Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1990, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.01.1990, Blaðsíða 7
stjörnuspeki og austræn trúaráhrif virðast nú á tímum vera sú gola sem margir íslendingar reyna að anda að sér í þeirri von að slíkt efli með þeim einhvers konar jákvæð alheimsáhrif. Og þessi gola leitar jafnvel að smugum til að komast inn fyrir þröskuld kirkjunnar, freistar þess að finna skjól undir breiðu þaki íslenskr- ar þjóðkirkju. f>að hafa atburðir síðustu mán- aða m.a. leitt í ljós. En þessi austangola ber með sér andblæ dauðans. Sjálfsmiðlæg forlagatrú kemur í stað þekkingar á hinum lifanda Guði. Hið skapaða er dýrkað í stað skaparans. Taugar kærleikans Það eru vissulega dimm óveðurský sem svífa yfir orðum Hósea spámanns. Herleiðing vofir yfir Norður-ísrael og ekkert virðist geta hindrað hrun þjóðarinnar. Jafnvel traustustu innviðir hennar sýnast allir orðnir svo fúnir að á þeim verði ekkert byggt sem nokkurs virði er. Þjóðin hafði flúið hinn lifandi Guð, hafnað trúfestinni, kærleikanum og þekkingunni á Guði en þess í stað flúið á vit frjósemisdýrkun- ar og margvíslegra hindurvitna. í augum Hósea var dómur Guðs því óum- flýjanlegur. En mitt í svartnættinu skín von- arglæta og fyrir munn spámannsins mælir Guð ísraels: „Þegar ísrael var ungur, fékk ég ást á honurn, og frá Egyptalandi kallaði ég son minn. Þegar ég kallaði á þá, fóru þeir burt frá mér. Þeir fœrðu Baölunum sláturfórnir og skurðgoðunum reykelsisfórnir. Ég kenndi Efraím að ganga og tók þá á arma mér. En þeir urðu þess ekki varir, að ég lœknaði þá. Með böndum, slíkum sem þeim er menn nota, dró ég þá að mér, með taugum kær- leikans, ogfór að þeim eins og sá sem lyftir upp okinu á kjálkunum og rétti þeim fœðu . . . Hvernig œtti ég að sleppa hendi af þér, Efraím, ofurselja þig, ísrael? Ætti ég að fara með þig eins og Adma, útleika þig eins og Sebóím? Hjartað kemst við íbrjóstimér, ég kenni brennheitrar meðaumkunar“ (11:1-4, 8). Hér er talað um ást Guðs á þrjóskum lýð, hjarta sem blæðir vegna þess að þjóðin er blind og hefur snúið baki við lífgjafara sínum. Með taugum kærleikans hafði Guð dregið þjóðina til sín og alið önn fyrir henni. Nú var svo komið að þjóðin hafði fallið í faðma sinna væntanlegu kúgara. En hversu mjög þráði ekki Guð að þjóðin þekkti sinn vitjunartíma og sneri sér til hans í iðrun og trú. „Snú þú við, ísrael, til Drottins, Guðs þíns, því að þú steyptist fyrir misgjörð þína. Takið orð með yður og hverfið aftur til Drottins. Segið við hann: „Fyrirgef með öllu misgjörð vora og ver góður, og vér skulum greiða þér áyöxt vara vorra. Assýr- ía skal eigi framar hjálpa oss, vér viljum „ . . . sækist eftir vindi og eltir austan- goluna. “ Stjörnuspeki og austrœn trúar- áhrif virðast nú á tímum verasú gola sem marg- ir íslendingar reyna að anda að sér í þeirri von að slíkt efli með þeim e. k. jákvœð alheimsáhrif. LMdj.ii.Lt 1

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.