Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1990, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.01.1990, Blaðsíða 10
Vilborg Jóhannes- dóttir: tJ esús dó Vllborg Jóhannes- dóttir er húsmóðir í KeyKjavík. Orðin ,Jesús dó fyrir mig“ grópuðust inn í hugann. Þegar ég lauk upp Biblíunni minni í leit að ritningarstað sem yfirskrift yfir þennan vitnis- burð, sem ég var beðin um að skrifa í blaðið, þá blasti við mér gamalt bókamerki sem á var kross og þessi orð: „Jesús dó fyrir mig.“ Hug- ur minn hvarflaði 50 ár aftur í tímann. Þá fékk ég þetta bókamerki í jólagjöf frá móður minni. Þetta var reyndar síðasta jólagjöfin sem hún gaf mér því það var ekki liðið árið frá þessum jólum þegar ég stóð við gröf hennar. Það var erfitt að skilja við hana sem var mér kærust allra á þessari jörð. Við höfðum sungið við jarðarförina „Til himinsala mín liggur leið, þar ljúft er heima að búa“. Þennan sálm hafði ég svo oft heyrt hana syngja við sín daglegu störf. Nú vissi ég að hún var þar. I Biblíunni minni var bókamerkið sem hún hafði gefið mér árið áður. Orðin „Jesús dó fyrir mig“ grópuðust inn í hugann og nú fékk ég að sjá að það var annar sem elskaði mig enn meir en mín ástkæra móðir. Það var hann sem dó á krossinum fyrir mig. Ég fæ aldrei fullþakkað Guði fyrir foreldra mína, sem sögðu mér frá frelsaranum Jesú Kristi, og fyrir bænir þeirra fyrir mér allt frá móðurlífi. Þau kenndu mér að biðja og þakka Guði fyrir allt. Ég man þegar ég var komin yfir fermingu og pabbi spurði mig hvort ég læsi ekki í Biblí- unni, sem foreldrar mínir höfðu gefið mér í fermingargjöf, en mér var tamara að lesa í sögubókum. Það skapaðist löngun hjá mér að eiga trú eins og foreldrar mínir og eldri systur og ég reyndi að verða betri. Ég reyndi líka að lesa meira í Biblíunni en mér tókst ekki að betrumbæta mig. Um þetta leyti fékk ég að fara í UD-flokk í sumarbúðum KFUK og var þar í viku. Þar vorum við daglega á biblíulestrum og á kvöld- in fengum við líka að heyra Guðs orð. Síðasta kvöldið vitnuðu margar ungar stúlkur um frelsarann. Þá laukst það upp fyrir mér að Jes- ús sagði eitt sinn: „Ég er ekki kominn til að kalla réttláta heldur syndara.“ Það varð mér nýtt og Iifandi að Jesús dó fyrir mig og ég mátti og má koma til hans eins og ég er. Ég veit að Jesús er eini vegurinn til himins. Það er gott að mega koma að krossinum og fá fyrirgefningu en það er líka gott að koma að gröfinni því Jesús er upprisinn og lifandi og hann gefur nýjan kraft og styrk. Það hefur hins vegar oft kostað baráttu að játa hver ég er frammi fyrir heilögum Guði því að orð hans dæmir þegar ljós þess lýsir inn í innstu fylgsni sálar og anda. Þá kemur hann til mín með orð sitt eins og í Jóh. 1:7-9: „En ef vér göngum í ljósinu, eins og hann er sjálfur í Ijósinu, þá höfum vér sam- félag hver við annan og blóð Jesú, sonar hans, hreinsar oss af allri synd. Ef vér segjum: ’Vér höfum ekki synd,’ þá svíkjum vér sjálfa oss og sannleikurinn er ekki í oss. Ef vér játum synd- ir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti.“ Það er gott að vita það að ég þarf ekki að byggja á mér heldur á hjálpræðis- verki hans sem hrópaði á krossinum: „Það er fullkomnað." Ég má koma í trú og þiggja allt úr hendi hans. Oft hefur hann þurft að segja við mig eins og við Pétur forðum: „Satan krafðist yðar að sælda yður eins og hveiti. En ég hef beðið fyrir þér, að trú þín þrjóti ekki“ (Lúk. 22:31-32). Oft þarf ég að fara með versið úr 15. Pass- íusálmnum: Víst er eg veikur að trúa, veiztu það, Jesú, best, frá syndum seinn að snúa, svoddan mig angrar mest; þó framast það eg megna, þínum orðum eg vil treysta og gjarnan gegna; gef þú mér náð þar til.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.