Bjarmi - 01.03.1976, Blaðsíða 11
Jólum mínum uni‘ eg enn
Jólum mínum uni’ eg enn,
og þótl stoliö hafi
hœstum Guöi heimskir menn,
hefi ég til þess rökin tvenn,
aö á sœlum sanni er enginn vafi.
(J• H.).
Tveir fyrstu kapítularnir í guð-
spjalli Lúkasar eru sérstæðir að því
leyti, að það efni, sem þar er f jall-
að um, kemur ekki fram í hinum
guðspjöllunum. Lúkas var aldrei
með Jesú, kom ekki til Jerú-
salem fyrr en eftir dauða hans,
en hann hafði náin kynni af postul-
unum og án efa einnig af Maríu,
móður Jesú, það ber guðspjall hans
með sér.
Lúkas segir í upphafi guðspjalls-
ins, að hann hafi tekið sér fyrir
hendur að rannsaka allt þetta efni
frá rótum, og upphafið var auð-
vitað að finna hjá Maríu. María
var frændkona Elisabetar, móður
Jóhannesar skírara, og hefur henni
því verið allt kunnugt í sambandi
við fæðingu hans. Jólaguðspjallið
sjálft skrifar Lúkas eftir frásögn
Maríu. í þeim kapítula tekur hann
oftar en einu sinni svo til orða:
,,En María geymdi öll þessi orð í
hiarta sínu og hugleiddi þau með
sér“. Þannig hefði Lúkas ekki get-
að tekið til orða, hefði hann ekki
rætt við Maríu sjálfa.
Til er bók, sem heitir „Læknir-
inn Lúkas“. Er þar rakin ævi Lúk-
asar guðspjallamanns. í bókarlok
er sagt frá kynnum hans af postul-
unum og Maríu. Uppistaðan af við-
tali hans við Maríu kemur fram í
tveim fyrstu kapítulunum í guð-
spjalli hans, og hefur verið vikið
að því hér að framan.
Sjálfsagt hefur höfundur bókar-
innar „Læknirinn Lúkas“ ekki haft
öruggar heimildir fyrir öllu, sem
þar er sagt, sem varla er von um
svo löngu liðna atburði, en í ýmsu
orðið að byggja á líkum. En frá-
sögnin í tveim fyrstu kapítulum
guðspjallsins hefur svo glögg ein-
kenni, að hann hafi talað við Maríu,
að telja má fulla vissu. Jólaguð-
spjallið er því engin tilbúin helgi-
sögn, heldur raunveruleg staðreynd,
komin frá fyrstu hendi.
Stefán Kr. Vigfússon.
Stefán Kr. Vigfússon er bóndi á
Arnarstöðum í Norður-Þingeyjarsýslu.
Biblían í eldhúsinu
HANKALAUSIR BOLLAR
Eftir Kirsten Fougner
Eiginlega heföi þaö átt aö vera húsmóöir, sem fann upp á aö
nota þetta orðatiltœki, sem yfirskriftin felur í sér, en „því miö-
ur“ hef ég þaö frá prédikara, sem var karlmaöur. En frwn-
höfundur þess er ef til vill Páll þrátt fyrir allt, því aö liugsunin
er sú sama og um fjársjóöimi og leirkeriö í 2. Kor. j.
Allar húsmæöur, sem bera viröingu fyrir sjálfri sér, hafa
a. m. k. einn hankalausan kaffibolla standandi í eldhússkápn-
um og e. t. v. eina eöa tvœr skálar, sem brotnaö hefur upp úr.
Bollinn er ekki œtlaöur til notkunar í síödegiskaffi tengda-
mömmu, og skálarnar eru ekki settar á kalda boröiö í fimm-
tugsafmœlinu. En þau standa sannarlege ekki ónotuö fyrir þaö,
þau eru meö ncer þvt t lwerjum uppþvotti. Vissulega heföi átt
aö vera búiö aö fleygja þeim fyrir löngu, en í hverju eigum viö
þá að hrœra út geriö og geyma í afganginn af vanillusósunni?
Nei, hankalausu bollarnir eru beztu þjónar okkar hversdagslega,
bara ef þeir eru hreinir.
Páll líkir Korintumönnum við veikbyggð leirker, þá geta lík-
lega lesendur þessa blaös litiö á sig eins og gallaöa■ eldhúsbolla.
Þaö er ekki heldur erfitt fyrir okkur sem kristna menn aö sam-
þykkja þaö. Viö getum ef til vill litiö meö nokkurri öfund á
handmálaö skraut og gylltar brúnir annarra, þaö eru bœöi þokka-
legir og góöir menn t kringum okkur. Og viö vitum, aö viö œtt-
um aö Ijóma eins og gljáandi silfurkönnur. Það bezta œtti oð-
eins aö vera nógu gott undir innihaldiö, sem fyllir okkur. í þess
staö finnst okkur aö viö séum af 2. eöa S. flokki. Þaö heföi eigin-
lega fyrir löngu átt aö vera búiö aö fleygja okkur eins og liin-
um, sem eru hankalausir.
En hér kemur fagnaöarerindiö um veikbyggöu kerin til skjal-
anna. Okkur var ábótavant og viö vorum lítils viröi, en þaö var
samt gœöamerki á botninum. „Skapaöir t Guös mynd . . .“ Viö
vorum dýrmæt í augum Guös. Hann þvoöi okkur hrein, þannig
aö liann gat búiö í hjörtum okkar. Blóö Jesú hreinsar af allri
synd. Og lún hreinustu leirker eiga aö bera þennan fjársjóö út
til heimsins.
,)Heimurinn“ er svo ágengur og nálœgur. Þaö erum viö, þessir
hankalausu, sem eiga að fœra þinum og mínu m hversdags-
vinum fagnaöarerindiö um Jesúm.
Kirsten Fougner er eiginkona Even K. Fougner, skólastjóra bibliu-
skóla norska heimatrúboðsins í Staffeldtsgt. 4 og núverandi ritstjóra
For Fattig og Rik. Grein þessi er úr greinarflokki, sem hún ritaði í það
blað, undir yfirskriftinni Biblían fer í eldhúsið (Biblen gár kjökken-
veien).
Út koma 12 tölublöð á ári, 1—2 tbl.
í senn. Ritstjóri Gunnar Sigurjónsson.
Afgreiðsla Amtmannsstíg 2B, Reykja-
vík. Pósthólf 651. Símar 17536 og
13437. Argjald kr. 350,00. Gjalddagi
1. apríl. Prentað í Prentsm. Leiftri hf.
11