Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1976, Blaðsíða 1

Bjarmi - 01.03.1976, Blaðsíða 1
Þróun eða sköpun - tvenns konar trú Eftirlarccndi grein birtist í tima- ritinu Decision á síðastliðnu ári, og er höfundur hennar prófessor í náttúruvísindum við háskólann í Michiganfylki í Bandaríkjunum. Hann er fœddur í Ohio, var liðs- foringi i Bandarikjaflotanum 1944—1946 og á tvo syni. Dr. Moore er rithöfundur og út- gefandi og skrifar greinar í tímarit. sem fjalla um náttúruvísindi. Hann er aðalritstjóri ársfjórungs- timarits Creation Research Society, en það er félag. sem hefur með höndum rannsókn á sköpuninni. Ég var þróunarsinni og kenndi þróunarkenninguna, áður en ég varð kristinn. Flestir kennarar í vísindum eru einstrengingslegir þróunarsinnar, þar sem það er eina sjónarmiðið, sem þeir hafa verið fræddir um viðvíkjandi uppruna allra hluta. Allt frá því að U'p'p- runi tegundanna eftir Darwin kom út árið 1859, hefur hugsunai’hátt- ur þróunarkenningarinnar gegn- sýrt allar mannlegar fræðigreinar, svo að jafnvel enskum höfuðsmanni er kennt að hugsa á þann veg. í kennslustörfum mínum nú geri ég stúdentum mínum Ijóst, að þeir muni verða að taka afstöðu til þró- unarskýringar meirihlutans og „sköpunar“skýringar minnihlut- ans. Stúdentunum er bent á, að þeir hafi, jafnvel nú á tuttugustu öldinni, mikilvægt frelsi til þess að velja, hvaða afstöðu þeir eigi að taka til uppruna lífsins. Vísindamaðurinn hefur ekki allt ,,fullsmíðað“, þegar hann ber fram þá tilgátu, að alheimurinn hafi byrjað með sprengingu, Hann hef- ur enga vitneskju um slíkan at- burð sem vísindamaöur. Þegar hann staðhæfir, að lífið hafi byrjað með einhvers konar samruna og til- færslu sameinda, er hann aðeins að gefa til kynna það, sem hann ímyndar sér. Þegar hann segir, að mannkynið sé afleiðing af stökk- breytingum, sem orðið hafi fyrir tilviljun, misheppnaða fjölgun eða mistök í DNA-margföldun (DNA er kjarnasýra, sem felur í sér erfða- eiginleikana), og þetta hafi valdið því, að sumir hafi orðið gulir, aðrir svartir o. s. frv., þá er þetta ein- göngu hans eigin hugsmíð. Hann heldur fram skoðun sinni á kostn- að akademisks frelsis og vandaðra visindalegra vinnubragða. Ég vil blátt áfram, að sannleik- urinn fái að tala máli sinu. Til þess að hlustað verði á sannleikann í þessu efni og hann viðurkenndur, verður að sýna fram á allt of algenga misnotkun vísindalegra vinnuaðferða. Ég vil fremur segja: „Jæja, hér er allt, sem vísindi okk- ar vita,“ en reyna að „sanna“ Biblíuna. Mig langar til að vekja hjá stúd- entunum undrunartilfinningu og auka skilning þeirra. Mig langar til, að þeir sjái, að sjónarmið þróunar- kenningarinnar, sem kallað er „vís- indalegt“, með öllum alhæfingum og ágizkunum, sem því eru sam- fara, er ekki vísindaleg, heldur trú- arleg afstaða, þótt einkennilegt virðist. Þróunarsinninn og sköpunarsinn- inn nota sömu staðreyndirnar, en þeir nota þær til þess að renna stoðum undir mismunandi trú við- víkjandi uppruna alls. Þróunarsinn- inn viðurkennir staðreyndirnar, lætur sem hann sjái ekki eyður þekkingarinnar og krefst þess, að vísindalegar ályktanir séu dregnar af því, að margar lifandi verur eru líkar, þótt þar sé eingöngu um smá- atriði að ræða. Sköpunarsinninn tekur sömu staðreyndirnar, rann- sakar eyðurnar og bendir þar af leiðandi á það, sem aðgreinir lif- andi verður. Nemendur mínir læra að gera greinarmun á ályktunum, sem byggðar eru á líkum, og þeim, sem byggðar eru á sannfærandi niðurstöðum. Ég sýni fram á með skýrum, akademiskum hætti, að vísindun- um eru takmörk sett, þannig að þau fást aðeins við það, sem unnt er að rannsaka beint eða óbeint. Þess vegna eru staðhæfingar um uppruna alheimsins, lífsins eða mannkynsins augljóslega trúar- atriði. Auk þess er trúin á skapar- ann sem orsök allra hluta vísinda- lega séð mjög heilbrigð. Stúdent nokkur, sem langt var Reykjavík, marz 1976 3. tbl., 70. árg. 1

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.