Bjarmi - 01.07.1992, Side 6
Uppbygging
DR. SIGURBJÖRN EINARSSON, BISKUP:
UM TRÚARLÍFI.
Dr. Sigurbjörn
Einarsson, biskup
Jesús benti á
það síðasta
kvöldið sitt
áður en hann
gekk í dauð-
ann, að nú
væru orðin
aldahvörf í
sögu
bænarinnar.
Fyrstu lærisveinar eða nemendur Jesú
Krists báðu hann einu sinni: Kenn þú oss að
biðja (Lúk. 11).
Þetta er eina skiptið sem frá því er sagt, að
þeir hafi beinlínis beðið hann að kenna sér til-
tekið atriði. Þeir báðu hann stundum að út-
lista nánar eitthvað, sem hann hafði sagt. En í
þetta eina sinn báðu þeir hann að kenna sér
ákveðið efni.
V ar þetta tilviljun? Auðsjáanlega ekki.
Hann var að biðjast fyrir þegar þeir báru upp
þessa ósk eða einn þeirra fyrir hönd þeirra
allra. Feir tóku eftir því, hvernig hann var þeg-
ar hann bað eða hafði verið á bæn. Hann bað
með þeim reglulega á vissum stundum
dagsins, það var föst venja Gyðinga.
En Jesús þurfti auk þess oft að hverfa frá
öðrum mönnum, vera einn á bæn. Stundum
var hann heilar nætur á bæn. Það fór ekki
framhjá vinum hans, að eitthvað mikið bjó
undir þessu. Hann bar það með sér, það sást á
svip hans, það fannst að hann hafði hlaðið sig
heilagri orku, þegar hann hafði verið að biðja.
Einu sinni tók hann þrjá vini sína með sér
þegar hann fór upp á fjall að biðjast fyrir
(Lúk. 9). Ogþá urðuþeir vitni aðþví, aðhann
umbreyttist, það geislaði af honum, himinn-
inn var opinn yfir honum (eins og þegar hann
var að biðja nýskírður Lúk. 3,21).
Þarna opinberaðist það, að Jesús var í
sambandi við Guð í bæn sinni: Þessi er minn
elskaði sonur, sagði Guð.
Þegar hann lifði hér á jörð sýnilegur var
hann í fullkomnu innra sambandi við Guð.
Hann og Guð eru eitt frá eilífð. Hann kom,
varð maður til að tengja rofinn þráð, hann
lifði hér, leið og dó og reis upp frá dauðum til
þess að koma föllnum manni í nýtt samband
við föður sinn, Guð. Jesús fullnaði þetta skap-
andi hjálpræðisverk. Síðan er tilveran önnur
en hún áður var. Hún er önnur hverjum þeim,
sem það vill sjá og skilja og þiggja.
esús benti á það síðasta kvöldið sitt áður
en hann gekk í dauðann, að nú væru orðin
aldahvörf í sögu bænarinnar. Og saga bænar-
innar er jafngömul sögu mannsins. Biðjið í
mínu nafni, sagði Jesús, hingað til hafið þér
einskis beðið í mínu nafni, biðjið og þér mun-
uð öðlast, til þess að fögnuður yðar verði full-
kominn (Jóh.16).
Þetta eru mikil orð og íhugunarverð. Læri-
sveinarnir höfðu vissulega beðið. Eins og
hvert jarðarbarn um allan aldur. Engin mann-
eskja hafði komist til vits án þess að biðja,
ákalla einhver æðri völd, leita upp fyrir sjálft
sig og mannheim að hjálp. Saga trúarbragð-
anna er sagan um hinn biðjandi mann. Og það
eðlisfar, sem sú saga birtir, losnar maðurinn