Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1990, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.01.1990, Blaðsíða 8
íslensk þjóð þarf á fólki að halda sem þráir að endurspegla kærleika Krists, fólki sem vill aftrú- mennsku sinna lífsköllun sinni, fylgja Kristi í sínum hvunn- degi. eigi ríða stríðshestum og eigi framar segja „Guð vor“ við verk handa vorra. Því að hjá þér hlýtur hinn munaðarlausi líkn!“ Ég vil lœkna fráhvarf þeirra, elska þá af frjálsum vilja, því að reiði mín hefir snúið sérfráþeim“ (14:2-5). Par sem Quði er gleymt Það er stundum haft á orði að heimur versn- andi fari. Ég er ekki viss um að það þurfi í sjálfu sér að vera rétt. Hitt er öllu sannara að þar sem Guði er gleymt þar fer heimur versn- andi og það fékk Hósea vissulega að sjá og reyna augliti til auglitis. En hvers vegna gleymdi ísraelsþjóðin Guði sínum? Orðin í þrettánda kafla Hósea varpa m.a. ljósi á það. Þar mælir Guð ísraels: „En ég, Drottinn, er Guð þinn frá því á Egyptalandi. Annan guð en mig þekkir þú ekki og enginn frelsari er til nema ég. Það var ég, sem hélt þér til haga í eyði- mörkinni, í landi þurrkanna. En því meira haglendi sem þeir fengu, því saddari átu þeir sig. En er þeir voru saddir orðnir, metnaðist hjarta þeirra. Þess vegna gleymdu þeir mér . . . Það verður þér að tjóni, ísrael, að þú ert á móti mér, hjálpara þínum“ (13:4-6, 9). „Ég mun festa þig mér eilíf- lega, ég mun festa þig mér í réttlæti og rétt- vísi, í kærleika og miskunn- semi . . .“ ísraelsmenn höfðu verið leiddir út úr þræla- húsi, gegnum þurra eyðimörk og inn í gott og gjöfult land. Velmegun hafði aukist, en sam- hliða gerðist það einnig að velgengnin steig þjóðinni til höfuðs. Græðgi ogeigingirni gerði sér hreiður í hjörtum fólksins, lýðurinn of- metnaðist og var fljótur að gleyma þeim er leysti þá úr ánauð og gaf þeim allt hið góða. Skyldi það vera að íslensk þjóð eigi eitthvað sameiginlegt með ísraelsmönnum á dögum Hósea spámanns? Víst er það svo, að ekki er langt um liðið síðan íslensk þjóð steig út úr sínum moldarkofum og gat fagnað frelsi full- valda þjóðar. Og í dag búum við jafnvel við meiri ytri velmegun en forfeður okkar kunnu að láta sig dreyma um. Þó eru sumir fátækir okkar á meðal og óvíst hvort trúmennska, kærleikur og þakklæti hafi aukist í réttu hlut- falli við batnandi ytri kjör. Alvarlegast er þó ef þjóðin ætlar að fara að flýja á vit hindur- vitna, gleypa í sig „austangoluna“, gleyma þekkingunni á þeim Guði sem mætir okkur í kærleika sínum í Jesú Kristi. Pú skalt þeklga Drottin íslensk þjóð getur ekki gengið að því sem vísu að kristni muni blómgast í landinu næstu 1000 ár eins og þau síðustu. í þeim efnum er aldrei neitt sjálfgefið. Það er ætíð hlutverk nýrrar kynslóðar að miðla áfram þeim arfi sem mikilvægastur er og til mestra heilla. Þess vegna er það brýn köllun KFUM og KFUK og íslenskrar kirkju í heild sinni að byggja upp menn og konur sem vilja þekkja Guð og vera þekkt af honum. íslensk þjóð þarf á fólki að halda sem þráir að endurspegla kærleika Krists, fólki sem vill af trúmennsku sinna lífs- köllun sinni, fylgja Kristi í sínum hvunndegi. Þegar við vorum borin til skírnar sem ómálga börn vorum við tengd Kristi með taugum kær- leikans. Guð var þar að festa grein á þann stofn sem er uppspretta alls lífs. Við vorum gróðursett á Krist, vínviðinn eina og sanna. Og meðan greinin vill vera í tengslum við stofninn á hún sér von. Guð mun ekki varpa þeim frá sér sem í einlægni leitar hælis hjá honum. Það er alvarlegur misskilningur að vandi mannsins felist í því að Guð sé fjarlægur eða á flótta úr mannheimi. Mannsins mikla mein birtist í því að hann óttast skapara sinn, óttast að hann gerist of nærgöngull og afhjúpi alla smæðina og nektina. Það er eins og Adam viti ekki að það eru taugar kærleikans sem reyna að draga hann nær Guði. Guð vill tengjast manninum þeim böndum sem ekkert fær haggað (sjá Róm. 8:31-39). í öðrum kafla bókar Hósea spámanns finn- um við m.a. fyrirheit hverjum þeim til handa sem áræðir að leyfa taugum kærleikans að ná tökum á sér. Við látum það fyrirheit vera síð- asta molann af borði Hósea spámanns að sinni, í því felst vegarnesti sem dugar lífið á enda: „Og ég mun festa þig mér eilíflega, ég mun festa þig mér í réttlœti og réttvísi, í kœrleika og miskunnsemi, ég munfesta þig mér í trúfesti, og þú skalt þekkja Drottin “ (v. 19-20).

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.