Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1958, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.11.1958, Blaðsíða 7
BJARMI 7 Kristniboðsstarfið Kristniboðsvika. T'iagana 19.—26. október síðastl. liafði Kristniboðssambandið kristniboðsviku hér í Reykjavik. Samkomur voru J)á hvert kvöld kl. K,30, og voru þær í samkomu- sal K.F.U.M. og K. Samkomurn- ar voru ágætlega sóttar, svo að aldrei mun liafa verið jafngóð sókn nema árið, sem norski kristniboðinn Birkeland var hér í heimsókn. Góður andi ríkti á samkomunum og létu þeir, sem að þeim unnu, vel af vikunni, og sami var dómur samkomugesta. Gjafir þær, sem kristniboðinu gáfust í vikulokin, voru einnig fag- ur vottur um það, að hjörtun liafa hrifizt al' því, sem þau fengu að heyra. Samskotin urðu um kr. 40.000,00, og eru það mestu sam- skot, sem fengizl hafa í einni slíkri „herferð“. Ræðumenn í vikunni voru þess- ir: Síra Friðrik Friðriksson, Felix Ölafsson, krislniboði, síi'a Harald Sigmar, Ölafur Ólafssoix, kristni- boði, Gunnar Sigurjónsson, guð- fræðingur, síra Jóliann Hannesson, Jóliannes Sigurðsson, pi’entari, Steingrímur Benediktsson, kenn- ari, sira Magnús Runólfsson, síra Sigurbjörn Á. Gíslason, frk. Halla Baclimainn, kristniboði, síra Sigur- jón Þ. Árnason og Ingþór Indriða- son, guðfræðinemi. I sambandi við samkomurnar var ki-istniboðssj'ning, þar sem sýndir voru margskonar munir, senx Kristín og Felix Ólafsson komu með frá Konsó. Á Akureyri. T^yrstu vikuna i nóvember var kristniboðsvika haldin í kristni. boðshúsinu „Zion“ xx Alíureyri. Á samkomunum töluðu starfsmenn kristniboðssambandsins, þeir Fel- ix Ólafsson, Gunnar Sigurjónsson og Benedikt Arnkelsson, sem starf- að liafði á Akureyri októbermán- uð. Samkomurnar voru ágætlega sóttar og mikil uppörvun að þeim fyrir kristniboðsvini þar í bæ. I lok vikunnar var gjöfum til kristniboðs veitt viðtaka, og gáfust kristniboðinu þá rúmlega kr. 4300,00. Húsbyggingarsjóður. C tjóni kristniboðssambandsins liafa verið afhéntar kr. 70.000- 00 — sjötíu þúsund krónur — til byggingarsj óðs kristniboðsliúss í liöfuðhoi-ginni. Ýnxsir kx-istniboðs- vinir sjá, að nú þegar er þörf fyr- ir samastað fyrir kristniboðið, þar sexn stai’fsemi þess er sivaxandi og á vonandi eftir að vaxa enn xneir. Kristniboðshúsið Betanía er lientugt til smásamkonxuhalda, en mjög ófullnægjandi fyrir fjöl- mennari kristniboðssamkomur og fundi. Þá er og ónóg aðstaða til geymslu og afgreiðslustai’fa ýmiss konar, senx vaxandi eru. Fyrir þeim, sem sjóð þennan afhenti, vakir það, að livetja til þess, að sem fyrst verði tekið að vinna að þvi að tx-yggja stað fyrir fram- tíðarsetur kristniboðsstarfseminn- ar, sem hann trúir að eigi mik- inn vöxt fyi’ir höndunx hér á landi. Gjöf þessi verður að sjálfsögðu til þess, að mál þessi þarf að taka til rækilegrar athugunar og af- greiðslu. Hér er fyrirbænarefni fyrir alla kristniboðsvini. Einstætt fréttabréf. rpil Reykjavíkur barst, i byrjun nóvembermánaðar, segulband frá Addis Abeba. llafði Benedikt Jasonarson, kristniboði i Konsó, sent það, er liann var staddur þar í höfuðborginni, til þess að sækja byggingarefni og aði’ar vörur fyr- ir stöðina í Konsó. Notaði liann þá tækifæxið til þess að senda ís- lenzkunx kristnihoðsvinum kveðju á þennan óvenjulega liátt. Á segul- bandi þessu voru margar fréttir frá stai-finu í Konsó. Segulbandið var leikið á kristniboðssamkomu i ki’istniboðshúsinu Betaniu ann- an miðvikudag í nóvember, og höfðu þeir, sem á lxlýddu, ánægju af. Bandið mun verða sent til ki’istniboðsfélaga og liópa utan Reykjavíkur, sem geta haft segul- bandstæki til afnota og þannig liaft full not af þessu skemmtilega „fréttahréfi“. Útdráttur úr því mun síðar birlast í „Bjarma“. Uppskera til kristniboðsins. T/" ristniboðsvinir austur í Mýrdal ^ í Vestur-Skaftafellssýslu tóku sig til síðastliðið vor og stungu upp gai’ð lianda kristniboðinu. I bann sáðu þeir síðan gulrófnafræi. Nú er uppskei-an komin liingáð til Reykjavíkur, og reyndist hún vera tíu pokar af indælis íslenzk- uin í’ófum. Fyrir þessa uppskeru fékk kristniboðið því liálft þrett- ánda hundi’að krónur. Eru gefend- ununx lxér með fæx’ðar einlægar þakkir fyrir gjöfina og ekki síður fyrir þá ánægju, sem liún veitir oss, sem fréttum um lxana. Það er al- veg sérstaklega skemmtilegt að vei’a vottur að því, að úti í ís- lenzkum sveitum eru lcristniboðs- vinir, sem leggja hönd á plóginn á sinn liátt, og arður veitist kristni- hoðinu i Konsó bókstaflega úr ís- lenzkri mold. Hafið kærar þakkir fýrir stai-f yðar og framlag, kristni- boðsvinir í Mýrdal. Þar vai’, eins og áður hefur vei’ið skýrt frá, stofnað kristniboðsfélag síðastlið- ið vor. Ný krMniboðaefni. T Taraldur Ólafsson, kennaxi, son- ur Herborgar og Ólafs Ólafs- sonar, kristniboða, var í fyiTavet- ur á kristniboðsskólanum á Fjell- liaug í Osló. Haraldur liefur um nokkurra ára skeið haft köllun til þess að verða kristniboði. Hef- ur honunx boðizt starf á starfs- svæði Lútherska kristniboðsins í Tanganijka í Afríku. Lútherska lieimssambandið, sem greiðir kostnað við kristniboðsstarfið þar, hefur óskað þess, að Samband ísl. kristniboðsfélaga kalli Ilarald til starfins sem sendiboða sinn, þótt Heimssambandið greiði laun lians. Þá hefur þess og verið óskað, að liann lxljóti kristniboðavígslu hér heima. Er tilmæli þessi bárust stjórn Sambands ísl. kristniboðsfélaga, varð henni mjög Ijúft að verða við þeim. Haraldur á enn eflir nokkra skólagöngu, áður en hann kemst xit. Mun hann í vetur lesa i Noi’egi, en síðar er í ráði, að hann faii til Englands til framhaldsnáms, því að yfirvöldin í Tanganijka krefjast ensks háskólaprófs af þeim, sem kennslu eiga að stunda við alla skóla, nenxa lestrarkennslu- skóla. Haraldur er heitbundinn norskri stúlku, Björg Bö, sem lok- ið liefur námi við skóla lcven- kristniboða. Islenzkir kristniboðs- vinir ættu að minnast þessara nýju fulltrúa, sem þeir munu eign- ast úti á meðal heiðingjanna eftir nokkur ár, ef Guð lofar. Kristniboðslæknir. rú Áslaug og Jóhannes Olafs- son, læknir, liafa dvalið í Molde i Noregi siðan seinnihluta fyrri vetrar. Hefur Jóhannes unnið sem læknir við skurðstofu fylkissjúkra- hússins þar, til þess að hljóta frek- ari menntun og reynslu sem skurð- læknir nxeð það í lmga, aðþaðkomi að notunx í fyrirhuguðu starfi þeirra hjóna við sjúkraliús kristni- boðsins í Gidole i Suður-Eþiópíu. Norðnxenn hafa í’eist það sjúkra- Iiús, og muix verða náið samstarf milli islenzka kristniboðsins og Norska ki'istniboðssambandsins um stai'fið þar, enda cr sjúkrahús- ið einnig ætlað Kosónxönnum, því Gidole er höfuðboi’g Gamma-Gofa- fylkis, senx Konsó er hluti af. Ó- víst er, livenær þau hjónin geta lialdið til Eþiópíu, en áætlað er, að Jóhannes niuni starfa rúmt ár enn við sjúkrahús liér i álfu, til þess að hljóta næga reynslu og þekkingu til fyrirhugaðs starfs síns. Fyrirbænarefni. rú Herboi’g Olafsson, kristni- boði, kona Ólafs Ólafssonai*, fór til Nox’egs í júní siðastliðnum sér til hressingar og til þess að heimsækja ættingja og vini. Er liún liafði dvalið þar nokkra stund, komu í ljós veikindi i öðru lunga, svo að liún vai'ð að fara á bex’lda- liæli í Molde. Hefur hún dvalið þar síðan, en var á batavegi og hafði orðið nokkra fótavist síðai-i liluta október. Bað hún að lxeilsa vinunx og kunningjum heima. Margir krislniboðsvinir nxunu með lxlýjum lxuga minnast hennar í fyr- irbænum sínurn, þvi að hún lxefur áunnið sér tx'aust og virðingu alli-a þeirra, senx liafa lcynnzt henni, livort senx er í Noregi, Ivína eða hér lieinia á lslandi. Allir vinir hennar nxunu biðja þess og óska, að hún lxljóti sem fyrst næga lieilsu og lu'afta til þess að hverfa aftur hingað til lieimilis síns og starfs meðal kx'istniboðsvina.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.