Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.03.1976, Side 7

Bjarmi - 01.03.1976, Side 7
þessari ferð nákvæmlega í 20 o.n. Þannig ritar Lúkas bókina til þess að réttlæta postulana og eink- um starf og athafnir Páls gagn- vart Gyðingum. Jafnframt vakir fyrir honum að uppbyggja og styrkja lesendur í trúnni á fagn- aðarerindið með því að sýna fram á, hvernig Drottinn hefur kannazt við votta sína, ekki einungis með því að úthella anda sínum sýni- lega yfir þá og hina trúuðu, 2, heldur einnig með því að staðfesta vitnisburð þeirra með táknum og undrum. Sjá 3,1—8; 5,1—16; 6,8; 8,6 o.n.; 9,32-43; 12,7-12; 13,6- 12; 14,8-20; 16,18,23-27; 19,11- 19; 20,7—10. Aldrei er postulunum lýst svo, að þeir hafi verið ein- hverjir garpar, sem hafi unnið þau afrek, sem frá er greint, í eigin krafti. Nei, þeir eru ekki annað en þjónar Drottins, og þeir tala og vinna í krafti anda hans. í vissum skilningi er heilagur andi „aðal- persóna" bókarinnar. Höfundur förunautur Páls Höfundur Postulasögunnar er guðspjallamaðurinn Lúkas, eins og fyrr er að vikið. Hann lætur ekki nafns síns getið. Samt hlýtur les- andinn að veita því eftirtekt, að hann er einn af nánustu vinum Páls postula og hefur verið ferða- félagi hans á annarri kristniboðs- ferðinni, frá Tróas til Filippí, 16,10—17, og á síðustu ferð hans til Jerúsalem frá Filippí, 20,5— 21,18, svo og á hinni löngu sjóferð frá Sesareu til Rómaborgar, 27,1— 28,16. í þessum köflum notar höf- undur nefnilega persónufornafnið „vér“. Hann er því sjálfur sjónar- vottur að því, sem hann er að lýsa. En auk eigin endurminninga hefur hann stuðzt við hina beztu heim- ildarmenn, og má þar nefna Pál sjálfan, enda var hann þátttakandi eða vottur að sumum viðburðunum í frumsögu safnaðarins. Berið sam- an 7,58 og 22,3 við 5,34 og 6,9. Þá hefur Filippus trúboði veitt hon- um upplýsingar, er að gagni mættu koma. Filippus var einn „sjömenn- inganna“, 21,8 o.n., sbr. 6,5 og 8,5 o.n. Og án efa hefur Lúkas kynnzt fólki úr móðurkirkjunni. Þar var Jakob, bróðir Drottinn, forystu- maður. Hann hefur Lúkas hitt í Jerúsalem, þegar hann kom þang- að með Páli, 21,17 o.n., sbr. 22,17 og 15,13 o.n. Það kemur að vísu ekki beint fram í Postulasögunni, að þessi förunautur og samverka- maður Páls hafi verið enginn ann- ar en læknirinn Lúkas. En erfi- kenning kirkjunnar ber það með sér einróma, og skal hér vísað til þess, er sagt var um Lúkas, þegar fjallað var um guðspjall hans. Hvar og hvenær var Postula- sagan samin ? Oss er gefin vísbend- ing um tímann í 28,30 o.n. Þar kem- ur að minnsta kosti fram, hvenær Lúkas hefði getað ritað bókina í fyrsta lagi, þ. e. að liðnum .þeim tveimur árum, sem Páll var fangi í Rómaborg, með öðrum orðum eftir árið 61 eða 62. Gerum ráð fyrir, að Lúkas hafi samið rit- smíð sína, þegar að þessum tveim- ur árum liðnum. Þá áttum vér oss á því, hvers vegna hann nemur stað- ar einmitt þar, ella virðist bókin enda mjög skyndilega og óvænt. Þó má gera ráð fyrir, að aðrar ástæð- ur hafi valdið þvi, að Lúkas lýkur máli sínu þarna. Páll er kominn til Rómar. Hann hefur boðað fagnað- arerindið í höfuðborg heimsins. Þar með hafði kristniboðssagan náð marki sínu fyrst um sinn. Boðskap- urinn hafði að vísu ekki borizt „allt til enda veraldar“, en þó svo langt, að sigurganga hans um jörðina var tryggð. Sumir skýrendur ritningarinnar eru reyndar þeirrar skoðunar, að Lúkas hafi ráðgert að rita eitt bindi enn, þ. e. framhald og full- komnun frásögunnar, sem lögð er áætlun að í 1,8. Ekki tjáir þó að leita til kirkjusögunnar eða hinnar fornu erfikenningar til staðfesting- ar þessari skoðun. Þar er ekkert, sem styður hana. Enginn veit, hvar ritið var sam- ið. Hafi höfundur skrifað hana, strax og tveggja ára fangavist Páls í Róm lauk, 28,30 o.n., er senni- legt, að hann hafi gert það þar í borginni. Benda má á, að þar er Lúkas í félagsskap postulans, þeg- ar sá reit ,,fangelsisbréfin“, sem svo eru nefnd, sjá Kól. 4,4; Fíle- mon 24. Virðist líklegast, að Páll hafi verið látinn laus eftir dvölina í fangelsinu. Öll frásögn Lúkasar af málaferlum Páls, svo og endur- tekin ummæli rómverskra yfirvalda um sakleysi hans, benda að minnsta kosti ekki til þess, að Páll hafi ver- ið sekur fundinn, heldur fremur, að hann hafi veriö sýknaður frammi fyrir dómstóli keisarans. Hefði Lúkas vitað, að tveggja ára fangelsisvist Páls, meðan Páll beið dóms síns, hefði endað með píslar- vætti hans, — hefði frásögn af því þá ekki stuðlað að því að vegsama Krist? Sbr. Fil. 1,20. Sagnhefð kirkjunnar bendir einnig til þess, að Páll hafi verið látinn laus, og verður nánar gerð grein fyrir því síðar. Póll kemur til Rómar árið 55. Pétur vefur hann örmum. Mikill hluti Postula- sögunnar fjallar um Pál og starf hans. 7

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.