þegar kennarinn svaraði: „Það er rangt!“ Hann vildi fá hjá mér ákveðið svar, en ég komst aldrei að því, hvað það var. I miðskólanum Iiafði ég allan námstímann lélegustu einkunnirn- ar í kristnum fræðum. Glæpasög- ur og bækur um stjórnmál voru þær bókmenntir, sem ég hafði á- huga á. Það átti svo einstaklega vel saman. Innst inni hafði ég þó unun af að lieyra um Jesúm. Ég sótti sunnudagaskóla meþódista- kirkjunnar, þar til ég var orðinn töluvert stálpaður. Ég heimsótti aldraðan frænda minn stöku sinn- um, og þá kom það ekki sjaldan fyrir, að ég las í Biblíunni lians í laumi, meðan hann svaf inið- degisblund. Næstum á hverju ári var ég beð- inn um að taka þátt í útilegu drengja, sem KFUM stóð fyrir, en ég neitaði — og hló hæðnishlátri. Það var svo gott og blessað, að heyra sagt frá Guði og frelsaran- um, en þetta var nú ekkert ann- að en þvæla og mannlegar liug- smíðar, þegar öllu var á botninn hvolft, og ég ætlaði mér ekki að sóa of miklum tíma í þvílíkt. Ég hafði ekkert við það að at- huga, að fara að ganga til prests- ins, og ég verð að játa, að mér þótti það reglulega slcemmtilegt, og fylgdist ég með af miklum á- huga. Presturinn tók virkan þátt i kristilega æskulýðsstarfinu i Har- stad (Noregi). Hann hefur ef til vill tekið eftir áhuga mínum, því að nú fékk ég á hverjum fimmtu- degi hoð um, að „í kvöld er æsku- lýðssamkoma í Betel. Þú ert hjart- anlega velkominn“. Ég varð ekki við áskorunum lians. En liann gaf mig ekki upp á bátinn. Þegar elzta systir mín byrjaði í gagnfræðaskólanum, gekk hún í kristilega skólafélagið, og ég tók að forvitnast um það hjá Iienni, hvað í ósköpunum fóllc hefði fyrir stafni í slíku félagi. Nú var ég fjórum árum eldri en liún, svo að hún fór dálítið hjá sér, þegar ég spurði hana í þaula, en hún svaraði mér, án þess að bregða skapi. Áliugi minn glæddist, og þegar skólafélagið gekkst fyrir svokall- aðri vorliátíð, laugardag einn vor- ið 1942, ákvað ég að fara þangað. Líklega var það i fyrsta sinn, sem ég fór aleinn og af frjálsum og fúsum vilja á kristilega samkomu. Þá var ég tæpra 19 ára. —- Ég var algerlega á því, að ég liefði aldrei tekið þátt í eins góðri skemmtun. En langur tími leið, áður en ég fór aftur á samkomu. Á stríðsárunum fengum við elck- ert eldsneyti flutt inn í landið. Og þegar eldsneytisbirgðir hæjarfé- lagsins í Ilarstad voru gengnar til ]»urrðar, voru 40 ungir inenn, þar á meðal ég, kvaddir til þess að fara inn í landið'og höggva skóg. Það voru spennandi timar um þær mundir. Þjóðverjar hörðust við Stalingrad. Þeir voru þegar farnir að sjá fyrir ósigurinn, og það voru örvæntingarfullir menn, sem voru allt í kring um okkur. Bardu hét byggðarlagið, þar sem ég átti að dveljast í fjóra mánuði. Það var orðið áliðið hausts, dimmt og drungalegt, veðrið vont, og þröngt var og ömurlegt á milli fjallanna. Þjóðverjar höfðu stórar herbúðir rétt hjá. Þeir voru hættu- legir. Daginn áður en ég kom, liöfðu þeir skotið fótinn undan dreng á hænum. Það var þannig ekki einungis heimþrá, sem gagn- tók mig, heldur líka ótti. Nú hað ég lil Guðs í fullri alvöru. Nú þarfnaðist ég hans, og ég hét, að ég skyldi fara að sækja kirkju og samkomur, ef ég aðeins kæmist heim aflur. Ég hef alltaf verið liugsjónamað- ur, og þegar ég hafði lofað að sækja kristilegar samkomur, var ég staðráðinn í þvi að lialda það. „Nýliðanum" var veitt athygli, og margir vildu taka mig að sér og leiðbeina mér inn í samfélag lieil- agra. Ég eignaðist marga góða vini og fann, að hægt, en örugg- lega, sameinaðist ég liópi trúaða fólksins. Ekkert var mér eins ljúft, þvi að nú var mér ljóst, að í raun og veru var það þetta, sem þrár mínar beindust að. Prestur- inn okkar fékk nú loksins að sjá mig á samkomunum, eftir að hafa beðið í fjögur ár. Hann var einn þeirra, sem fremur vilja lilýða Guði en mönnum, og í „þakkar- skyni“ tóku Þj óðverj arnir hann höndum og vörpuðu honum í fang- elsi. Hópur trúaðra ungmenna myndaði bænahring, sem liafði það eitt verkefni, að biðja fyrir prest- inum okkar. Þau liugðu, að ég væri kominn alveg inn fyrir dyr guðsríkis og háðu mig að vera með. Ég kom fyrst nauðugur. Það var i fyrsta sinn, sem ég var á bænasamkomu, en ekki i síðasta sinn. Ég held, að þar liafi það ver- ið, sem raunveruleg breyting átti sér stað á mér. Það var eiginlega núna, sem ég eignaðisl raunveru- lega trúna, því að ég fann til ná- lægðar Jesú á svo undursamlegan liátt. Nokkrum sinnum fengum við bréf frá prestinum, og kveðjurn- ar, sem hann sendi okkur úr Heil- agri Ritningu, báru vott um, að hann var frjálsari en ég, sem var utan fangelsisins. Sumarið 1943 var mér hoðið að taka þátt i sumarbúðum kristilegra skólasamtaka. Þá sannreyndi ég betur en noklcru sinni áður hina sönnu og ósviknu gleði. Kristin æska er glöð æska, og ég vildi líka vera glaður. — Ilaustið 1943 ákvað ég að fara í menntaskóla, þótt ég væri tekinn að „gamlast“ nokkuð, og þá fór ég að taka virkan þátt i skólafélagsstarfinu. Og mér veitt- ist þar sú gleði, að vera vottur að afturhvarfi margra annarra ungra manna. Já, þannig leiddu aðstæðurnar til þess, smám saman, að Jesús fann mig og ég varð hans. Fjórða vers- ið í þrítugasta kapítula Orðskviða Salómós liafa lengi verið einkunn- arorð mín: „Hver liefur stigið upp til liimna og komið niður aftur? Hver hef- ur safnað vindinum í lúkur sín- ar? Ilver hefur bundið vatnið í

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.