Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1976, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.03.1976, Blaðsíða 10
Leikskólinn starfar í húsi félaganna við Langagerði í Reykjavík. LEIKSKÓLI K.F.U.M. OG K. ið formaður þeirra hvors um sig um nokkurra ára skeið, og er því gjörkunnugur kristilegu starfi með- al íslenzkrar skólaæsku. Miklar vonir eru bundnar við starf skóla- prestsins, enda hefur það þegar borið góðan árangur. Ráðning skólaprestsins, sem er algjörlega launaður af starfinu, er mikið fjárhagslegt átak fyrir fá- menn félög. Norrænu systurfélög- in, sem KSF og KSS hafa starfað í allnánum tengslum við, sýndu málinu mikinn áhuga og tóku að sér að greiða verulegan hluta launa hans fyrstu þrjú árin, en síðan er ætlunin, að félögin standi sjálf allan straum af kostnaðinum við starf hans. Eiga norrænu félögin miklar þakkir skildar fyrir þessa aðstoð. Norræn kristileg skólaniót Árlega eru haldin norræn kristi- leg skólamót til skiptis i einhverju Norðurlandanna, nema á íslandi, en ferðin hingað er of löng og dýr fyrir skólanemendur. KSS hefur verið þátttakandi í þessum mótum seinustu árin, og árlega hefur far- ið allstór hópur íslenzkra skóla- nemenda á þessi mót, nema s. 1. sumar, en þá tóku flestir félags- menn, sem aðstöðu höfðu til, mik- inn þátt í undirbúningi og fram- kvæmd norræna kristilega stúd- entamótsins, sem þá var haldið hér í Reykjavík í annað sinn í sög- unni. Þátttaka í þessum mótum hefur verið til mikillar blessunar eins og allt samstarfið við norrænu systur- félögin. KSSA Á seinasta hausti gjörðust þau tíðindi, að stofnað var eins konar „útibú“ frá KSS á Akureyri. Hlaut það nafnið Kristileg skólasamtök á Akureyri, KSSA. Skólaprestur var á stofnfundinum ásamt ritara KSS í Reykjavík. Félagið hefur starfað vel í vetur. Skólaæskan fyrir Krist Þetta er í stórum dráttum saga KSS þessi þrjátíu ár, sem þau hafa starfað. Markmiðið er enn hið sama og í upphafi: Skólaæskan fyrir Krist. Blessun Guðs fylgi starfi fé- lagsins um alla framtíð, svo að það verði tæki til þess að leiða unga skólanemendur til trúar á .frelsara sinn og Drottin. Jónas Gíslason. Oft hefur verið um það rætt, bæði á sameiginlegum stjórnar- fundum K.F.U.M. og K. og einnig manna á meðal, hvernig hægt sé að nýta betur en gert er félagshús K.F.U.M. og K. Málin hafa verið rædd fram og aftur. Margar tillögur bornar fram, með mismunandi árangri. Ein tillagan, sem oft hefur komið fram, var stofnun leikskóla eða dagheimilis. Og niðurstaðan varð sú, að samþykkt var að athuga með stofnun leikskóla í félagshúsinu við Langagerði 1, ef samþykki fengist hjá viðkomandi yfirvöldum. Leyfið fékkst, og hafizt var handa við að undirbúa stofnun leikskóla, ekki aðeins fyrir börn félagsfólks, held- ur átti leikskólinn að vera opinn öllum eins og allt annað starf K.F.U.M. og K. Það má segja, að nýtt blað hafi verið brotið í sögu K.F.U.M. og K. með stofnun leikskóla. Leikskólinn er fyrir börn á aldrinum 2y2—5 ára. En hvað er leikskóli? Hvílík spurning! Eins og allir viti ekki, hvað það er? Jú, ef til vill flestir, en allt of oft verður maður var við, að ruglað er saman leikskóla og dagheimili og jafnvel bæði nöfnin notuð jöfnum höndum um sömu stofnun. Hver er þá munurinn? Á dag- heimili dvelja börnin allan daginn eða frá 8 f. h. til kl. 5 e. h. En á leikskóla dvelja börnin annað hvort frá kl. 8—12 f. h eða frá kl. 1—5 eftir hádegi. En svo að ég snúi mér aftur að efninu: Leikskóli K.F.U.M. og K. í Reykjavík tók til starfa 17. nóv. s. 1. Leikskólinn starfar í tveim deildum fyrir hádegi og tveim deild- um eftir hádegi. — 15 börn dvelja í hvorri deild, samtals 60 börn. Þegar leikskólinn tók til starfa, var nærri hvert sæti skipað, en nú hefur myndazt biðlisti. Sunnudaginn 16. nóv. komu stjórnarmeðlimir félaganna sam- an,ásamt forstöðukonu leikskólans, Ragnhildi Ragnarsdóttur, fóstru, og öðru starfsfólki, sem ráðið hafði verið til starfa. Ennfremur nokkrir sjálfboðaliðar, er unnið höfðu við undirbúninginn. Tilgangurinn var að sameinast í bæn fyrir starfi leik- skólans, sem átti að taka á móti fyrstu börnunum daginn eftir, eins og áður er sagt. Vorum við þá minnt á orð Jesú: „Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki, því að slíkra er guðsríki." Laukst þá enn einu sinni upp fyrir mér, hve mikil- vægt það er, að ná með fagnaðar- erindið til barnanna, á meðan þau eru ung og ómótuð. Það er mikil náð að fá að taka þátt í því starfi að sá góða sæðinu í barnshjörtun. — Börnin eru fram- tíð þjóðarinnar. D. 10

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.