Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1970, Blaðsíða 18

Bjarmi - 01.01.1970, Blaðsíða 18
sunnudegi. Konunni leið ekki vel, en sóttin minnkaði. Kl. 5 á mánudagsmorgun fór ég nið- ur í eldhús, kraup þar ein og bað. Kg vissi, að hann, sem forð- um hastaði á öldur Genesarets- vatns, var sá sami nú. Aldrei gleymi ég þeim fögnuði, þegar ég leit út og sá tvo menn koma ríðandi, og var annar læknirinn. Veðrið var orðið yndislegt. öll- um áhyggjum var létt af í bili. Þeir höfðu komið á mótorbát á Gjögur, en gengið þaðan að Stóru-Ávík, en svo heitir bær- inn, sem um getur. Læknirinn, Magnús Pétursson, þá ungur maður, hafði fljótt áunnið sér traust og virðingu, bæði sem heppinn læknir og ósérhlífinn í ferðalögum. Hann herti sóttina og tók svo barnið með töngum. Ég varð að svæfa, en hafði þó aldrei séð það fyrr. Eftir að læknirinn var farinn, varð ég að taka ábyrgð- ina á hjúkruninni. Þar sem ég var afbrigðum ókunn, komst ég í mikinn vanda, þegar í ljós kom, að ekki var allt með felldu. Fyr- ir Guðs náð tókst mér að leysa vandann og bjarga konunni. Fegnari hef ég aldrei orðið á ævinni. Næstu sjö mánuði var ég sótt sjö sinnum. Allt fór það vel, og starfið var heillandi og indælt. En þá kom eldraunin. Það var að kvöldi 17. febrúar 1915, að ég kom að Munaðar- nesi, gangandi í hríðarveðri og talsverðri ófærð. Húsbóndinn sótti mig að Krossanesi, sem er um tveggja stunda gangur það- an. Konan var fimmtíu og tveggja ára, og hafði átt átta börn áður. Hún kom fram í dyr á móti mér, glöð og hress í bragði, en mér brá í brún, er ég sá, að hún var svo bólgin af bjúg, að hún gat ekki gengið, án þess að styðjast við. Þó hafði hún allt- af haft fótavist og engra lækn- inga leitað. Ég lét hana leggjast og ætlaði að senda til læknis daginn eftir, en þá var hríðarveður. Daginn eftir fæddist meybarn með fullu lífi. Móðirin hafði fengið hvert krampakastið eftir annað. Það hélzt eftir fæðinguna. Guð- mundur í Naustum varð til að fara eins og fyrr, með bréf til læknis, en hann bjóst ekki við að ná til konunnar lifandi og kom því ekki. Á fimmta sólar- hring dó konan. Það var átakanlegasta nótt, sem ég hefi lifað, þegar hún dó. öldruð móðir hennar og eigin- maður, sem elskuðu hana svo heitt, voru örvilnuð af sorg, börnin fimm innan 11 ára, auk nýfæddu stúlkunnar, höfðu nú misst svo mikið. Ég hafði trúað því, að Guð léti ekkert slíkt koma fyrir mig, af því að ég bað í trú um hans aðstoð og hjálp og reyndi svo í öllu að fara eftir því, sem mér var kennt. En hversu margir hafa ekki orðið að lúta Guðs heilaga vilja, en hafa þó beðið heitt og í trú? Ég þurfti að þroskast í skóla lífsins og hugg- ast við orðið frá Guði: „Hvern sem Drottinn elskar, þann agar hann.“ Ég get ekki stillt mig um að segja eina ferðasögu frá haust- inu 1915. Ég var í Byrgisvík, hafði tek- ið á móti barni hjá fjölbyrju. Barnið fæddist andvana. Ég átti von á að sitja yfir dóttur þess- arar konu. Hún var frumbyrja. Þá var það undir kvöld dag einn um haustið, að fjórir menn komu róandi á bát yfir Veiði- leysufjörð, til að sækja mig til veikrar stúlku, sem þó átti ekki von á barni. Ég hafði einu sinni áður verið sótt til hennar langa leið. Bára var og leit út fyrir hvassviðri. í lendingunni hálf- fyllti og var þá mikið farið að dimma. Ég gekk svo með fylgd- armanninum inn að Kúvíkum við Reykjafjörð, í krapableytu á móti sunnanhvassviðri, á með- an náttmyrkrið lagðist yfir. Ólafur Thorarensen, gamall sjómaður, taldi lítt fært yfir fjörðinn, en safnaði þó mönn- um. Á meðan naut ég góðrar að- hlynningar hjá konu hans, sem ég veit, að ásamt mér sendi brennandi bænarandvarp til hæða fyrir þessu ferðalagi. Og kraftaverkið gerðist: Eftir skamma stund gerði bliðalogn. Og gaman var að fara yfir f jörð- inn við birtu af stjömum og norðurljósum. Þá var eftir að ganga frá Naustvík fjallveg til Finnbogastaða. Ég fann nú ekki til þreytu, eða þess að þurfa aftur að verða vot í fætur. Stíg- vél voru þá óþekkt handa kven- fólki. Islenzku leðurskórnir urðu að nægja. — Ég var þakklát fyr- ir dásamlega veðurbreytingu. Húsbóndinn á Finnbogastöð- um, Guðmundur Guðmundsson, frændi minn, kom til dyra og sagði: „Guði sé lof, að þú ert komin. Mikið er þessi manneskja búin að þjást.“ Ein af sælustu stundum lífs ÍO BJABNI

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.